Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8811 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað veldur því að vöðvi rifnar og hvað gerist?

Ástæður þess að vöðvi rifnar geta verið margvíslegar en lang oftast gerist það þegar hann verður fyrir áverka eða snöggu ytra togi. Í íþróttum er einna algengast að vöðvi togni eða rifni í svokallaðri „eccentrískri“ vöðvavinnu en það er þegar vöðvinn lengist og hann vinnur á móti lengingunni (streitist á móti)...

category-iconFélagsvísindi

Um hvað snúast deilurnar á Norður-Írlandi?

Annars staðar á Vísindavefnum er svarað spurningunni Af hverju er Norður-Írland ekki sjálfstætt? og er þar farið yfir þær sögulegu aðstæður sem valdið hafa því að átök hafa undanfarin tæp fjörutíu ár sett svip sinn á líf íbúa Norður-Írlands. Þegar spurt er um hvað deilurnar á Norður-Írlandi snúast er því fyrst...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjar eru helstu orsakir gróður- og jarðvegseyðingar á Íslandi?

Gróður- og jarðvegseyðing er að mati margra fræðimanna alvarlegasti umhverfisvandi Íslendinga. Ekki er til vel rökstutt mat á því hvar mörk samfellds gróðurs lágu inn til landsins við landnám, né hve stór hluti landsins var skógi eða kjarri vaxinn. Hitt er óumdeilanlegt að hér urðu mjög snögg umskipti á gróðurfari...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fær fólk appelsínuhúð og hvað er hægt að gera við henni?

Appelsínuhúð (e. cellulite) er sérstök áferð á húðinni sem minnir á appelsínubörk í útliti. Þessi áferð stafar af byggingu vefja í undirhúðinni. Þar er um að ræða afbrigði af fituvef sem ásamt bandvef myndar bylgjur. Appelsínuhúð er sérstök áferð á húðinni sem minnir á appelsínubörk Í öllum fituvef og öðrum ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er það ekki örugglega rétt að við notum aðeins 10% heilans?

Nei það er ekki rétt. Sú sögusögn að fólk noti aðeins lítinn hluta heilans virðist hins vegar ætla að verða ansi lífseig. Óhætt er samt að segja að hún er fjarri sannleikanum. Heilinn er allur meira eða minna virkur, hvort sem fólk vakir eða sefur. Hægt er að benda á ýmis gögn því til stuðnings að fólk noti all...

category-iconHugvísindi

Hver voru helstu vopn víkinga og voru þeir bardagaglaðir?

Svo að byrjað sé á síðari spurningunni er orðið víkingur notað í tvenns konar merkingu í nútímamáli. Annars vegar voru víkingar karlmenn sem fóru í skipulegar ránsferðir suður um Evrópu, aðallega á níundu og tíundu öld, og lögðu stundum undir sig landsvæði. Þessir karlar höfðu það að atvinnu að berjast, meðan á ví...

category-iconFornleifafræði

Hvað getið þið sagt mér um ísmanninn Ötzi?

Í september árið 1991 voru þýskir ferðamenn á göngu í Ölpunum, á svæði sem kennt er við Ötztal. Í 3200 metra hæð gengu þeir fram á lík af manni og sat neðri hluti líkama hans fastur í ís. Í ljós kom að þetta voru líkamsleifar karlmanns á fimmtugsaldri, sem við nánari athugun reyndist hafa látist fyrir um 5300 ár...

category-iconVísindavefur

Hvað gerði Ian Fleming fyrir utan að skrifa James Bond bækurnar?

Ian Fleming lifði um margt atburðaríka ævi og nýtti sér persónur og atburði úr eigin lífi í James Bond-bækurnar. Hann hét fullu nafni Ian Lancaster Fleming, fæddur 28. maí 1908 í London. Faðir hans var Valentine Fleming, majór og þingmaður Íhaldsflokksins sem lét lífið í fyrri heimsstyrjöldinni. Móðir hans hét Eve...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Thor Aspelund rannsakað?

Thor Aspelund er prófessor í líftölfræði í læknadeild Háskóla Íslands, við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, og forstöðumaður Tölfræðiráðgjafar Heilbrigðisvísindasviðs. Thor hefur rannsakað áhrif áhættuþátta á hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki og hvernig er hægt að nota þá sem forspárþætti í áhættureiknum. Einni...

category-iconTölvunarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Gunnar Stefánsson rannsakað?

Gunnar Stefánsson er prófessor í tölfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur áhuga á líkanagerð og tölfræði, sérstaklega á sviði kennslu, en einnig öðrum fagsviðum. Eftir hann liggja alþjóðlegar ritrýndar greinar í tímaritum á sviði fiskifræði, menntunar, líffræði, sálfræði og rafmynta. Gunnar starfaði í mörg ár v...

category-iconUmhverfismál

Hvernig vita vísindamenn hversu mikið losnar af gróðurhúsalofttegundum í skógareldum?

Til að reikna hversu mikið losnar af gróðurhúsalofttegundum í gróðureldum (sem skógareldar tilheyra) þarf að vita hversu stórt svæði hefur brunnið, hvaða gróður er á svæðinu og hversu mikið af honum brann, en ekki brennur alltaf allt að fullu. Þegar þessar upplýsingar liggja fyrir er hægt að nota vel þekkta stuðla...

category-iconÞjóðfræði

Eru til einhverjar þjóðsögur um tígrisdýr?

Upprunalega var einnig spurt um hvenær ár tígrisdýrsins var seinast og hve mörg dýr eru í kínverska almanakinu. Þeim spurningum er svarað í lok þessa svars. Asíubúar eiga aragrúa þjóðsagna um tígrisdýr. All frá Indlandi og austur til Ussuri í Rússlandi, þar sem hið svokallaða síberíska tígrisdýr lifir, finnast ...

category-iconVeðurfræði

Hvað er fellibylur, af hverju og við hvaða aðstæður myndast fellibyljir?

Fellibyljir eru djúpar og krappar lægðir sem myndast yfir hafi í hitabeltinu. Lægðir þessar valda oft miklu tjóni þegar þær ganga á land, ýmist vegna fárviðris, úrfellis eða sjávarflóða sem oft fylgja. Ólíkt lægðum sem fara um Ísland og myndast og dýpka á mörkum kaldra og hlýrra loftmassa sækja fellibyljir ork...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna kviknar í heitri olíu þegar vatn kemst í snertingu við hana?

Það er reyndar ekki svo að það kvikni í heitri olíu þegar vatn kemst í snertingu við hana. Ef olían er hins vegar logandi þá gerir aðeins illt verra að hella vatni á eldinn til að reyna að slökkva hann. Við 150-270°C (eftir því hver olían er) geta olíurnar gefið frá sér reyk og kallast það á ensku smoke point. ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju fljóta hlutir?

Allir hlutir hafa eðlismassa en eðlismassa hlutar er hlutfallið á milli massa hlutarins og rúmmáls hans. Vatn hefur eðlismassann 1 kg/l en það þýðir að 1 lítri af vatni er 1 kg að þyngd. Þeir hlutir sem eru með meiri eðlismassa en vatn sökkva þá í vatni en hlutir sem eru með minni eðlismassa fljóta. Sumar olíur...

Fleiri niðurstöður