Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver skapaði þríhyrninginn?

Kristín Bjarnadóttir

Elsta þekkta alþjóðlega heimildin um stærðfræði er skjal sem nefnist Rhind-papýrus og fannst í Egyptalandi á nítjándu öld. Skjalið er talið hafa verið ritað um 1650 f.Kr. og vera endurrit af 200 árum eldra skjali. Textinn er því um fjögur þúsund ára gamall. Rhind-papýrusinn sýnir myndir af þríhyrningum og greinir frá því hvernig skuli reikna flatarmál þeirra. Flatarmálsreikningar voru nauðsynlegir þar sem áin Níl flæddi árlega yfir bakka sína og framburður hennar gæddi akra landsmanna frjósemi. Reikna þurfti stærðir landsskikanna upp á nýtt á hverju ári.

Á myndinni sést hluti af Rhind-papýrusnum. Í textanum er skýrt frá því hvernig finna skuli flatarmál þríhyrnds landsskika þar sem lengd grunnlínu er 10 lengdareiningar og hæðin er 4 einingar. Hæðin er helminguð og margfölduð með lengd grunnlínu og flatarmálið því 20 flatareiningar.

Þríhyrningar hafa verið notaðir til að stemma af lögun mannvirkja og landsvæða frá ómunatíð. Menn vissu til dæmis að þríhyrningur með hliðum með 3, 4 og 5 einingar myndaði rétt horn á milli 3 eininga hliðar og 4 eininga hliðar hans.

Ef til vill hafa menn einhvern tímann notað svona hnútabönd til þess að marka rétt horn.

Til eru miklu fleiri talnaþrenndir en 3 – 4 – 5 sem gætu verið lengdir á hliðum rétthyrnds þríhyrnings. Dæmi um það eru þrenndirnar 5 – 12 – 13, 8 – 15 – 17, 7 – 24 – 25 og óendanlega margar fleiri. Þær nefnast pýþagórískar þrenndir þar sem regla Pýþagórasar gildir um rétthyrnda þríhyrninga.

Menn hafa fyrir löngu áttað sig á að þríhyrningar eru stjarfir en það á ekki við um neina aðra marghyrninga. Ferhyrninga er til dæmis alltaf hægt að hreyfa til þannig að stærð hornanna breytist. Treysta má því að form þríhyrninga breytist ekki. Þess vegna eru þríhyrningar víða sjáanlegir í mannvirkjum sem mega ekki haggast, til dæmis í burðarvirkjum rafveitna.

Þríhyrningar eru oft notaðir í mannvirki sem mega ekki haggast, eins og í burðarvirkjum rafveitna.

Þríhyrningar urðu að fræðilegum viðfangsefnum í kennslubókinni Frumatriði sem Evklíð ritaði um 300 f.Kr. Evklíð var grískur, búsettur í Alexandríu. Í Frumatriðum eru settar fram reglur um það hvenær tveir þríhyrningar eru eins þannig að annar gæti fallið í hinn. Eins þríhyrningar eru líka sagðir vera samsniða. Tveir þríhyrningar teljast vera samsniða ef:

  1. Allar samsvarandi hliðar eru jafnlangar.
  2. Eitt horn og hliðarnar beggja megin við hornið eru jafnstór.
  3. Tvö horn og hliðin á milli þeirra eru jafnstór.
  4. Horn, ein hlið sem liggur að því horni og hornið á móti eru jafnstór.

Þríhyrningar eru taldir samsniða þótt þeir séu spegilmyndir hvor af öðrum.

Bók Evklíðs, Frumatriði, var undirstöðurit í rúmfræðikennslu langt fram á tuttugustu öld. Árið 1959 var haldið málþing í Royaumont í Frakklandi um nýja hugsun um stærðfræðikennslu. Þar réðist frægur franskur stærðfræðingur, Jean Dieudonné (1906-1992), gegn arfleifð Evklíðs í stærðfræðikennslu og sagði: „Niður með Evklíð! [A bas Euclide!]“ Sumar heimildir herma að hann hafi líka sagt: „Til fjandans með þríhyrninga! [Mort aux triangles!]“ Dieudonné taldi að vinna með þríhyrninga, svo sem að teikna þá samkvæmt tilteknum skilyrðum, væri tímafrekt föndur og betra og skýrara væri að setja kenningar um þá fram með algebru. Hreyfingin um nýja hugsun um stærðfræðikennslu varð til að breyta rúmfræðikennslu. Teikning þríhyrninga er samt enn töluverður þáttur í stærðfræðikennslu enda orðið hægt um vik að teikna þríhyrninga og aðrar flatarmyndir og skoða í teikniforritum, til dæmis forritinu GeoGebra.

Heimildir

Myndir:

Höfundur

Kristín Bjarnadóttir

prófessor emerita

Útgáfudagur

7.5.2018

Síðast uppfært

12.4.2021

Spyrjandi

Sveinbjörn Skúli Óðinsson

Tilvísun

Kristín Bjarnadóttir. „Hver skapaði þríhyrninginn?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2018, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75662.

Kristín Bjarnadóttir. (2018, 7. maí). Hver skapaði þríhyrninginn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75662

Kristín Bjarnadóttir. „Hver skapaði þríhyrninginn?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2018. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75662>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver skapaði þríhyrninginn?
Elsta þekkta alþjóðlega heimildin um stærðfræði er skjal sem nefnist Rhind-papýrus og fannst í Egyptalandi á nítjándu öld. Skjalið er talið hafa verið ritað um 1650 f.Kr. og vera endurrit af 200 árum eldra skjali. Textinn er því um fjögur þúsund ára gamall. Rhind-papýrusinn sýnir myndir af þríhyrningum og greinir frá því hvernig skuli reikna flatarmál þeirra. Flatarmálsreikningar voru nauðsynlegir þar sem áin Níl flæddi árlega yfir bakka sína og framburður hennar gæddi akra landsmanna frjósemi. Reikna þurfti stærðir landsskikanna upp á nýtt á hverju ári.

Á myndinni sést hluti af Rhind-papýrusnum. Í textanum er skýrt frá því hvernig finna skuli flatarmál þríhyrnds landsskika þar sem lengd grunnlínu er 10 lengdareiningar og hæðin er 4 einingar. Hæðin er helminguð og margfölduð með lengd grunnlínu og flatarmálið því 20 flatareiningar.

Þríhyrningar hafa verið notaðir til að stemma af lögun mannvirkja og landsvæða frá ómunatíð. Menn vissu til dæmis að þríhyrningur með hliðum með 3, 4 og 5 einingar myndaði rétt horn á milli 3 eininga hliðar og 4 eininga hliðar hans.

Ef til vill hafa menn einhvern tímann notað svona hnútabönd til þess að marka rétt horn.

Til eru miklu fleiri talnaþrenndir en 3 – 4 – 5 sem gætu verið lengdir á hliðum rétthyrnds þríhyrnings. Dæmi um það eru þrenndirnar 5 – 12 – 13, 8 – 15 – 17, 7 – 24 – 25 og óendanlega margar fleiri. Þær nefnast pýþagórískar þrenndir þar sem regla Pýþagórasar gildir um rétthyrnda þríhyrninga.

Menn hafa fyrir löngu áttað sig á að þríhyrningar eru stjarfir en það á ekki við um neina aðra marghyrninga. Ferhyrninga er til dæmis alltaf hægt að hreyfa til þannig að stærð hornanna breytist. Treysta má því að form þríhyrninga breytist ekki. Þess vegna eru þríhyrningar víða sjáanlegir í mannvirkjum sem mega ekki haggast, til dæmis í burðarvirkjum rafveitna.

Þríhyrningar eru oft notaðir í mannvirki sem mega ekki haggast, eins og í burðarvirkjum rafveitna.

Þríhyrningar urðu að fræðilegum viðfangsefnum í kennslubókinni Frumatriði sem Evklíð ritaði um 300 f.Kr. Evklíð var grískur, búsettur í Alexandríu. Í Frumatriðum eru settar fram reglur um það hvenær tveir þríhyrningar eru eins þannig að annar gæti fallið í hinn. Eins þríhyrningar eru líka sagðir vera samsniða. Tveir þríhyrningar teljast vera samsniða ef:

  1. Allar samsvarandi hliðar eru jafnlangar.
  2. Eitt horn og hliðarnar beggja megin við hornið eru jafnstór.
  3. Tvö horn og hliðin á milli þeirra eru jafnstór.
  4. Horn, ein hlið sem liggur að því horni og hornið á móti eru jafnstór.

Þríhyrningar eru taldir samsniða þótt þeir séu spegilmyndir hvor af öðrum.

Bók Evklíðs, Frumatriði, var undirstöðurit í rúmfræðikennslu langt fram á tuttugustu öld. Árið 1959 var haldið málþing í Royaumont í Frakklandi um nýja hugsun um stærðfræðikennslu. Þar réðist frægur franskur stærðfræðingur, Jean Dieudonné (1906-1992), gegn arfleifð Evklíðs í stærðfræðikennslu og sagði: „Niður með Evklíð! [A bas Euclide!]“ Sumar heimildir herma að hann hafi líka sagt: „Til fjandans með þríhyrninga! [Mort aux triangles!]“ Dieudonné taldi að vinna með þríhyrninga, svo sem að teikna þá samkvæmt tilteknum skilyrðum, væri tímafrekt föndur og betra og skýrara væri að setja kenningar um þá fram með algebru. Hreyfingin um nýja hugsun um stærðfræðikennslu varð til að breyta rúmfræðikennslu. Teikning þríhyrninga er samt enn töluverður þáttur í stærðfræðikennslu enda orðið hægt um vik að teikna þríhyrninga og aðrar flatarmyndir og skoða í teikniforritum, til dæmis forritinu GeoGebra.

Heimildir

Myndir:

...