Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4624 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvers vegna getur maður fengið kvíðakast skyndilega og án þess að vita neina sérstaka ástæðu fyrir kvíðanum?

Ofsakvíði, eða felmtursröskun, er óþægilegur og hamlandi kvilli sem einkennist meðal annars af hræðslu, hröðum hjartslætti, skelfingu, feigðartilfinningu og svima. Horfurnar eru þó góðar, en meðferðir hafa reynst afar áhrifaríkar og er því afar mikilvægt að fólk sem þjáist af ofsakvíða leiti sér upplýsinga um vand...

category-iconHeimspeki

Hvaða heimspeki er í The Truman Show?

Kvikmyndir geta veitt nýja innsýn í heimspekileg viðfangsefni. Á síðustu árum hafa til dæmis myndirnar The Truman Show og The Matrix vakið mikla athygli fyrir heimspekileg efnistök. Efniviður beggja myndanna er að stofni til þekkt heimspekilegt viðfangsefni: hvað ef veruleikinn er í grundvallaratriðum frábrugði...

category-iconHeimspeki

Hvernig er hugtakið „háskóli“ skilgreint? Gerir vísindasamfélagið siðfræðilegar lágmarkskröfur til starfsemi háskóla?

Skilgreining á háskóla er síður en svo hoggin í stein. Orðið „háskóli“ á íslensku er gjarnan notað sem þýðing á hinu alþjóðlega heiti „universitas“ sem mörg önnur tungumál nota í einni eða annarri mynd. Þetta hugtak vísar einfaldlega í samfélag nemenda og kennara og er dregið af latínu: universitas magistrorum et ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvaða þekkta reikistjarna líkist jörðinni mest?

Það er ekki langt síðan fyrsta reikistjarnan fyrir utan okkar sólkerfi fannst. Síðan þá hafa fjölmargar aðrar fundist. Þessar reikistjörnur eru flestar gjörólíkar jörðinni og ekki er mögulegt að þar þrífist líf eins og við þekkjum það. Nýlega kom hins vegar fram áhugaverð kenning frá rannsóknarhópi sem skoðaði gög...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar fiskar eru bláfiskar?

Bláfiskar (Coelacanth) eru hópur holdugga, skyldir lungnafiskum og öðrum fiskum sem taldir eru hafa dáið út á devon-tímabili (416-359,2 milljón ár) jarðsögunnar. Áður en lifandi eintak fannst í Indlandshafi nærri ströndum Suður-Afríku árið 1938 töldu náttúrufræðingar að bláfiskurinn hefði dáið út seint á krítartím...

category-iconVísindavefur

Hverjir byggðu píramídana og hversu gamlir eru þeir?

Píramídi í Giza í Norður-Egyptalandi. Píramídar hafa fundist í Mið- og Suður-Ameríku, Súdan, Eþíópíu, Grikklandi, Kýpur, Ítalíu, Indlandi, Tælandi og á nokkrum eyjum í Kyrrahafi. Frægustu píramídarnir eru þó í Giza í Norður-Egyptalandi (sjá mynd). Þeir eru meðal sjö undra veraldar og voru reistir á árunum 2575-2...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var byrjað að kalla sólina því nafni og hver gerði það?

Upphafleg spurning var svona:Hver og hvaða ár var byrjað að kalla sólina sól?Allt frá því að mennirnir fóru að tala hafa þeir gefið hlutunum í umhverfinu nöfn. Þar á meðal er sólin sem allir menn geta séð á himninum að minnsta kosti suma daga ársins. Auk þess hefur hún veruleg áhrif á líf okkar þar sem hún veldur ...

category-iconMannfræði

Hvaða rannsóknir hefur Unnur Dís Skaptadóttir stundað?

Unnur Dís Skaptadóttir er prófessor í mannfræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa síðustu áratugi einkum beinst að fólksflutningum og að reynslu ólíkra hópa innflytjenda á Íslandi, einkum frá Póllandi og Filippseyjum. Rannsóknirnar hafa fjallað um vinnutengda fl...

category-iconHugvísindi

Hvað lærði fólk árið 1000? Var um einhverja „menntun“ að ræða?

Frá fornu fari var við það miðað að íbúar trúboðssvæða fengju ekki skírn fyrr en eftir nokkra fræðslu sem var veitt á svokölluðu trúnemanámskeiði (katekumenati). Gat það tekið frá einu upp í þrjú ár. Þar lærði fólk frumatriði kristinnar trúar en jafnframt átti að laga líf þess að kristnu siðferði og gildismati. Lá...

category-iconVísindi almennt

Væri hægt að nota stærðfræði sem tungumál í samskiptum við geimverur?

Það mundi kosta talsverðan tíma og þolinmæði að koma á góðum samskiptum við geimverur. Búast má við að reynsluheimur þeirra sé allur annar en okkar, til dæmis hafi líf á reikistjörnum utan sólkerfisins þróast allt öðru vísi en hér á jörðinni. En í eðli sínu væru samskiptin engu að síður hliðstæð því þegar við læru...

category-iconHugvísindi

Var böðull Jóns Arasonar íslenskur glæpamaður eða danskur embættismaður?

Böðullinn sem hjó Jón Arason biskup á Hólum og syni hans tvo, Ara lögmann og séra Björn á Melstað, 7. nóvember árið 1550, var íslenskur og hét Jón Ólafsson. Norðlenskir hefndu þeirra feðga árið 1551. Í Setbergsannál segir:Þegar þeir norðlenzku riðu frá Kirkjubóli eftir hefnd fyrir þá feðga, fundu þeir böðulinn,...

category-iconJarðvísindi

Hver var Charles Lyell og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

Charles Lyell (1797-1875) fæddist í Skotlandi, af efnuðu foreldri. Faðir hans var þekktur fyrir kunnáttu í grasafræði og drengurinn varð snemma áhugasamur um náttúruna, ekki síst skordýr. Eigi að síður lærði hann lögfræði í Oxford þar sem áhugi hans á jarðfræði kviknaði. Næstu 10 árin stundaði hann lögmannsstörf e...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar bókmenntaverk er Búnaðarbálkur eftir Eggert Ólafsson?

Hjarðljóð (e. pastoral poetry) hafa frá fornu fari birt eins konar óskamynd af lífinu í formi náttúrulýsinga en boðið um leið upp á gagnrýni á það sem þykir ámælisvert í heiminum. Þar mátti einnig koma að ábendingum um búskaparhætti og hagnýt efni. Rómverska skáldið Virgill (70-19 f.Kr.) orti Georgica eða Búnaðarb...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er heilög þrenning og við hvað er átt?

Samkvæmt kristinni trúarjátningu er Guð samfélag föður og sonar og heilags anda í einum guðdómi og þetta samband eða samfélag í Guði nefnist þrenning eða heilög þrenning. Íslenska orðið þrenning er þýðing á latnesku orði trinitas sem var mótað á 2. öld eftir Krist. Þrenningarkenningin sjálf var síðan mótuð á 4. öl...

category-iconLæknisfræði

Hvað er smjörsýra, undir hvaða öðrum nöfnum gengur hún og hver eru áhrifin af neyslu hennar?

Smjörsýra (gamma hydroxybutyrate eða „GHB“) er sljóvgandi efni sem var í upphafi þróað sem svæfingarlyf. Á 9. áratug síðustu aldar var GHB fáanlegt í heilsubúðum til dæmis í Bandaríkjunum og var það vinsælt meðal vaxtaræktarfólks. Í dag hefur almenn sala þess verið bönnuð vegna aukaverkana, en lyfið hefur meðal a...

Fleiri niðurstöður