Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2117 svör fundust
Er til svokallað álfamál?
Í Miðgarði (Middle-Earth) Tolkiens má finna tvö álfamál. Annars vegar er hið forna álfamál Quenya (nafnið merkir 'mál' á álfamálinu) en það tala meðal annars Galadríel og Trjáskeggur (Fangorn) (sjá til dæmis Hringadróttinssaga III, 249). Stundum er það kallað háálfamál eða Eldarin. Það er orðið tiltölulega sjal...
Hvað eru margir fermetrar í einum hektara?
Einn hektari (ha) er 10.000 fermetrar (m2). Stundum þarf að breyta á milli mælieininga, úr hektara í fermetra eða öfugt og er það einfaldur útreikningur. Ef upphaflega stærðin er í hekturum en áhugi á að vita hversu margir fermetrar það eru þá er einfaldlega margfaldað með 10.000 en deilt með sömu tölu ef brey...
Hver er eðlismassi lofts?
Hér er einnig svarað spurningunni: Er eðlismassi andrúmsloftsins minni eða meiri en 1 g/cm3? Eðlismassi er skilgreindur sem massi á rúmmálseiningu, eining alþjóða einingakerfisins (SI) er kg m-3, (kíló í rúmmetra) en oft má einnig sjá eininguna g cm-3 (grömm í rúmsentímetra) sem er sama og kg/l (kílógramm í lít...
Get ég notað vetni sem brennsluefni á útigrillið mitt?
Própangas er algengasta brennsluefni fyrir útigrill í heiminum en metangas (jarðgas) er lítillega notað. Ekki er hægt að nota vetni á útigrill sem gerð eru fyrir própangas (Agagas, Gasol, Kosanga, Primus) eða metangas. Ástæðan er sú að í grillum og eldavélum eru brennarar sem eru hannaðir með tilliti til þess efni...
Hver fann upp leysigeislann?
Þegar spurt er um uppfinningar er oft erfitt að tilgreina hver nákvæmlega fann upp hitt eða þetta. Rannsóknir annarra liggja iðulega að baki nýrri þekkingu og margir koma oft að uppgötvunum sem á endanum eru kannski eignaðar einum vísindamanni. Þegar spurt er um hver fann upp leysigeislann eða leysiljósið má þess ...
Af hverju hafa silfur og gull efnatáknin Ag og Au?
Efnatákn frumefnanna silfurs og gulls má rekja til latneskra heita þeirra. Silfur (e. silver) heitir „argentum“ á latínu og efnatáknið Ag er því samsett úr fyrsta og þriðja stafnum í orðinu. Silfur er hvítur málmur með mikinn gljáa ef hann er vel fægður. Latneskt heiti silfurs er einmitt dregið af útlitseiginleiku...
Hvers vegna lifa pöndur bara í Kína en ekki í nágrannaríkjunum?
Nú á tímum eru einu náttúrulega heimkynni risapöndunnar (Ailuropoda melanoleuca) bundin við mjög takmarkað svæði í miðhluta í Kína. Svo hefur þó ekki alltaf verið. Fundist hafa leifar risapöndu frá pleistósen-tímabilinu (sem stóð yfir frá því um það bil 2,6 milljón árum til loka síðustu ísaldar), í norður Mjan...
Hver er uppruni þess að skrifa —''— til að tákna það sama og ofar er ritað?
Í skrift er algengt að tákna endurtekningu með því að skrifa eitthvað sem líkist tveimur kommum, gæsalöppum eða jafnvel lágum l-um í röð í línu undir því sem er endurtekið. Þetta er meðal annars gert til að flýta fyrir ritun, forðast stagl og tvítekningu en einnig sést með slíkri táknun í sviphendingu að eitthvað ...
Hver eru helstu líffæri dýra- og plöntufrumu og hvaða hlutverki gegna þau?
Dýra- og plöntufrumur eru kjarnafrumur. Eins og nafnið gefur til kynna er helsta einkenni þeirra svokallaður kjarni. En ýmis önnur frumulíffæri eru sameiginleg báðum þessum megingerðum kjarnfrumna og verður greint frá þeim helstu og hlutverkum þeirra hér á eftir. Frumukjarni.Kjarni er stórt frumulíffæri sem get...
Hvað er hantaveira?
Í Kóreustríðinu, sem háð var á árunum 1950-1953, varð vestrænum læknum fyrst kunnugt um dularfullan „nýjan“ sjúkdóm sem lagðist á hermenn Sameinuðu þjóðanna sem þar börðust. Sjúkdómnum var gefið nafnið kóresk blæðandi hitasótt (Korean hemorrhagic fever). Yfir 2000 hermenn sýktust og margir þeirra dóu af völdum sjú...
Hvað var Kristur að gera milli föstudagsins langa og páskadags, samanber trúarjátninguna?
Þessari spurningu er nú ekki létt að svara, en eins og spyrjandi nefnir, þá segir svo í trúarjátningunni um dauða Jesú: "Píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur dáinn og grafinn, steig niður til heljar". Orðalagið steig niður til heljar var sótt í fyrra Pétursbréf (3.19) þar sem segir: Í andanum fór hann...
Er jafnrétt að nota orðið tölva og talva?
Þegar búa þurfti til íslenskt orð yfir enska heitið 'computer' varð orðið tölva fyrir valinu. Í desember árið 1964 eignaðist Háskóli Íslands fyrstu tölvu sína, IBM 1620. Orð þótti vanta yfir gripinn og er Sigurði Nordal prófessor eignað orðið tölva sem hann setti fram 1965. Áður höfðu menn notast eitthvað við orði...
Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar enn "týnda hlekkinn"?
Upphaflega spurningin var sem hér segir: Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar ennþá hinn svonefnda "týnda hlekk" til að tengja nútímamanninn við háþróuðustu frummenn?Með spurningunni er lagt fyrir einskonar krossapróf með tveimur tæmandi kostum: Veldu annaðhvort a) það er til bein lína...
Gerast kraftaverk í íslamstrú?
Kraftverk, sem nefnast mu’jizãt á arabísku, gegna afar litlu hlutverki í íslamskri guðfræði, ólíkt kraftaverkum í kristinni trú. Íslamstrú afneitar þó ekki kraftaverkum en þau hafa litla sem enga þýðingu. Fræðimaðurinn al-Ansãri, sem var uppi frá 1006-1089 eftir okkar tímatali, sagði um kraftaverk:Sá sem geng...
Var Lukku-Láki til? Er einhver ljósmynd til af honum?
Ekki er að finna neinar vísbendingar í sköpunarsögu Lukku-Láka, sem til dæmis má lesa í Allt um Lukku-Láka, um að hann hafi verið til eða eigi sér ákveðna fyrirmynd. Hins vegar eiga fjölmargar aðrar persónur í Lukku-Lákabókunum sér beinar fyrirmyndir, annað hvort teknar beint úr sögu villta vestursins eða þekktar ...