Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4455 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Árún Kristín Sigurðardóttir rannsakað?
Árún Kristín Sigurðardóttir er prófessor í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri og klínískur sérfræðingur við deild mennta, vísinda og gæða á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Árún hefur komið að fjölda rannsókna þar sem viðfangsefnið tengist hjúkrun og kennslu hjúkrunarfræðinema. Meginviðfangsefni rannsókna hennar teng...
Er hægt að þróa hvít blóðkorn til að ráðast á krabbamein?
Stutta svarið er „já“. Slík meðferð er einn helsti vaxtarbroddur í meðferð gegn krabbameini nú um stundir og hefur reyndar allnokkuð ratað í almennar fréttir. En skoðum þetta aðeins nánar. Reyndar er orðið „þróa“ ekki alveg það rétta í þessu samhengi heldur er um að ræða örvun á starfsemi. Þær frumur sem við k...
Hvaða áhrif hefur handþvottur með vatni og sápu á veirur?
Í stuttu máli hefur handþvottur með sápublönduðu vatni þau áhrif að sápusameindir ná að hrifsa til sín veirur og þannig er hægt að skola þær af húðinni. Sápa er eins konar tengiliður milli vatns og vatnsfælinna efna. Vatnsfælin efni eru þau sem blandast vatni illa eða alls ekki, en það á til dæmis við um fitusa...
Er alltaf stór stafur á eftir punkti?
Upprunalega spurningin kom til Vísindavefsins í löngu máli og hljóðar svona: Góðan dag. Hvers vegna er lítill stafur á eftir punkti hér í upptalningu á gömlu, íslensku mánuðunum? Mánuðirnir eru taldir upp, 1., 2., 3. og svo framvegis. Á eftir raðtölu kemur stór stafur í íslensku, ekki lítill. Ég er steinhis...
Hvaða rannsóknir hefur Elmar Geir Unnsteinsson stundað?
Elmar Geir Unnsteinsson er lektor í heimspeki við University College Dublin og fræðimaður við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa verið á sviði heimspeki tungumáls og málvísinda, heimspeki hugar og sögu heimspekinnar á tuttugustu öld. Elmar hefur sérstaklega fengist við spurningar um tengsl máls o...
Hvenær kom orðið túbusjónvarp inn í málið?
Sjónvarpstæki með flatskjá var upp úr aldamótum spennandi tækninýjung sem fljótlega varð að hversdagslegum hlut á heimilum flestra landsmanna. Nú á dögum er gengið að því sem gefnu að sjónvörp séu flöt, en þegar verið er að bera saman gömul tæki og ný þarf hins vegar stundum að grípa til orðsins túbusjónvarp. Ísle...
Hvernig urðu biskupsdæmi til og hver er saga þeirra?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig komu biskupsumdæmin til með að vera? Biskupsdæmi eru eldfornar starfs- og stjórnunareiningar í kirkjunni. Til að byrja með voru þau sjálfstæð og óháð hvert öðru. Raunar mátti líta á hvert og eitt þeirra sem sjálfstæða kirkju. Í upphafi sátu biskupar í helstu bo...
Hvað eru apalhraun og hversu stór verða þau?
Apalhraun (e. a'a lava) eru algengt form basalthrauna, en þau eru einkennistegund ísúrra hrauna með kísilinnihald (SiO2) á bilinu 52-58%.[1] Venjulega eru apalhraun minni um sig en hellu- eða klumpahraun. Flatarmál þeirra er oft á bilinu 10-50 ferkílómetrar, lengd frá 5-30 kílómetrar og dæmigerð þykkt frá 4-20 met...
Hverjir fremja morð á Íslandi?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona: Hverjir fremja morð og er það rétt að gerendur í morðmálum séu nær alltaf tengdir þeim sem þeir myrða? Í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru að meðaltali framin mörg morð á ári á Íslandi? kemur fram að frá aldamótum 2000 fram á árið 2024 voru alls skráð um...
Hvers vegna eru seldar sígarettur ef það er vitað að þær drepa?
Í dag er það talið almenn vitneskja að það sé óhollt að reykja og að það getur orsakað ýmsa sjúkdóma og kvilla, jafnvel dregið fólk til dauða. Mörg mjög skaðleg og hættuleg efni er að finna í sígarettum svo sem nikótín, tjöru og kolsýrling eða kolmónoxíð (CO). Þetta er þó aðeins brot af þeim efnasamböndum sem er a...
A: Setning B er lygi. B: Setning A er sönn. Getur þetta nokkurn tímann gengið upp?
Flestir heimspekingar eru sammála um að þetta geti ekki gengið upp ef það að ganga upp þýðir að báðar setningar hafi ákveðið sanngildi, það er að hvor setning um sig sé annað hvort sönn eða ósönn. En skiptir svona lagað einhverju máli? Er það eitthvert vandamál að setningar eins og(A) Setning B er lygi (B) Set...
Hver eru kennitákn grísku goðanna?
Í grísku goðafræðinni koma um þrjátíu gyðjur og jafnmargir guðir við sögu. Hómer skrifaði Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu átta hundruð árum fyrir Krist og eru þær ein elstu og þekktustu ritin um guðina. Einnig koma guðirnir og gyðjurnar við sögu í grískum harmleikjum eftir leikritahöfunda eins og Sófókles og Evripíd...
Hver er uppruni og bygging pólsku?
Pólska er slavneskt mál, nánar tiltekið vesturslavneskt mál. Slavnesk mál tilheyra indóevrópsku málaættinni og eru því skyld germönskum, rómönskum, keltneskum og mörgum fleiri málum. Þau greinast í austur-, vestur- og suðurslavnesk mál. Austurslavnesk eru: rússneska, úkraínska og hvítrússneska. Vesturslav...
Hvað eru apókrýfar bækur Biblíunnar?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum:Hvað eru apókrýfar bækur Biblíunnar?Hvar er hægt að nálgast þær?Eru apókrýfar bækur Biblíunnar bannaðar af sumum kirkjudeildum en ekki öðrum? Hugtakið apókrýfur er notað í dag í biblíuvísindum og almennum trúarbragðafræðum um rit sem mynda hluta af rituðum trúararfi hinna fjö...
Um hvað fjallar Gaiakenningin?
James Lovelock. Gaiakenningin fjallar um Jörðina sem órofa, lifandi heild. Nánar tiltekið segir kenningin að lífið á Jörðinni sé ekki til komið af tilviljun einni (háðri heppilegri staðsetningu hnattarins í sólkerfinu) heldur stuðli lífmassinn allur að því, með virkum hætti, að hin heppilegu skilyrði til lífs á...