Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 987 svör fundust
Hversu margar flugvélar fórust hér á landi í seinni heimstyrjöldinni?
Upprunalega spurningin var: Hve margar flugvélar bandamanna fórust hér á landi í seinni heimstyrjöldinni? Vegna hernáms Íslands í maí 1940 urðu Íslendingar töluvert meira varir við stríðsbrölt í seinni heimsstyrjöldinni en þeirri fyrri. Bretar og síðar Bandaríkjamenn settu upp herstöðvar víða um land og me...
Hvers vegna getur einstaklingur ekki ráðstafað öllum eignum sínum að vild í erfðaskrá, heldur þurfa 2/3 eigna að ganga til lögerfingja?
Gert er ráð fyrir því í spurningunni að 2 þriðjuhlutar eigna skuli alltaf ganga til lögerfingja. Það er ónákvæmt. Lögerfingjar eru þeir erfingjar sem erfa arfleifanda (hinn látna) ef engri erfðaskrá er til að dreifa. Ef arfleifandi á maka eða niðja ganga eignir hans til þeirra. Sé engum maka eða niðjum til að drei...
Ef farþegi í bílnum mínum væri að deyja, mundi ég þá brjóta lög ef ég keyrði yfir hámarkshraða til að bjarga lífi hans?
Í íslenskum rétti eru reglur um svokallaðan neyðarrétt sem geta mögulega leitt til þess að hraðakstur, í því skyni að bjarga lífi manneskju, væri talinn lögmætur og ekki varða refsingu. Í neyðarrétti felst í stuttu máli að það er viðurkennt að í ákveðnum tilvikum geti verið nauðsynlegt að fórna minni hagsmunum fyr...
Hvað er átt við með auga fyrir auga og tönn fyrir tönn og hvaðan kemur það?
„Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“ hefur orðið að föstu orðatiltæki í vestrænum heimi, sem vísar til grundvallarlögmáls í lögum og rétti fornra samfélaga, svokallað lex talionis, „lög jafns endurgjalds“ eða „endurgjaldsrefsingu“. Merking latneska orðsins talio felur í sér að einhverjum sé endurgoldið í sömu mynt...
Hver var Erwin Schrödinger og hvert var framlag hans til skammtafræðinnar?
Austurríski eðlisfræðingurinn Erwin Schrödinger (f. 12.8. 1887 í Vín, d. þar 4.1. 1961) var einn af frumkvöðlum skammtafræðinnar og meðal merkustu vísindamanna tuttugustu aldar. Bylgjujafnan, sem hann setti fram árið 1926 og við hann er kennd, er lykillinn að skilningi nútímaeðlisfræði á gerð og hegðun frumeinda o...
Er tölugildið af X margliða?
Svarið er nei; tölugildið af $x$ er ákveðið fall sem fellur ekki undir margliður. Tölugildið (enska absolute value, numerical value) af $x$ er yfirleitt táknað sem $|x|$. Það er fall sem tekur jákvæð gildi og gildið $0$ en getur ekki tekið neikvæð gildi. Sem kunnugt er má líta á tölur sem punkta á talnalínunni ...
Hvar er miðpunktur Íslands?
Líta má á hugtakið miðpunktur á marga vegu. Landfræðilega væri réttast að segja að miðpunktur Íslands sé staðsettur þar sem fjarlægð frá sjó er mest til allra átta. Sá punktur er rétt sunnan Hofsjökuls á um það bil 18,9°V og 64,6°N, eins og sjá má á myndinni og er í 118,3 km fjarlægð frá sjó. Þetta kort sýnir...
Hver er ástæðan fyrir þessum björtu sumarnóttum hér á Íslandi?
Snúningsmöndull jarðar er ekki hornréttur á brautarsléttu hennar heldur hallar hann um 23,5° frá lóðréttu. Þessi möndulhalli jarðar er það sem veldur árstíðaskiptum. Ef möndullinn hallaði ekki væru engar breytingar á hitastigi og birtu milli árstíða og sólin væri alltaf á lofti hálfan sólarhringinn alls staðar í h...
Hvað og hvernig eru orkuþrep vetnisatóma?
Vetnisatómið, sem er minnst frumeinda, með sætistöluna einn, samanstendur af einni jákvætt hlaðinni róteind í kjarna og einni neikvætt hlaðinni rafeind á sveimi umhverfis kjarnann. Milli þessara einda ríkir aðdráttarkraftur vegna andstæðra hleðsla og fráhrindandi miðflóttakraftur. Þegar tekið er tillit til þessa ...
Hvort er vorboðinn ljúfi lóa eða þröstur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvor er eiginlega vorboðinn ljúfi: Lóa eða þröstur? Er nafngiftin ekki komin frá Jónasi Hallgrímssyni? Það leikur enginn vafi á því að 'vorboðinn ljúfi' í kvæðinu Ég bið að heilsa eftir Jónas Hallgrímsson er þröstur. Í kvæðinu ávarpar ljóðmælandinn fuglinn sem vorboðann ljú...
Hvað getið þið sagt mér um Blaise Pascal og framlag hans til stærðfræðinnar?
Blaise Pascal (1623-1662) var franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur, uppfinningamaður, trúspekingur og ritsnillingur. Hann fæddist í Clermont, sem nú heitir Clermont-Ferrand í Auvergne, þar sem faðir hans var forseti skattdómsins og þekktur áhugamaður um stærðfræði og vísindi. Móðir hans dó þegar hann var þrigg...
Hver er eðlismassi lofts?
Hér er einnig svarað spurningunni: Er eðlismassi andrúmsloftsins minni eða meiri en 1 g/cm3? Eðlismassi er skilgreindur sem massi á rúmmálseiningu, eining alþjóða einingakerfisins (SI) er kg m-3, (kíló í rúmmetra) en oft má einnig sjá eininguna g cm-3 (grömm í rúmsentímetra) sem er sama og kg/l (kílógramm í lít...
Hvernig myndaðist Mið-Atlantshafshryggurinn?
Mið-Atlantshafshryggurinn myndaðist við það að risameginlandið Pangæa klofnaði, Norður- og Suður-Ameríka skildust frá Evrasíu og Afríku. Þetta var flókið ferli sem hófst á júra-tímabilinu, fyrir um 170 milljónum ára. Þegar skorpufleka rekur í sundur, myndast hafsbotn á milli — (Ísland er undantekning, „hafsbotn of...
Við erum nokkur sem langar til að vita hvernig eigi að stofna sértrúarsöfnuð?
Sértrúarsöfnuður nefnist á ensku sectarian eða sect sem er dregið af latneska orðinu secta sem merkir til dæmis 'lífsmáti, áætlun, leið'. Í klassískri latínu var secta til dæmis notað um þá sem aðhylltust ákveðnar stjórnmálaskoðanir eða fylgdu flokkslínum. Talið er að orðið sectarian hafi fyrst verið notað um miðj...
Mega lögreglumenn vera ónúmeraðir, grímuklæddir og neita að gefa upp númer hvað þeir séu?
Lögreglumenn eru að jafnaði einkennisklæddir og gilda strangar reglur um hvernig lögreglubúningur skal úr garði gerður. Sérstök reglugerð hefur verið gefin út af hálfu dómsmálaráðuneytisins um lögregluskilríki og notkun þeirra en þar segir að lögreglumenn og handhafar lögregluvalds skuli að jafnaði vera með lögre...