Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4790 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ljóseind er sín eigin andeind, nánari skýring?

Rafeindir, róteindir, nifteindir og fleiri kunnar öreindir hafa tiltekna eiginleika sem gera það að verkum að hægt er að segja fyrir um það með hjálp afstæðiskenningarinnar að þær hljóti að eiga sér andeindir. Sú forsögn hefur síðan verið staðfest í tilraunum og athugunum. Ljóseindin og nokkrar fleiri öreindir sem...

category-iconLögfræði

Eru til einhver lög um sjálfsvörn? Sá sem beitir sjálfsvörn fer yfirleitt verr útúr kærunni heldur en árásarmaðurinn, hvernig verkar þetta?

Til eru lög um neyðarvörn sem oft er kölluð sjálfsvörn í daglegu tali. Í 1. málsgrein 12. greinar almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir svo: Það verk er refsilaust, sem menn vinna af neyðarvörn, að því leyti sem það hefur verið nauðsynlegt til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás, sem byrjuð er eða vofir ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver orti sléttubandið „Grundar dóma ...”?

Upphafleg spurning er á þessa leið:Í bókinni Látra-Björg eftir Helga Jónsson (Helgafell 1949) er vísa sem sögð er eftir Björgu: „Grundar dóma...” Í kennslubókinni Íslenska eftir Jón Norland og Gunnlaug V. Snævarr (1997) er vísan sögð eftir Jón Þorgeirsson. Hvort er rétt og hver var Jón Þorgeirsson?Í bók okkar Jóns...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna líta rastafarar upp til Haile Selassie sem eins konar hálf-guðs?

Rastafarar líta ekki á Haile Selassie sem hálf-guð heldur sem guð að fullu, líkt og kristnir líta á Jesú sem guð en ekki hálf-guð. Haile Selassie I (1892-1975) var keisari Eþíópíu. Hann var sonur Ras Makonnen sem var ráðgjafi Meneliks keisara II og hlaut upphaflega nafnið Tafari Makonnen. Tafari giftist barnab...

category-iconLandafræði

Hver er stærsta eyjan við Ísland?

Hagstofa Íslands gefur á hverju ári út hagtöluárbókina Landshagi. Bókinni er ætlað að gefa yfirlit yfir tölulegar upplýsingar um flesta þætti efnahags- og félagsmála. Þar er einnig að finna ýmsar landfræðilegar upplýsingar, til dæmis lista yfir stærstu eyjarnar við Ísland. Þær eru:Heimaey 13,4 km2 Hrísey á Eyjafir...

category-iconHugvísindi

Er vitað hvaða málaætt etrúska tilheyrði og eru einhver nútímamál skyld henni?

Etrúska er tungumál sem var í eina tíð talað á Ítalíu, en er nú útdautt. Þekking okkar á þessu máli er allgloppótt. Að vísu höfum við um 9000 texta frá tímabilinu 700 fyrir Krist til 10 eftir Krist og auk þess um 40 glósur í latneskum og grískum heimildum. En flestir þessara texta eru mjög stuttir. Að undanskildum...

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru fordómar til staðar á Íslandi?

Orðið fordómur lýsir afstöðu til manna og málefna. Þrátt fyrir mikla notkun er merking hugtaksins þó ekki alltaf ljós. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs (1985) og Íslenskri samheitaorðabók (1985) merkir orðið fordómur það sama og hleypidómur, sleggjudómur eða ógrundaður dómur. Í sömu bókum kemur einnig fram að orðið...

category-iconÞjóðfræði

Hver var Stapadraugurinn sem kenndur er við Vogastapa?

Af Stapadraugnum fara ekki miklar sögur. Sagnir herma að draugurinn hafi haldið sig í Vogastapa sem er milli Innri-Njarðvíkur og Voga á norðanverðum Reykjanesskaga. Hins vegar er ekki greint frá því hvernig hann hafi verið til kominn. Hann var sagður hafa hrellt ferðamenn og farið um þá óblíðum höndum. Í Íslenzkum...

category-iconHugvísindi

Komu „læknisrannsóknir“ dr. Mengeles heiminum að einhverju gagni?

Dr.Josef Mengele, sem gekk undir nafninu Engill dauðans, var læknir í illræmdum útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz í Póllandi í seinni heimsstyrjöld. Nafn hans tengist fyrst og fremst óhugnanlegum illvirkjum sem hann framdi í nafni læknisfræðinnar. Ekki er hægt að kalla þær pyntingar sem hann lét fangana í Auschw...

category-iconHeimspeki

Af hverju er smekkur manna mismunandi?

Segja má að í Evrópu sé ekki farið að nota hugtakið “smekkur” í fagurfræðilegri merkingu fyrr en á 18. öld (á Íslandi vart fyrr en um miðja 19. öld). Hugmyndir um smekk uxu upp úr kenningum um innra fegurðarskyn. Þekktustu rit um þessi efni eru ritgerð Humes um smekkvísi, On the Standard of Taste (1757), og rit Ka...

category-iconHeimspeki

Hvað er heimspekihugtakið sannreynsla, eða það sem er kallað verification á ensku?

Á árunum milli stríða varð til öflug stefna í heimspeki sem kölluð hefur verið rökfræðileg raunhyggja. Stefna þessi átti rætur að rekja til nokkurra heimspekinga og vísindamanna sem bjuggu í Vínarborg og höfðu með sér félagsskap sem þeir kölluðu Vínarhringinn. Forystumaður Vínarhringsins var eðlisfræðingurinn Mori...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaðan er íshokkí upprunnið?

Löngum var talið að íshokkí (eða ísknattleikur) hefði þróast úr ensku hokkí og svonefndum lacrosse-knattleik indíana, og að breskir hermenn hefðu breitt það út um Kanada um miðja 19. öld. En nýlegar rannsóknir benda til þess að upprunann megi rekja til eldri knattleiks sem Micmac-indíanar stunduðu snemma á 19. öld...

category-iconFélagsvísindi

Hvenær var hinn svokallaði „nefskattur“ Margrétar Thatcher afnuminn?

Þangað til árið 1989 stóðu tveir tekjustofnar einkum undir rekstri breskra sveitarfélaga, annars vegar fasteignagjöld og hins vegar hlutdeild sveitarfélaganna í sköttum sem innheimtir voru af landstjórninni og úthlutað til sveitarfélaga eftir tilteknum reglum. Fasteignagjöldin áttu sér langa sögu, að minnsta kosti...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er Kabbala?

Kabbala er dulhyggjustefna í Gyðingdómi. Örðugt er að fullyrða hvenær hún kom fram því að hún var lengi vel aðeins ætluð fáum innvígðum og varðveittist fyrst og fremst í munnlegri hefð. Í bókinni The Secret Doctrine of the Kabbalah: Recovering the Key to Hebraic Sacred Science eftir Leonoru Leet, er því haldið fra...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér nöfnin á öllum tegundum mörgæsa á íslensku?

Ágreiningur er meðal líffræðinga hvort heildartegundafjöldi mörgæsa í heiminum sé 17 til 19. Flestir líffræðingar hallast að því að tegundirnar séu bara 17 og verður miðað við það í þessu svari. Tegundir eru: Aðalsmörgæs (Pygoscelis adeliae) Þessi tegund lifir á Suðurheimskautslandinu og nokkrum aðliggjandi eyj...

Fleiri niðurstöður