Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2226 svör fundust

category-iconMálvísindi: almennt

Hvaðan kemur orðtakið "að koma út úr skápnum"?

Íslenska orðtakið „að koma út úr skápnum” er einfaldlega þýðing úr ensku, „coming out of the closet,” og er notað yfir það þegar fólk sem af einhverjum ástæðum hefur talið sig þurfa að fela kynhneigð sína gerir hana opinbera. Á íslensku er líklega oftar talað um að koma „úr felum.” Vegna fordóma í þjóðfélag...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir að vera á kojufylliríi?

Orðið koja er notað um tvö rúm þar sem annað er yfir hinu. Stundum eru rúmin þó þrjú, sjaldan fleiri. Upphaflega voru kojur fyrst og fremst notaðar á skipum til þess að nýta plássið sem best. Talað var um að fara í koju í merkingunni ‘fara að sofa’ og orðið kojuvakt er á sjómannamáli notað um svefntíma skipverja á...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er afturkreistingur og hvaðan er orðið komið?

Orðið afturkreistingur er notað um vanþroska mann eða dýr. Einnig er notað afturkreista um hið sama. Fá dæmi eru um afturkreisting í söfnum Orðabókar Háskólans. Í safni úr talmáli eru aðeins fjórar heimildir og eru þau af sunnanverðu landinu. Heimildarmönnum ber saman um að átt sé við framfaralitlar skepnur og ves...

category-iconLæknisfræði

Hvaða líffæri er hægt að gefa sem líffæragjafi?

Þegar rætt er um líffæragjöf er einkum átt við hjarta, lungu, lifur, bris og nýru. Brottnám hornhimnu augans til ígræðslu má einnig telja til líffæragjafar. Þegar gefinn er blóðmergur eða blóð er um að ræða endurnýjanlega hluta af stærri heild og fellur það tæpast undir líffæragjöf. Gera verður greinarmun á líf...

category-iconTrúarbrögð

Hversu fjölmennt er Amish-fólkið?

Amish-fólkið er ein grein af trúarhreyfingu mótmælenda sem kallast mennonítar. Mennonítar aftur á móti spruttu upp úr trúarhreyfingu sem aðhylltist kenningar endurskírenda (anabaptista) og kom fram kringum siðaskiptin í Evrópu. Endurskírenda-hreyfingin aðhylltist meðal annars fullorðinsskírn en ekki barnaskírn og ...

category-iconSálfræði

Hvað er skynheild (Gestalt) og hvernig tengist hún sálarfræði?

Skynheildarsálfræði (gestalt psychology) kom upphaflega fram sem andóf við svokallaðri formgerðarstefnu (structuralism) sem var ráðandi viðhorf í sálfræði allt til þriðja áratugar síðustu aldar. Formgerðarstefnumenn svo sem Wilhelm Wundt, faðir vísindalegrar sálfræði, og Edward B. Titchener töldu að hægt væri að l...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju er maður lesblindur?

Skipta má lesblindu gróflega í tvo flokka: Áunna lesblindu (e. aquired dyslexia) og þroskafræðilega lesblindu (e. developmental dyslexia). Áunnin lesblinda Fólk sem áður var að fullu læst getur orðið fyrir heilaskaða sem leiðir til þess að það á í miklum vandræðum með lestur. Þetta kallast þá áunnin lesblind...

category-iconFélagsvísindi

Hefur eitthvað breyst í heilbrigðismálum Bandaríkjanna síðan Barack Obama varð forseti?

Þann 23. mars 2010 skrifaði Barack Obama, 44. forseti Bandaríkjanna, undir lög um sjúkratryggingar handa hinum almenna Bandaríkjamanni. Þetta er stór breyting á heilbrigðismálum í Bandaríkjunum, því áður voru sjúkratryggingar nær eingöngu aðgengilegar í gegnum atvinnurekendur. Hægt var að kaupa tryggingar á eigin ...

category-iconSálfræði

Hvað er söfnunarárátta og hverjar eru batahorfur þeirra sem þjást af henni?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Eiga hoarderar/hoardering people einhverja batavon? Er ekki um illvígan sjúkdóm að ræða? Söfnunarárátta er geðröskun sem felur í sér áráttukennda hegðun og er nátengd áráttu- og þráhyggjuröskun (ÁÞR). Þau sem eru haldin röskuninni (hér eftir nefnd safnarar) safna hlutum í ...

category-iconFélagsvísindi

Hafa risafyrirtæki eða vestræn samfélög hag af því að önnur ríki eða fólk búi við skort og ánauð?

Almennt gildir hið þveröfuga. Rík lönd hafa mun meiri hag af viðskiptum innbyrðis en af viðskiptum við fátæk lönd. Skiptir þá engu hve stór fyrirtækin sem eiga í viðskiptunum eru. Sem dæmi má nefna að viðskipti Bandaríkjamanna við nágranna sína fyrir norðan, Kanada, skipta Bandaríkjamenn miklu meira máli en við...

category-iconLæknisfræði

Er það satt að ef fólk sem er skylt eignast börn þá geti börnin orðið þroskaheft eða fötluð?

Það er sama saga með arfgenga sjúkdóma eða kvilla og annað sem við fáum í arf frá foreldrum okkar. Meiri líkur er á að ákveðin einkenni, hvort sem um er að ræða rautt hár, stórt nef eða sjúkdóma tengda genagöllum, erfist til afkvæma ef genin finnast í fjölskyldum beggja foreldra en ef þau eru aðeins í fjölskyldu a...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju ruglast fólk stundum á orðunum apótek og bakarí, segir til dæmis apótek í staðinn fyrir bakarí?

Ég hef sjálf lent í því að rugla saman orðunum apótek og bakarí, og óformleg leit á Google virðist staðfesta að ruglingurinn er nokkuð algengur. Ég er viss um að rannsóknir hafa aldrei farið fram á þessu máli svo eftirfarandi svar er frekar vangavelta en algildur sannleikur. Mannshugurinn virðist þannig gerður ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna fær maður hiksta?

Hiksti er krampi í þindinni sem veldur snöggri innöndun sem stöðvast síðan jafn snögglega við það að bilið á milli raddbandanna lokast, en það veldur einmitt hljóðinu sem fylgir þessum kvilla. Algengasta orsök hiksta er sú að fólk kann sér ekki magamál, hvort heldur í mat eða drykk. Þegar fólk borðar eða drekkur o...

category-iconSálfræði

Hversu háa einkunn er mögulega hægt að fá í greindaprófi?

Spyrjandi bætir við: Ef maður fær hæstu einkunn, fer maður þá í enn flóknara próf? Greindarpróf eru mismunandi svo einkunnir úr þeim geta líka verið ólíkar. Kvarði flestra greindarprófa nær samt ekki lengra en um 3-4 staðalfrávik yfir meðaleinkunn. Þegar fólk er sagt þremur staðalfrávikum yfir meðaltali á grein...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Á hvaða tíðnisviði heyrir maðurinn best?

Það er tíðni hljóða sem ræður hvað mestu um hvernig við skynjum tónhæð þeirra, en tíðni er að jafnaði gefin upp í sveiflum á sekúndu eða í Hz. Að jafnaði geta menn heyrt hljóð frá tíðninni 20 Hz (mjög dimmir eða djúpir tónar) upp í 20.000 Hz (mjög bjartir eða skærir tónar). Eins og spyrjandi virðist vita ...

Fleiri niðurstöður