Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7954 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvað eru efnatengi?

Efnatengi (e. chemical bond) nefnist samtenging tveggja atóma í sameind.Sameindir eru samsafn atóma (frumeinda) sem tengd eru saman með efnatengjum. Efnatengi milli atóma geta myndast ef orka samtengingarinnar er lægri en orka ótengdra atóma, það er ef samtengingin er orkustöðugra form en orka stakra atómanna.Þega...

category-iconVerkfræði og tækni

Hve þung er Fokker 50?

Fokker 50 er flugvél af gerð svokallaðra skrúfuþota og var í almennri framleiðslu frá árinu 1987 til 1996. Samkvæmt upplýsingum á síðu Wikipedia um vélina er þyngd vélarinnar frá framleiðanda, sem sagt án eldsneytis, farms og innréttinga sem ekki eru nauðsynlegar stjórn vélarinnar, um 12.520 kg. Hámarksþyngd henna...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Við mamma viljum vita hvort tarantúla sé hættulegri en svarta ekkjan?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Við mamma mín vorum að ræða það hvor væri hættulegri tarantúla eða svarta ekkjan. Það væri gaman að fá að vita það. Tarantúlur eru loðnar og oftast mjög stórvaxnar köngulær sem tilheyra ættinni Theraphosidae. Innan þessarar ættar eru þekktar um 900 tegundir og þetta er þv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort er meira af hvítháfum sunnan eða norðan við Ástralíu?

Hvíthákarlar (Carcharodon carcharias) eru algengari við suðurströnd Ástralíu en við norðurströndina. Fjölmargar rannsóknir hafa farið fram á atferli og lífsháttum hvíthákarla. Meðal annars hafa sjávarlíffræðingar merkt mikinn fjölda hvíthákarla til að kanna ferðir þeirra og hafa rannsóknir sýnt að þeir flækjast...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að fá garnaflækju ef maður veltir sér niður langa brekku eða snýr sér mikið á skrifstofustól?

Garnaflækja er af ýmsum gerðum. Garnaflækja í miðgirni er algengust í nýburum sem hafa meðfæddan galla eftir snúningsvillu í myndun meltingarvegarins á fósturskeiði. Garnaflækja í hluta þarmanna (e. segmental volvulus) getur komið fyrir á hvaða aldri sem er, oftast hjá fólki sem hefur tilhneigingu til þessa vegna...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er hægt að koma öllu mannkyni fyrir á Vatnajökli?

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs er flatarmál jökulsins um 7700 ferkílómetrar. Hver ferkílómetri er milljón fermetrar sem þýðir að jökullinn er 7,7 milljarðar fermetra. Áætlað er að mannkynið telji rétt rúmlega 8 milljarða þegar þetta er skrifað árið 2023, en til einföldunar er hægt að mið...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru fjarreikistjörnur og hvernig er hægt að finna þær?

Fjarreikistjarna (e. extrasolar planet eða exoplanet) er reikistjarna utan okkar sólkerfis. Frá því að þær fyrstu fundust árið 1992 hefur þekktur fjöldi aukist gríðarlega. Þegar þetta svar er skrifað (í febrúar 2025) eru staðfestar fjarreikistjörnur rúmlega 5800.[1] Af þeim eru um 200 bergreikistjörnur, svipaðar M...

category-iconStærðfræði

Hverjir eru helstu stærðfræðilegu eiginleikar sporbaugs?

Keilusnið (e. conic sections) eru skurðferlarnir sem myndast þegar keila er skorin með sléttum fleti. Þessir skurðferlar geta orðið þrenns konar eftir því hvernig slétti flöturinn hallar og þannig fást þrjár ólíkar gerðir keilusniða: Sporbaugar (e. ellipse), fleygbogar (e. parabola) og breiðbogar (e. hyperbola). ...

category-iconFornleifafræði

Ég fann bein í jörðu, hvernig veit ég hvort það er bein úr manni eða dýri?

Þegar maður finnur bein í jörðu eða á víðavangi á Íslandi er langalgengast að um sé að ræða bein úr kindum. Þó koma líka ýmis önnur dýr til greina og það er alls ekki útilokað að rekast á mannabein sem gætu þá til dæmis verið úr gömlum kirkjugarði eða kumli frá víkingaöld. Ef um mannabein er að ræða þarf að tilkyn...

category-iconStærðfræði

Hver skapaði þríhyrninginn?

Elsta þekkta alþjóðlega heimildin um stærðfræði er skjal sem nefnist Rhind-papýrus og fannst í Egyptalandi á nítjándu öld. Skjalið er talið hafa verið ritað um 1650 f.Kr. og vera endurrit af 200 árum eldra skjali. Textinn er því um fjögur þúsund ára gamall. Rhind-papýrusinn sýnir myndir af þríhyrningum og greinir ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er þessi „obbi“, þegar talað er um obbann af einhverju?

Orðið obbi merkir ‛mestur hluti af einhverju’. Það er algengast í orðasambandinu obbinn af einhverju ‛mestur hluti einhvers’. Elst dæmi um það eru frá 17. öld. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:682) er obbi skylt forsetningunni of ‛yfir, um’ og forsetningunni/atviksorðinu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við þegar eitthvað „skíðlogar“? Hvað þýðir þetta skíð?

Hvorugkynsorðið skíði, í eldra máli skíð, merkir ‛klofinn viður, viðarflettingur, viðarbútur’. Þegar eldur er kveiktur er meðal annars notast við skíði og þegar eldurinn logar glatt er talað um að það skíðlogi, það er logar vel í skíðunum. Það skíðlogar þegar vel logar í skíðunum.. Hvorugkynsorðið skíð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru flugritar eða svarti kassinn í flugvélum?

Flugritar eða svörtu kassarnir eins og þeir eru líka kallaðir eru nokkurs konar upptökutæki. Þeir byrja að skrá gögn fyrir flugtak. Upptakan varir á meðan á flugi stendur og þangað til flugvélin lendir eða hrapar. Flugritar eru tvenns konar: ferðriti (e. Flight Data Recorder) og hljóðriti (e. Cockpit Voice Recorde...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Úr hverju er köngulóarvefur? Væri hægt að framleiða hann?

Köngulóarvefur er geysilega sterkur. Sumir fræðimenn hafa gengið svo langt að segja að efnið í vefnum sé nógu sterkt til að köngulóarvefur sem er svipaður að ummáli og pensill gæti stöðvað Boeing 747 þotu á flugi! Uppistaðan í köngulóarvefnum er fjölliða prótín sem nefnist fibróín (e. fibroin). Þræðirnir sem kö...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Drakúla?

Drakúla er þekktastur sem sögupersóna í samnefndri skáldsögu írska rithöfundarins Bram Stokers (1847-1912). Sagan Drakúla kom fyrst út árið 1897 og er að mestu í bréfaskáldsöguformi, en dagbókarbrot, blaðafrásagnir og skeyti drífa frásögnina einnig áfram. Bréfaskáldsagan á rætur að rekja til 18. aldar og af slíkum...

Fleiri niðurstöður