Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3707 svör fundust
Hvað hétu þau sem létust þegar geimskutlan Kólumbía fórst?
Í áhöfn Kólumbíu sem fórst 1. febrúar síðastliðinn voru sjö menn; tvær konur og fimm karlar. Önnur konan var indversk og einn karlinn ísraelskur. Geimferðin, STS-107 Kólumbía, stóð frá 16. janúar til 1. febrúar. Þessi 16 daga ferð var farin í rannsóknarskyni. Unnið var allan sólarhringinn á tvískiptum vöktum og þa...
Hvað getið þið sagt mér um beinabyggingu fugla og líffærastarfsemi?
Þar sem spyrjandinn biður um upplýsingar um mjög vítt og flókið svið í byggingu og líffærastarfsemi fugla mun höfundur þessa svars halda sig við lýsingu á þeim þáttum sem eru hvað helst frábrugðnir sambærilegum líffærum annarra hryggdýra. Greinilega sést á líkamsbyggingu fugla að aðlögun að flugi hefur staðið ...
Hver var fyrsti prentarinn á Íslandi?
Elsta kunna heimildin um prentun á íslensku er í „Rechnungsbuch der Sunte Annen Broderschop der Islandsfahrer in Hamburg“ fyrir árið 1530. Ekki er upphæðin há og Björn Þorsteinsson sagnfræðingur, sem rak augun í klausuna sagði: Af því að ekkert er getið um efni textans, þykir mér sennilegast, að hér sé um að ræða ...
Hvaða hlutverki gegnir nálin á gömlum vínylplötuspilurum?
Framan af 20. öld var algengast að varðveita hljóðupptökur á vínylplötum. Afspilunartækni þeirra byggir á því að plötuspilari snýr hljómplötu með jöfnum hraða á meðan nál hans strýkst við rákir sem liggja í spírallaga ferli umhverfis miðju plötunnar. Við þetta tekur nálin að titra, titringurinn umbreytist í rafmer...
Hvort er réttara að segja augabrúnir eða augabrýr í fleirtölu?
Nafnorðið brún beygðist í fornu máli eins og einsatkvæðis sterkt kvenkynsorð. Nefnifall fleirtölu var brýnn vegna þess að í orðinu varð annars vegar samlögun, *brýnr > brýnn og hljóðvarp kom fram í rótaratkvæði, ú > ý. Samhljóðarnir -nn- voru bornir fram raddaðir eins og í fornafninu hennar en ekki -dn- eins og í ...
Eru litningar í rauðhærðum eitthvað gallaðir?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hverjar eru líkurnar á því að barn verði rauðhært ef annað foreldrið er rauðhært en hitt ekki? (Arngrímur Vilhjálmsson) Geta tvær rauðhærðar manneskjur eignast annað en rauðhærð börn? (Sigurjón Traustason) Er rauðhært gen víkjandi. Ef svo er, þarf það þá ekki að koma frá báð...
Hvað er fjölmenningarhyggja? Verður hún að lokum til þess að allir í heiminum tilheyri sömu þjóðinni?
Í textanum er svarað eftirfarandi spurningum: Hvað er fjölmenningarhyggja? (Ingibjörg Óskarsdóttir) Hvað er fjölmenning? (Ágúst Sigurður, Guðrún Gunnlaugsdóttir, Friðrik Stefánsson, Sóley Sigurðardóttir) Hvernig er fjölmenningarlegt samfélag skilgreint? (Eyþór Benediktsson, Kristbjörn Hauksson) Eiga land...
Er hægt að eyðileggja jörðina með mengun?
Þessa spurningu má skilja á ýmsa vegu en áhugaverðast er að skoða eftirfarandi tvær spurningar, nánar tiltekið: Getur mannkynið eyðilagt allt líf á jörðinni með mengun eða öðrum ráðum? Getur mannkynið gert jörðina óbyggilega mönnum?Eins og við er að búast þekkir enginn svarið við fyrri spurningunni fyrir víst; þ...
Hvað er Parkinsonssjúkdómur?
Parkinsonssjúkdómur er kenndur við enski lækninn James Parkinson sem uppgötvaði hann árið 1817. Sjúkdómurinn einkennist af stífleika í vöðvum, skjálfta og minni hreyfigetu. Við honum er engin lækning en með lyfjagjöf er hægt að halda sjúkdómnum í skefjum í langan tíma. Nú nýlega er með góðum árangri farið að græð...
Hvað hafa kolkrabbar marga arma?
Kolkrabbar kallast á ensku octopus og á latínu Octopoda, en bein íslensk þýðing á þessum orðum myndi vera áttfætlingur eða átta arma dýr. Þetta er mjög lýsandi fyrir útlit kolkrabba þar sem þeir hafa átta arma, en reyndar geta armarnir stundum verið færri þar sem eitt af varnarviðbrögðum kolkrabba er að aflima sig...
Hvers vegna breytist röddin í fólki sem andar að sér helíngasi?
Hér er einnig svar við spurningunni: Getur helín skaðað mann ef maður lætur það ofan í sig til skemmtunar? Raddböndin eru tvær aðskildar himnur eða þykkildi í barkakýlinu í hálsinum. Brjósk og vöðvar stjórna því hvort og þá hversu mikil glufa er milli raddbandanna, hver lögun þeirra er og hvort þau eru slök eða s...
Hvað getið þið sagt mér um Carl von Linné?
Carl von Linné (1707-1778), einnig þekktur sem Carl Linnaeus eða Carolus Linnaeus, hefur oft verið kallaður faðir flokkunarfræðinnar. Hann fann upp svokallað tvínafnakerfi (e. binomial nomenclature) sem nú er notað til flokkunar á öllum lífverum. Linné fæddist 23. maí árið 1707 í suðurhluta Svíþjóðar. Frá unga...
Hvenær koma vélmenni sem geta hjálpað fólki?
Margskonar vélmenni hafa verið þróuð til að sinna hlutverkum eins og að sjá um eldra fólk, aðstoða verkamenn við byggingarvinnu eða sækja djús í ísskápinn — en þau búa þó flest enn á rannsóknarstofum. „Svarið er því að vélmenni sem hjálpa fólki eru nú þegar til, en þau hafa fæst verið tekin í almenna notkun. Un...
Hver er saga brjóstahaldara? Hvenær var byrjað að nota þá?
Brjóstahaldarar eru notaðir til að halda brjóstum stöðugum og lyfta þeim eða móta á annan hátt. Einnig segja sumir að brjóstahaldarar geti komið í veg fyrir að brjóstin sígi með aldrinum, en þetta er þó ekki vel staðfest. Stórbrjósta konum finnst oft nauðsynlegt að vera í brjóstahaldara þar sem hann veitir stu...
Hvað er vitað um töfrasteina eins og óskasteina og huliðshjálmssteina?
Trú á mátt töfrasteina er ævagömul á Íslandi. Í Grágás, íslenskri lögbók frá því um miðja þrettándu öld, er lagt bann við því að „fara með steina eða magna þá til þess að binda á menn eða fénað“. Til dæmis varðar það fjörbaugsgarð „ef maður trúir á steina til heilindis sér eða fé sínu“ (19). Af þessu má ráða að st...