Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1961 svör fundust

category-iconLandafræði

Hver er lengsta á á Íslandi og hvað er hún löng?

Þjórsá er lengsta fljót Íslands en hún rennur um 230 km leið frá upptökum til ósa. Vatnasvið Þjórsár er 7530 ferkílómetrar (km2) og er það næststærsta vatnasvið fljóta á Íslandi á eftir Jökulsá á Fjöllum. Meðalrennsli Þjórsár við Urriðafoss er um 360 rúmmetrar á sekúndu (m3/s). Þjórsá rennur á mörkum Árnes- og...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig þróaðist líf á fornlífsöld?

Fornlífsöld (Paleozoic era) hófst fyrir 544 milljón árum og lauk fyrir 245 milljón árum síðan. Fornlífsöld er hin fyrsta af þremur öldum í jarðsögunni sem nefnast ‘Phanerozoic era’ (tímabil sýnilegs lífs). Áður en fornlífsöld gekk í garð, samanstóð lífið á jörðinni af einföldum, smásæjum lífverum sem lifðu í hafin...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er svartidauði enn þá til og eru til lækningar við honum?

Já, svartidauði er enn þá til. Baktería sem nefnist Yersinia pestis veldur svartadauða. Sjúkdómurinn er fyrst og fremst bundinn við nagdýr, til dæmis rottur, en hann getur borist í menn með flóm nagdýra og valdið lungna- og kýlapest. Lungnapestin getur síðan borist manna á milli með úðasmiti við hósta. Það er ...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru steinkol og til hvers eru þau notuð?

Steinkol myndast úr leifum ferskvatnsplantna sem grafist hafa í jörð. Það umhverfi sem helst leiðir til kolamyndunar er votlendi þéttvaxið trjám og öðrum gróðri. Trjábolir, greinar, lauf og könglar falla í vatnið, verða vatnsósa og sökkva. Þá einangrast viðurinn frá súrefni andrúmsloftsins en bakteríur halda áfram...

category-iconFornfræði

Hvað varð um París og Helenu fögru?

París var sonur Príamosar konungs í Tróju. Hann hafði numið á brott Helenu fögru, drottningu Menelásar konungs í Spörtu og af þeim sökum braust út Trójustríðið (sjá nánar í svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Hvernig og hvers vegna var Trójustríðið háð?). Gríska hetjan Fíloktetes drap París Trójuprins...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er nýrómantík?

Þegar talað er um nýrómantík í bókmenntum er átt við stefnu sem spratt upp í evrópsku borgarsamfélagi undir lok 19. aldar. Nýrómantíkin er framhald af táknsæisstefnunni (e. symbolism) og var í andstöðu við raunsæi og natúralisma (e. naturalism) sem mikið bar á fyrr á öldinni. Nýrómantíkin var því að mörgu leyti af...

category-iconFornfræði

Hver var gyðjan Ekkó?

Ekkó var fjalladís í grískum goðsögum. Samkvæmt einni sögu varð skógarguðinn Pan ástfanginn af henni en ástin var ekki endurgoldin. Pan tryllti þá fjárhirða nokkra og gengu þeir af Ekkó dauðri. Öllu þekktari er þó sagan af Ekkó og Narkissosi einkum í útgáfu rómverska skáldsins Publiusar Ovidiusar Naso (f. 43 f....

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er átt við með einingunni hundrað í mati á jörðum og hvað merkir 20c að dýrleika?

Hundrað er verðeining í svonefndum landaurareikningi. Eitt jarðarhundrað jafngilti 120 aurum silfurs og síðar 120 álnum vaðmáls. Lengdarmálseiningin alin er fjarlægðin frá olnboga fram fyrir fingurgóm, oftast góm löngutangar en stundum þumalfingurs. Samkvæmt lögum frá 1776-1907 samsvaraði ein alin 62,7 cm. 120 áln...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var fyrsta íslenska konan sem gaf út skáldsögu?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað gerði Torfhildur skáld merkilegt? Torfhildur Hólm (1845-1918) varð fyrst íslenskra kvenna til að gefa út skáldsögu. Skáldsagan bar titilinn Brynjólfur Sveinsson biskup: Skáldsaga frá 17. öld og kom út í Reykjavík 1882. Þetta var einnig fyrsta sögulega skáldsagan í...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta úlfar og hundar eignast afkvæmi og skiptir máli hvaða hundategundir eru þar að verki?

Vegna þess hvað hundar og úlfar eru skyldir og líkir líffræðilega geta þeir eignast afkvæmi vandkvæðalaust. Þá virðist ekki skipta máli hvaða hundakyn eða úlfastofn eiga í hlut en hins vegar geta skapast vandræði ef stærðarmunur er mikill. Hundar og úlfar eru af hundaættinni, Canidae, sem inniheldur aðeins um þ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hugsanlegt að hægt verði að stöðva öldrun algjörlega eða er það óraunsætt?

Þessari spurningu hefur Pálmi V. Jónsson þegar svarað á nokkuð ítarlegan hátt í svörum sínum við spurningunum Af hverju eldumst við? Hvers vegna er ekki hægt að stöðva öldrun í fólki? Þegar menn velta því fyrir sér hvort hægt sé að stöðva öldrun þá er vitaskuld ekki átt við það hvort eitthvað megi gera svo ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er sólin heit?

Vegna þess að sólin skiptist í nokkur lög sem hafa ólíka eiginleika, er hún ekki öll jafnheit. Hitinn er mestur í miðju sólar þar sem orkuframleiðslan fer fram, og er talið að þar sé hitinn um 15,5 milljón gráður á selsíus. Yfirborðshiti sólar, það er hitinn á því lagi sem við sjáum, er mun lægri eða um 5500°C. ...

category-iconÞjóðfræði

Hver var Stapadraugurinn sem kenndur er við Vogastapa?

Af Stapadraugnum fara ekki miklar sögur. Sagnir herma að draugurinn hafi haldið sig í Vogastapa sem er milli Innri-Njarðvíkur og Voga á norðanverðum Reykjanesskaga. Hins vegar er ekki greint frá því hvernig hann hafi verið til kominn. Hann var sagður hafa hrellt ferðamenn og farið um þá óblíðum höndum. Í Íslenzkum...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var sjóræninginn Anne Bonny?

Anne Bonny (f. um 1698, d. um 1782) var írsk-amerískur sjóræningi og önnur tveggja kvensjóræningja sem sagt er frá í þekktri enskri 18. aldar sjóræningjasögu. Sjóræningjasagan A General History of the Robberies and Murders of the Most Notorious Pyrates (Saga af ránum og morðum hinna alræmdustu sjóræningja) kom ...

category-iconHugvísindi

Hve margir Íslendingar fluttust til Vesturheims og hve margir sneru heim aftur?

Hve margir fluttust til Vesturheims? Athugum fyrst hvar hægt er að finna upplýsingar um einstaka íslenska vesturfara. Um þá er til stórmerkileg bók, Vesturfaraskrá 1870–1914, eftir Júníus Kristinsson. Þar eru taldir upp, í röð eftir sýslum, hreppum og sveitabæjum, ekki færri en 14.268 íslenskir vesturfarar. Til...

Fleiri niðurstöður