Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8201 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er eitthvað hitastig í algjöru tómarúmi?

Hiti í efni tengist hreyfingu smæstu efniseinda. Hiti í gasi er þannig í beinu hlutfalli við meðaltalið af hreyfiorku eindanna í gasinu. Ef algjört tómarúm væri til væru augljóslega engar efniseindir þar og ekkert hitastig skilgreint. Algjört tómarúm er hins vegar hvergi til, tómarúm geimsins kemst næst því. Efnis...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Bessi sem Bessastaðir á Álftanesi heita eftir?

Ekki er vitað með vissu hver sá Bessi (Bersi) var sem Bessastaðir á Álftanesi eru kenndir við. Dönsk fræðikona, Jenny Jochens, telur að Snorri Sturluson hafi nefnt staðinn eftir Bersa Vermundarsyni hinum auðga á Borg, tengdaföður sínum (d. 1202) (Jenny Jochens, 85-86). Danska fræðikonan Jenny Jochens telur að S...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Getur það skaðað mann að fara í gegnum röntgenvélar sem eru á flugvöllum?

Undanfarin ár hefur notkun röntgengeislunar við öryggiseftirlit á flugvöllum aukist mjög mikið, sérstaklega í Bandaríkjunum. Árið 2007 var byrjað að nota röntgengeisla til öryggisskimunar á fólki á leið í flug. Myndirnar sem þarna eru teknar eru þó allt annarrar gerðar en röntgenmyndir sem flestir þekkja. Tæknin ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er hlutfall allra líffæra fisksins af heildarþyngd hans?

Í þessu svari er miðað við að átt sé við líffæri í kviðarholi fisks, það er að segja innyflin. Þegar innyfli eru fjarlægð úr kviðarholinu er talað um að slægja. Hlutfall þess sem eftir stendur þegar fiskur er slægður má kalla slægingarhlutfall en einnig er talað um slóghlutfall og slægingarstuðla. Slægingarhlu...

category-iconJarðvísindi

Hvað er hraun og hvað er kvika?

Bergkvika (kvika, bergbráð, bráð - e. magma) er blanda af bráðnu bergi og gufum, sem ættuð er úr iðrum jarðar. Við storknun kvikunnar skiljast gosgufurnar úr henni, en við storknun bráðarinnar verður til storkuberg. (Þorleifur Einarsson: Jarðfræði). Í einfölduðu máli þá notum við orðið kvika (eða samheiti þess)...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig verka sprengipillur eða sprengitöflur?

Svokallaðar sprengipillur eða sprengitöflur innihalda virka efnið nítróglýserín og eru notaðar við brjóstverk frá hjarta, öðru nafni hjartaöng (e. angina). Brjóstverkur er einkenni margra kvilla, svo sem loftvegasýkinga, bakflæðis og stoðkerfisverkja, en hjartaöng stafar af blóðþurrð í hjartavöðva sem oft orsakast...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru surtseysk eldgos?

Sprengigos sem verða þegar kvika í gosrás eða gosopi kemst í snertingu við vatn, kallast tætigos á íslensku. Ein gerð þeirra er kennd við Surtsey og goshættina sem ríktu þegar eyjan reis úr hafi.1 Hátt hlutfall smárra korna eykur varmaflutning til gosmakkarins og hefur þau áhrif, að hann rís hærra í andrúmslof...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getur verið að bæjarnafnið Gottorp í Húnaþingi þýði gott varp?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvaðan kemur bæjarnafnið Gottorp í Húnaþingi? Getur verið að það þýði gott varp? Gottorp er bær í Vesturhópi í Vestur-Húnavatnssýslu. Bæjarnafnið var gefið af Lauritz Christiansson Gottrup (1648-1721) lögmanni á Þingeyrum 1694 eða 1695 þegar hann byggði upp eyðibýlið...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta úlfar orðið stórir?

Almennt gildir um dýrategundir sem hafa jafnheitt blóð og mikla útbreiðslu að einstaklingar sem lifa nálægt pólunum eru stærri en einstaklingar sömu tegundar sem lifa nær miðbaug. Þessi regla nefnist innan vistfræðinnnar regla Bergmanns. Skýringin á henni er sú að þeim mun stærri sem dýrin eru, þeim mun minna yfir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heita rúsínur þessu nafni?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Af hverju heita rúsínur þessu nafni en aðrir þurrkaðir ávextir eru bara kallaðir t.d. þurrkaðir banananar, þurrkuð jarðarber o.s.frv.? Orðið rúsína er tökuorð í íslensku yfir þurrkuð vínber. Elsta myndin er rúsín og kemur fyrir í Guðbrandsbiblíu 1584 (1Sam 25:18). Þá my...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju tölum við um hnífapör en ekki gafflapör?

Engin augljós skýring er á því hvers vegna talað er um hnífapar þegar átt er við hníf og gaffal. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi um orðið úr ritinu Norðanfara þar sem vísað er í texta frá 1785. Þar stendur: „hnífapör mjög fánýt“ en engin skýring er á orðinu. Í ritinu Íslenzkir þjóðhættir eftir Jóna...

category-iconLandafræði

Af hverju er appelsínugulur þjóðarlitur Hollendinga?

Ef spurt er um þjóð og vísbendingin sú að litir í þjóðfánanum séu rauður, hvítur og blár kemur ýmislegt til greina, en ekki víst að Holland lendi efst á blaði. Ef vísbendingin er hins vegar sú að þjóðin noti appelsínugulan lit við hin ýmsu tækifæri þá er trúlegt að margir giski á Holland. Á fánadögum sem tengja...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða kemur orðið óskundi inn í málið og er þá orðið skundi til?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Óskundi er sérkennilegt en áhugavert orð og kann að hafa fleiri merkingar en grikkur og skaði. Gaman væri að vita hvaðan orðið kemur inn í málið og hvaða fleiri merkingar það getur haft. Eins væri skemmtilegt að fá upplýsingar um hvort til sé orðið skundi, í ljósi þess hve alge...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig geta miklar snjóhengjur skagað heillangt niður af húsþökum án þess að slitna í sundur?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nú er mikill snjór á húsþökum. Hvernig stendur á því að miklar snjóhengjur geta skagað heillangt niður af húsþökum án þess að slitna í sundur? Snjóþekjan hangir saman svo lengi sem innri styrkur hennar nær að halda í við togkraft lóðrétta bútsins sem skagar fram af ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Nær Grænland virkilega lengra til austurs en Ísland?

Þegar við skoðum landakort sem sýna stór svæði, jafnvel heiminn allan, þá virðist Ísland oft ná lengra í austur en Grænland. Það kann því að koma einhverjum á óvart að samkvæmt hnitum fyrir nyrstu, syðstu, austustu og vestustu hluta landanna tveggja nær Grænland lengra í allar áttir. GrænlandÍsland NyrstiKap ...

Fleiri niðurstöður