Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 454 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða þættir stuðla að næturfrosti?

Það eru nokkur atriði sem stuðla að lágum hita að nóttu. Næturhiti verður lægstur þegar heiðskírt er, þá er nettóútgeislun varma frá yfirborði jarðar út í geiminn mest. Þegar skýjað er endurvarpa skýin varmageislum aftur til yfirborðs og draga úr kólnun.Næturkólnun er að jafnaði meiri í þurru lofti en röku. Sé ...

category-iconJarðvísindi

Hvenær verður sandur að möl og möl að grjóti og grjót að steini?

Sandur, möl og steinar eru bergmylsna sem myndast hefur við rof og veðrun á föstu bergi. Roföflin sem oftast eru að verki eru jöklar, straumvötn, vindur og frost/þýða. Bergmylsna er flokkuð eftir kornastærð, það er þvermáli kornanna sem koma við sögu. Venjan er að miða við stærstu kornin en yfirleitt finnast fínni...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðið sál?

Íslenska orðið sál hefur flókna, margbrotna og svolítið óáþreifanlega merkingu svipað og samsvarandi orð í öðrum tungumálum kringum okkur. Flestar merkingar þess eru þó tengdar hugarstarfsemi manna eða því sem tilheyrir lífverunni eða manninum en hverfur eða skilur sig frá líkamanum þegar maðurinn deyr. Ein...

category-iconHugvísindi

Hvenær var síðasta aftakan á Íslandi?

Síðasta aftakan fór fram í Vatnsdalshólum í Húnavatnssýslu 12. janúar 1830. Þá voru tekin af lífi Agnes Magnúsdóttir vinnukonu á Illugastöðum og Friðrik Sigurðsson bóndasonur frá Katadal. Þau höfðu verið dæmd til dauða fyrir morð á tveimur mönnum aðfararnótt 14. mars 1828, Nathans Ketilssonar bónda á Illugastöðum ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt okkur um andarnefjur?

Andarnefjur (Hyperoodon ampullatus) tilheyra undirættbálki tannhvala (odontoceti) og ætt svínhvala eða nefjuhvala (Ziphiidae). Innan þessarar ættar eru þekktar 21 tegund og er andanefjan sú þriðja stærsta, verður allt að 9 metrar á lengd. Dýrin eru nánast tannlaus nema í skolti karldýranna má finna tveggja til fjö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að sigla yfir Kreppu?

Já það er vel hægt, enda er Kreppa á sem kemur undan Brúarjökli, sameinast Kverká nokkru norðar og rennur síðan í Jökulsá á Fjöllum. Hún er vatnsmikil og erfið yfirferðar vegna sandbleytu. Þorvaldur Thoroddsen segir að hún sé "mikið og ljótt vatnsfall" (Ferðabók I:370). Kreppa (til vinstri) og Jökulsá á Fjöllum ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Geta dýr gert konur óléttar?

Æxlun mismunandi dýrategunda er vel þekkt fyrirbæri. Dæmi um það úr náttúrunni er meðal annars æxlun náskyldra mávategunda og andategunda. Menn hafa einnig lagt sitt af mörkum til að æxla saman skyldum tegundum, kunnasta dæmið er líklega afkvæmi asna (Equus asinus) og hesta (Equus caballus). Afkvæmi asna og hryssu...

category-iconHeimspeki

Hvað eru fagleg vinnubrögð?

Oft fer best á því að svara svona spurningum með því að vísa í hversdagslegan skilning á hugtakinu. En nú ber svo við að hinn hversdagslegi skilningur er farinn að skolast til. Á síðari árum er til dæmis farið að tala um fagmennsku í einhvers konar yfirfærðri merkingu þegar vísað er til þess að fólk vinni einfaldl...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær var steinsteypa fyrst notuð í byggingar á Íslandi?

Við stækkun dómkirkjunnar í Reykjavík á árunum 1847-8 er sement notað í múrhúðun kirkjunnar. Er það í fyrsta sinn sem sement er notað hér á landi svo að vitað sé. Sement er ekki notað aftur fyrr en við byggingu Dóm- og hegningarhússins 1871. Eftir þetta fara að birtast greinar í tímaritum um möguleika steinsteypu ...

category-iconFélagsvísindi

Er einhver hjátrú um fuglinn tjald?

Íslensk þjóðtrú hefur ekki margt af tjaldinum að segja, að því er virðist. Það helsta er af sunnanverðu landinu. Í Árnessýslu þótti til dæmis öruggt rigningamerki ef þeir fuglar settust á tún með kvaki og hávaða. Jón Gíslason segir til að mynda þetta í bók sinni Úr farvegi aldanna, 2. bindi (1974, bls. 174):Tj...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig urðu ættarnöfn til og af hverju?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Nú spurði dóttir mín mig hvernig ættarnöfn urðu til og af hverju? Elsta ættarnafnið, sem vitað er til að hafi verið notað hérlendis, er Vídalín. Það tók Arngrímur Jónsson lærði (1568–1648) upp á 17. öld og notaði það við stöku tækifæri. Barnabörn hans völdu það síðan sem...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Þóroddur Bjarnason rannsakað?

Þóroddur Bjarnason er félagsfræðingur og prófessor við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Hann hefur rannsakað samband einstaklings og samfélags frá margvíslegum sjónarhornum með áherslu á seiglu, sjálfbærni og félagslegan auð. Þóroddur hefur jafnframt lagt áherslu á miðlun rannsókna í opinberri umr...

category-iconBókmenntir og listir

Hvar er best að finna heimildir um leiklist Forn-Grikkja?

Langbest er að kynnast grísku harmleikjunum með lestri á harmleikjunum sjálfum. Það sama gildir vitaskuld um gamanleikina. Alls eru varðveittir 33 harmleikir auk brota úr glötuðum harmleikjum sem hafa meðal annars fundist á misheillegum papírusbrotum. Sjö verk eru varðveitt eftir Æskýlos, önnur sjö eftir Sófókl...

category-iconJarðvísindi

Hvað er vitað um eldgos í Heklu fyrir landnám?

Fyrir rúmlega 7000 árum hófst saga þeirrar Heklu sem við þekkjum nú. Um elsta þekkta gosið er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvenær gaus Hekla fyrst? Gossaga næstu 4000 ár einkenndist af stórum plinískum þeytigosum með löngu millibili. Aðeins er vitað um átta gjóskulög á því tímabili, en líklega eru ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar er Sjólyst og hvað þýðir þetta orð?

Nokkur dæmi eru um sérnafnið Sjólyst á Íslandi og er þetta yfirleitt nafn á húsi.[1] Að minnsta kosti tvö dæmi koma fyrir í örnefnasafni Árnastofnunar og eru þau bæði á Austurlandi: annað þeirra er að finna á Eyrum í Seyðisfirði og hitt á Búlandsnesi í Berufirði. Samkvæmt öðrum gögnum er nafnið einnig að finna á S...

Fleiri niðurstöður