Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er ástæðan fyrir þessum björtu sumarnóttum hér á Íslandi?

Sólrún Halla Einarsdóttir

Snúningsmöndull jarðar er ekki hornréttur á brautarsléttu hennar heldur hallar hann um 23,5° frá lóðréttu. Þessi möndulhalli jarðar er það sem veldur árstíðaskiptum. Ef möndullinn hallaði ekki væru engar breytingar á hitastigi og birtu milli árstíða og sólin væri alltaf á lofti hálfan sólarhringinn alls staðar í heiminum en ef möndullinn hallaði meira væru breytingar milli árstíða öfgafyllri.

Þegar norðurhvel jarðar hallar í átt að sólu er sumar hjá þeim sem þar búa en því er öfugt farið með suðurhvel jarðar þar sem það hallar þá frá sólu. Þegar jörðin snýst um möndul sinn er þá bjart í meira en hálfan sólarhring á norðurhveli en minna en hálfan sólarhring á suðurhveli. Því norðar sem farið er, þeim mun lengur varir dagsbirtan. Í kringum sumarsólstöður, þann 21. júní, er bjart allan sólarhringinn norðan við norðurheimskautsbaug en dimmt allan sólarhringinn sunnan við suðurheimskautsbaug.


Myndin sýnir afstöðu jarðar og sólar á mismunandi tímum ársins. Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu af henni.

Ísland er staðsett fremur norðarlega á hnettinum eða á milli 63°23,6´ N og 66°32,3´ N, rétt fyrir sunnan norðurheimskautsbaug sem er á 66°32,9´. Þess vegna eru íslenskar sumarnætur eins bjartar og raun ber vitni en í kringum sumarsólstöður er nánast bjart allan sólarhringinn. Það útskýrir líka hvers vegna svona dimmt er á veturna á Íslandi en í kringum vetrarsólstöður, þann 21. desember, er sólin aðeins á lofti örfáar klukkustundir á sólarhring.

Heimildir og frekari fróðleikur:

Mynd:

Höfundur

Sólrún Halla Einarsdóttir

háskólanemi og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.8.2011

Spyrjandi

Elsa Gehringer

Tilvísun

Sólrún Halla Einarsdóttir. „Hver er ástæðan fyrir þessum björtu sumarnóttum hér á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 18. ágúst 2011, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60300.

Sólrún Halla Einarsdóttir. (2011, 18. ágúst). Hver er ástæðan fyrir þessum björtu sumarnóttum hér á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60300

Sólrún Halla Einarsdóttir. „Hver er ástæðan fyrir þessum björtu sumarnóttum hér á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 18. ágú. 2011. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60300>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er ástæðan fyrir þessum björtu sumarnóttum hér á Íslandi?
Snúningsmöndull jarðar er ekki hornréttur á brautarsléttu hennar heldur hallar hann um 23,5° frá lóðréttu. Þessi möndulhalli jarðar er það sem veldur árstíðaskiptum. Ef möndullinn hallaði ekki væru engar breytingar á hitastigi og birtu milli árstíða og sólin væri alltaf á lofti hálfan sólarhringinn alls staðar í heiminum en ef möndullinn hallaði meira væru breytingar milli árstíða öfgafyllri.

Þegar norðurhvel jarðar hallar í átt að sólu er sumar hjá þeim sem þar búa en því er öfugt farið með suðurhvel jarðar þar sem það hallar þá frá sólu. Þegar jörðin snýst um möndul sinn er þá bjart í meira en hálfan sólarhring á norðurhveli en minna en hálfan sólarhring á suðurhveli. Því norðar sem farið er, þeim mun lengur varir dagsbirtan. Í kringum sumarsólstöður, þann 21. júní, er bjart allan sólarhringinn norðan við norðurheimskautsbaug en dimmt allan sólarhringinn sunnan við suðurheimskautsbaug.


Myndin sýnir afstöðu jarðar og sólar á mismunandi tímum ársins. Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu af henni.

Ísland er staðsett fremur norðarlega á hnettinum eða á milli 63°23,6´ N og 66°32,3´ N, rétt fyrir sunnan norðurheimskautsbaug sem er á 66°32,9´. Þess vegna eru íslenskar sumarnætur eins bjartar og raun ber vitni en í kringum sumarsólstöður er nánast bjart allan sólarhringinn. Það útskýrir líka hvers vegna svona dimmt er á veturna á Íslandi en í kringum vetrarsólstöður, þann 21. desember, er sólin aðeins á lofti örfáar klukkustundir á sólarhring.

Heimildir og frekari fróðleikur:

Mynd:...