Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 689 svör fundust
Af hverju finnast sömu hraunlög á Grænlandi og Bretlandseyjum?
Norður-Atlantshafið er hlutfallslega ungt á jarðsögulegum tíma. Fyrir um 55 milljón árum var Grænland hluti af meginlandi Evrópu og þá samfellt land með Skandinavíu og því landsvæði sem nú eru Bretlandseyjar. Fyrsta myndin sýnir legu landanna á þeim tíma. Áætluð landaskipan fyrir um 55 milljón árum. Fyrr ...
Hver var fyrsti fiskurinn í hafinu?
Upprunalega spurningin var á þessa leið: Veit einhver hvaða fiskur var fyrstur í hafinu? Við í 3. ÁGB í Setlandsskóla erum að læra um hafið og mig langar að vita þetta. Tilkoma fiska markar upphaf hryggdýra á jörðinni. Miðað við fyrirliggjandi þekkingu á þróunarsögu fiska er mjög líklegt að þeir hafi komið fra...
Hvaða rannsóknir hefur Margrét Elísabet Ólafsdóttir stundað?
Margrét Elísabet Ólafsdóttir er lektor í listum við kennaradeild Háskólans á Akureyri ásamt því að starfa sjálfstætt að verkefnum á sviði lista, svo sem ritstjórn, sýningarstjórn og greinarskrifum fyrir sýningar. Rannsóknir Margrétar eru á sviði list- og fagurfræði. Rannsóknir hennar hafa beinst að tengslum l...
Hvað er tóntegundaleysi og hvaða tónskáld hafa helst tileinkað sér það?
Með hugtakinu tóntegund er átt við tónlist þar sem einn tónn er mikilvægari en aðrir tónar tónverksins, hann er því grunntónn tónstigans í verkinu. Í klassískri og rómantískri tónlist byggðist tóntegund á ákveðnum tónstiga í dúr eða moll. Tóntegundaleysi (e. atonality) er einfaldlega andstæða þessa: tónlist sem...
Að hverju þarf að gæta ef menn vilja nema land á tunglinu?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona:Nú er NASA að ræða að nema land á tunglinu. Hver eru helstu vandamálin sem menn þurfa að takast á við til að leysa það viðfangsefni?Árið 1972 lenti geimfarið Appollo 17 á tunglinu með þeim Eugene Cernan og Harrison H. Schmitt innanborðs. Ferðalag þeirra var síðasta mannaða geim...
Hvað getið þið sagt mér um hulduefni?
Hulduefni (e. dark matter) er í stuttu máli efni sem okkur er hulið sjónum; talið er að um 85% alls efnis í alheiminum sé hulduefni. Þetta efni veldur þyngdarhrifum á sama hátt og efni sem við sjáum, það er stjörnur, vetrarbrautir og svo framvegis. Allt efni sem við sjáum er úr svokölluðum þungeindum (e. baryons)....
Hver er Steven Weinberg og hvert er framlag hans til eðlisfræðinnar?
Steven Weinberg fæddist í New York-borg árið 1933. Foreldrar hans voru innflytjendur úr hópi gyðinga en Steven sjálfur er yfirlýstur og virkur guðleysingi. Hann lauk BS-prófi frá Cornell-háskóla árið 1954 og hóf síðan framhaldsnám og rannsóknir við Stofnun Níelsar Bohrs í Kaupmannahöfn. Lauk doktorsprófi frá Princ...
Hvernig liti alheimur án þyngdarafls út?
Alheimur án þyngdarafls væri gerólíkur okkar heimi og ekki einu sinni víst að slíkur sé til. Lítum fyrst á hvað þyngdarafl er og hvernig vísindamenn lýsa því. Einfaldast er að segja það með því sé átt við kraft sem dregur hluti saman. Sérhverjir tveir hlutir - fótbolti, bíll, sólin, maður - dragast hvor að öðru...
Hvað er vísindafræði?
Spyrjandi lét þennan texta fylgja spurningunni: Það er verið að auglýsa styrkveitingar úr nýjum sjóði sem styrkir m.a. rannsóknir í vísindafræði. En hugtakið vísindafræði er ekki í orðabankanum hjá Árnastofnun og finnst ekki í neinu gagnasafni þar (ekki einu sinni nútímamálsorðabók).[1] Íslenska nýyrðið vísind...
Hvernig þróaðist líf á fornlífsöld?
Fornlífsöld (Paleozoic era) hófst fyrir 544 milljón árum og lauk fyrir 245 milljón árum síðan. Fornlífsöld er hin fyrsta af þremur öldum í jarðsögunni sem nefnast ‘Phanerozoic era’ (tímabil sýnilegs lífs). Áður en fornlífsöld gekk í garð, samanstóð lífið á jörðinni af einföldum, smásæjum lífverum sem lifðu í hafin...
Hvers vegna eru til svona mörg ólík hundakyn? Lifðu þau öll villt á sínum tíma?
Svarið við seinni spurningunni er hreint og klárt nei! Ástæðan fyrir því að til eru svona mörg afbrigði hunda liggur í því að maðurinn hefur tekið hundinn upp á sína arma og ræktað fram hina ólíkustu eiginleika í honum. Í dag eru til líklega um 400 hreinræktuð hundakyn. Hvolpar af íslenska fjárhundakyninu Upprun...
Í hverju hafa samskipti Íslands og Japans aðallega falist?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvenær fóru Japan og Ísland í opinbert stjórnmálasamband og í hverju hafa samskipti landanna helst falist? Ísland og Japan stofnuðu til opinbers stjórnmálasambands þann 8. desember árið 1956. Japanir áttu frumkvæði að viðræðunum, en Íslendingar þurftu að hugsa sig vel um áður ...
Hvers vegna er hátíðlegast hjá okkur á aðfangadag þegar við opnum pakkana, en á jóladag víða annars staðar?
Fæðingarhátíð Jesú Krists, jólin, er haldin 25. desember. Undirbúningur hátíðahaldsins er aðventan eða jólafastan og lokadagur hennar, 24. desember, nefnist hjá okkur aðfangadagur jóla. Nafnið er gagnsætt. Þá skal undirbúningi lokið og aðföng öll komin til hátíðahaldsins. Helgin hefst síðan um miðjan aftan eða kl....
Út á hvað gengur 1. maí?
Á vefsetri ASÍ (Alþýðusambands Íslands) er sagt frá því að á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París árið 1889 var samþykkt tillaga frá Frökkum um að 1. maí skyldi verða alþjóðlegur frídagur verkafólks. Frakkar lögðu til að verkafólk notaði daginn til fjöldafunda til að fylgja eftir kröfum um 8 stunda vinnudag og ...
Hvað er allegóría?
Einfaldasta útskýringin á allegóríu er sú að með henni sé eitt sagt en annað meint. Gríska hugtakið allegoria felur í sér orðin allos sem merkir annað og agoreuein sem þýðir að tala opinberlega. Í allegóríu er þess vegna að minnsta kosti tvenns konar merking: hin bókstaflega og hin allegóríska. Upphaf allegórís...