Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 550 svör fundust
Af hverju er hægt að þjappa lofti saman en ekki vatni?
Hér er einnig svarað spurningunni:Er hægt að þjappa vökva, líkt og lofti? Loftið í kringum okkur inniheldur um 78% köfnunarefni og 21% súrefni, auk annarra lofttegunda sem eru um 1%. Það sem einkennir loft (ekki bara andrúmsloftið heldur líka hreinar lofttegundir) er að það er afar gljúpt, það er að segja rúmmá...
Í hverju er gagnsemi háskólamenntunar fyrir samfélagið fólgin?
Þegar rætt er um gagnsemi háskólamenntunar er langoftast bent á að hún sé áhrifaríkasti þátturinn í að auka hagvöxt, nýsköpun og samkeppnishæfni þjóða. Þetta fellur vel að ríkjandi gildismati og samfélagssýn og þjónar því vel sem rök fyrir að veita skuli auknu fjármagni til háskóla. Þetta er mikilvæg röksemd, en h...
Hvar er landið Katar?
Katar (e. Qatar) er ríki á Katarskaga við suðvestanverðan Persaflóa en skagi þessi gengur norður úr austurströnd Arabíuskaga. Katarskagi er um 160 km að lengd frá norðri til suðurs og um 80 km að breidd frá austri til vesturs. Flatarmál Katar eru tæplega 11.500 ferkílómetrar eða um 1/9 af flatarmáli Íslands. Kat...
Á hvaða hugmyndafræði byggir Bræðralag múslíma?
Bræðralag múslíma (ar. al-Ikhwan al-Muslimun) er íslömsk hreyfing sem stofnuð var í Egyptalandi árið 1928. Fjallað er nánar um tilurð hennar í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er Bræðralag múslíma og hvenær var það stofnað? Hugmyndafræði Bræðralags múslíma byggist á íslömskum gildum. Kjarninn í íslam e...
Hvernig fór fyrsta tungllendingin fram og hvað gerðu geimfararnir á tunglinu?
Apollo 11 var fyrsti mannaði leiðangurinn sem lenti á yfirborði tunglsins. Þetta var fimmta mannaða geimferð Apollo-geimáætlunarinnar og þriðja mannaða tunglferðin. Áður höfðu bæði Apollo 8 og Apollo 10 komist á sporbraut umhverfis þennan næsta nágranna jarðar í geimnum. Apollo 11, eins og önnur Apollo-geimför,...
Hvaða upplýsingar er hægt að lesa úr litrófi stjarna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða upplýsingar er hægt að lesa úr litrófi stjarna? Svo sem hvernig vitum við hitastig, stærð, hreyfingu og efnasamsetningu stjarnanna? Litrófsgreiningar á geislun sem berst frá stjörnum er helsta aðferðin til að afla upplýsinga um eiginleika stjarna á borð við þá se...
Hvers vegna eru einungis 11 lærisveinar á málverki Da Vincis 'Síðasta kvöldmáltíðin'?
Spurningin er eðlileg við fyrstu sýn því að á myndinni eru að vísu samtals 13 manns en svo kann að virðast sem einn þeirra sé ung kona. Hún væri þá María Magdalena og lærisveinarnir væru ekki nema 11 eins og spyrjandi segir. En hér er fróðlegt að lesa það sem listfræðingurinn E.H. Gombrich hefur að segja um þe...
Hvað er einræktun?
Með einræktun (klónun) er átt við fjölgun frumna eða lífvera sem eru erfðafræðilega eins. Þegar teknir eru græðlingar af plöntu og þeir látnir vaxa og verða að nýjum plöntum er um einræktun að ræða. Eineggja tvíburar hafa líka eins erfðaefni, ef undan eru skildar stökkbreytingar sem hugsanlega hafa orðið í líkamsf...
Hver er tilgangur og uppruni lófataks?
Lófatak er nú orðið notað til að tjá fögnuð eða hrifningu. Uppruni þess er óþekktur en frá grárri forneskju hefur það tengst fagnaðarlátum og helgisiðum, eða verið notað til að slá taktinn við dans og tónlist. Það er vitað að hinir fornu Egyptar klöppuðu saman höndunum og í Biblíunni er að finna dæmi um hið sama. ...
Getið þið flokkað haförn frá ríki niður í tegund?
Haförninn (Haliaeetus albicilla) er ein af þremur tegundum ránfugla í íslenskri fuglafánu. Hann er í senn langstærstur og sjaldgæfastur hérlendra ránfugla. Haförninn er flokkaður á eftirfarandi hátt: Ríki (Regnum) Dýraríki (Animalia) Fylking (Phylum) Seildýr (Chordata) Undirfylking (Subphylu...
Hvað er háfjallaveiki?
Háfjallaveiki er kvilli sem hrjáir fólk sem ferðast of hratt upp í mikla hæð (oftast yfir 2.400 metra), einkum þá sem búa að öllu jöfnu við sjávarmál. Í þessum hópi eru meðal annars fjallgöngumenn, aðrir göngugarpar og skíðamenn. Orsakir og einkenni Orsakir háfjallaveiki eru minni loftþrýstingur og lítill...
Hvað getið þið sagt mér um vefi dýra?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er þekjuvefur? Dýravefir eru yfirleitt flokkaðir í stoðvefi, þekjuvefi, blóð, taugavefi og vöðvavefi. Í þessu svari er athyglinni fyrst og fremst beint að stoðvefjum og þekjuvefjum en þegar hefur verið fjallað um vöðvavefi í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið...
Af hverju er hvítasunnan haldin hátíðleg?
Hvítasunnan er auk páska og jóla ein af sameiginlegum höfuðhátíðum kristinnar kirkju. Hátíðin markaði upphaflega lok páskatímans sem stóð í 50 daga, en varð síðar að sjálfstæðum minningardegi um það sem kallað er úthelling heilags anda. Heilagur andi er ein af þremur persónum hins þríeina Guðs sem kristnir men...
Af hverju mega hvorki loftbólur komast í æðar né vatn í lungun?
Þegar loft kemst í blóðið og fer á flakk með blóðrásinni kallast það blóðrek lofts (e. air embolism). Komist loft í blóðrásina, til dæmis við skurðaðgerðir eða slys, getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar. Dæmi um slys af þessu tagi er ef lungnavefurinn rofnar, til dæmis vegna áverka eftir hnífsstungu eða ...
Hvers vegna er núna verið að mæla með ísbaði eftir mikla áreynslu hjá íþróttamönnum? Hverju skilar það?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvers vegna er núna verið að mæla með ísbaði eftir mikla áreynslu hjá íþróttamönnum? Hverju skilar ísbaðið? Er ekki lengur gott að fara í heitt bað eftir að hafa erfiðað?Kuldi hefur margvísleg áhrif á líkamsstarfsemina. Það er vel þekkt að kæling dregur úr bólgumyndun og blæ...