Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1752 svör fundust

category-iconFornfræði

Ég var að ráða krossgátu og lenti í vandræðum með nafn á eiginkonu Bakkusar. Hver var það?

Eiginkona Díonýsosar eða Bakkusar var Aríaðna, dóttir Mínosar konungs á Krít og sú hin sama og hjálpað hafði Þeseifi að ráða niðurlögum Mínótárosar. Þegar Þeseifur hafði drepið Mínótáros flýði Aríaðna með honum frá Krít til að forðast reiði föður síns. En Þeseifur skildi hana eftir á eynni Naxos. Þá kom Díonýsos h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða 'bí' er átt við hjá manni sem er bísperrtur?

Lýsingarorðið bísperrtur 'sperrtur, keikur, státinn, hress' er fengið að láni úr dönsku á 19. öld, bespærret 'spenntur aftur'. Í dönsku er orðið myndað með forskeytinu be-, sem fengið er að láni úr lágþýsku eða háþýsku, og sögninni spærre 'spenna, loka', eiginlega 'spenntur aftur'. Í eldri íslensku barst forsk...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru herkjur og er þetta fleirtöluorð?

Kvenkynsorðið herkja merkir í eintölu ‘harka’. Það er oftast notað í fleirtölu herkjur og merkir orðið þá ‘hörkubrögð, erfiðismunir’. Hann hafði háan hita og komst með herkjum fram úr rúminu. Hann gat með herkjum lyft höfði frá kodda. Í báðum dæmunum er átt við að sá sem talað er um hafi getað gert eitthvað með er...

category-iconFöstudagssvar

Fá fuglar nýtt par af vængjum þegar þeir deyja og verða fuglaenglar?

Svarið við þessu er auðvitað já eða: já, auðvitað! Það að einhver verður engill jafngildir því að hann/hún/það fái vængi. Formúlan fyrir þessu er sem hér segir:x verður engill <=> x -> x + vængirMeð því að setja x = fugl í þessari almennu formúlu fáum viðfugl verður engill <=> fugl -> fugl + vængiro...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig komst Dalvík inn í Android-stýrikerfið?

Íslensk örnefni hafa stundum lagt land undir fót. Í Vesturheimi er að finna mörg örnefni sem Vestur-Íslendingar tóku með sér yfir hafið í lok 19. aldar. Þar er nú að finna nöfn eins og Gimli, Reykjavík, Árbakki og Bifröst. Á Íslandi er svo á hinn bóginn að finna mörg örnefni sem eiga uppruna sinn í Noregi og víðar...

category-iconLögfræði

Hvaða lög og reglur gilda um vændi í ríkjum Evrópusambandsins?

Í ríkjum Evrópusambandsins gilda ólíkar reglur um vændi enda hefur Evrópusambandið ekki markað sér samræmda stefnu í vændismálum nema hvað varðar þvingað vændi, svo sem mansal. Slíkt er ólöglegt í öllum ríkjum ESB. Aðildarríkjunum er í sjálfsvald sett hvernig þau haga löggjöf sinni um vændi. Sum hafa það að markmi...

category-iconLögfræði

Stenst það 65. gr. stjórnarskrárinnar að sum fyrirtæki fái skattaafslátt umfram önnur?

65. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands er svohljóðandi: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Þe...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna drepa ljón blettatígra?

Tengsl tegunda í vistkerfi geta verið afar flókin. Það er ekki endilega víst að ljón (Panthera leo) drepi blettatígra (Acinonyx jubatus) sér til matar, heldur kann að vera að þau séu í og með að draga úr samkeppni um fæðu. Það er vel þekkt að ljón drepi blettatígra, bæði fullorðin dýr og hvolpa. Á svæðum í Afrí...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða dýr éta geitungar og hvaða óvini eiga þeir?

Þær þrjár tegundir geitunga sem lifa hér á landi ná sér í hunangslögg úr blómplöntum og veiða skordýr og aðra hryggleysingja auk þess sem þær leita sér fæðu víða annars staðar. Holugeitungur (Vespula vulgaris) leitar auk þess í ýmsar fæðuleifar sem hann kemst í. Sorp getur þannig laðað að sér holugeitunga. Vespul...

category-iconHugvísindi

Hafa rómverskir munir fundist hér á landi?

Sex rómverskir peningar hafa fundist hér á landi. Fjórir þeirra eru bronspeningar, svokallaðir Antoninianusar slegnir í kringum 300 e.Kr. Tveir þeirra fundust á Bragðavöllum í Hamarsfirði 1905 og 1933, í uppblásnum rústum ásamt gripum með ótvíræðum víkingaaldareinkennum. Sá þriðji fannst á víðavangi fyrir mynni H...

category-iconVísindavefur

Á hvað trúa Mongólar?

Um 39% Mongóla sem náð hafa 15 ára aldri eru trúlausir samkvæmt manntali frá árinu 2010. Búddismi er hins vegar þau trúarbrögð sem flestir aðhyllast, eða 53% landsmanna. Af öðrum trúarbrögðum kemur íslam næst en um 3% þeirra sem náð hafa 15 ára aldri teljast til múslima, 2,9% hallast að sjamanisma, 2,1% eru krist...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru sýklar í rigningu?

Örverur er notað sem safnheiti yfir smásæjar lífverur sem ekki er hægt að greina með berum augum, meðal annars bakteríur. Sýkill er örvera sem veldur sjúkdómi en aðeins örlítið brot allra baktería eru sýklar. Bakteríur finnast alls staðar á jörðinni, þar með talið á jöklum og í funheitum hverum. Þær finnast ein...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Sif Ríkharðsdóttir stundað?

Sif Ríkharðsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa beinst að menningarstraumum á miðöldum sem og tilfinningum og miðlun þeirra í bókmenntum. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra um rannsóknir sínar víðs vegar og birt greinar, bókakafla og bækur bæði hérlendis og erl...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Gunnþórunn Guðmundsdóttir stundað?

Gunnþórunn Guðmundsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknarsvið hennar er einkum samtímabókmenntir frá ýmsum löndum og hefur hún rannsakað og kennt námskeið um sjálfsævisöguleg skrif af ýmsum toga; allt frá bernskuminningum rithöfunda til sjálfstjáningar á samfélagsmiðlum. Minn...

category-iconMenntunarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Þórdís Þórðardóttir rannsakað?

Þórdís Þórðardóttir er dósent í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar eru innan mennta,- menningar og kynjafræða. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samstarfsverkefnum á því sviði. Meðal annars stjórnar hún íslenskum hluta alþjóðlegrar rannsóknar; Career trajectories of men in and out of ECE...

Fleiri niðurstöður