Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1003 svör fundust
Hvaða munur er á myndun miðhafshryggja og þverhryggja?
Upptök jarðskjálfta marka rekhryggi, enda er hið mikla kerfi miðhafshryggja jarðar kortlagt þannig (sjá mynd). Meginþættir hafsbotns Norður-Atlantshafs. Jarðskjálftar (rauðir deplar) skilgreina mörk Norður-Ameríku- og Ervrasíuflekanna á Mið-Atlantshafshryggnum umhverfis Ísland. Sýndir eru skjálftar af stærð 4...
Snúast allar reikistjörnurnar rangsælis eins og jörðin?
Í sólkerfinu okkar eru átta reikistjörnur, þar af ferðast allar átta rangsælis á braut sinni um sólu en sex þeirra snúast rangsælis um möndul sinn. Reikistjörnurnar sem snúast ekki rangsælis um möndul sinn eru Venus og Úranus. Venus snýst réttsælis en Úranus liggur nánast á hlið með möndulhalla 98° frá lóðréttu. Þ...
Hvað merkir það þegar köttur dillar rófunni?
Rófan er eitt mikilvægasta tjáningartæki katta og gegnir veigamiklu hlutverki í táknmáli þeirra. Með því að fylgjast með rófunni má fá miklar upplýsingar um líðan katta. Sem dæmi má nefna að þegar köttur dillar skottinu taktfast, til dæmis þegar hann liggur og einhver klappar honum, þá er það merki um pirring og ...
Hvaða sprakki er þetta þegar forsprakki er nefndur til sögunnar?
Upprunalega spurningin var: Hvers konar fyrirbæri er sprakki? Og ef til er eitthvað sem heitir forsprakki, liggur þá ekki beint við að álykta að einhvern tíma hafi verið til baksprakki? Orðið sprakki er einkum notað eitt sér í skáldamáli um röskleikakonu, kvenskörung. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er ...
Hvað er kör sem menn leggjast í?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hver er þessi kör sem menn leggjast stundum í og hvað er talið vera svona slæmt við þetta fyrirbæri? Kör merkti upphaflega ‘ellihrumleiki (sem veldur stöðugri sængurlegu)’ en í yfirfærðri merkingu er það notað um rúm þess sjúka og er þá talað um að leggjast í kör sem þekkti...
Hvað er að vera kolklikkaður og hefur það eitthvað með kol að gera?
Forliðurinn kol- er notaður í ýmsum samsettum orðum (til dæmis kolklikkaður, kolbrjálaður, kolvitlaus og kolsvartur) til þess að herða á merkingunni. Sá sem er kolklikkaður er enn klikkaðri en sá sem er klikkaður og kolsvart er enn svartara en það sem er svart. Spyrjandi vill vita hvort forliðurinn hafi eitthva...
Hvaða líf er þetta í lífstykki og hvað er átt við með orðinu?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Orðið lífstykki er undarlegt orð, og ekki mjög lýsandi fyrir hvað þetta er. Hvaðan kemur eiginlega þetta orð, og hvað á það að þýða? Orðið lífsstykki var til í málinu að minnsta kosti þegar á fyrri hluta 17. aldar. Í bók um Tyrkjaránið 1627 segir: eg þá ekki haf...
Hverjar eru helstu orsakir gróður- og jarðvegseyðingar á Íslandi?
Gróður- og jarðvegseyðing er að mati margra fræðimanna alvarlegasti umhverfisvandi Íslendinga. Ekki er til vel rökstutt mat á því hvar mörk samfellds gróðurs lágu inn til landsins við landnám, né hve stór hluti landsins var skógi eða kjarri vaxinn. Hitt er óumdeilanlegt að hér urðu mjög snögg umskipti á gróðurfari...
Hvað er hálfleiðari?
Rafleiðni efna, það er að segja hæfni þeirra til að leiða rafstraum, er geysilega mismunandi. Tökum sem dæmi 20 m langan koparvír sem er 3,3 mm í þvermál. Viðnám hans er 0,04 ohm. Ef við setjum á hann spennuna 1 volt verður straumurinn í honum 25 amper, sem er mikill straumur, til dæmis meiri en öryggin leyfa okku...
Af hverju eru nótur á píanói svartar og hvítar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Af hverju eru nóturnar á píanóinu bara hafðar svartar og hvítar? Og af hverju eru þær þá ekki svartar og hvítar til skiptis?Milli tveggja samliggjandi nótna á píanói, hvort sem þær eru báðar hvítar eða önnur hvít og hin svört, er svokallað hálftónsbil. Hálftónsbil fæst með þ...
Hvað er gegnumtrekkur?
Vindur er loft á hreyfingu. Misjafn loftþrýstingur er langalgengasta ástæða þess að vindur kviknar, þrýstingurinn er ekki sá sami á einum stað og öðrum. Ástæður þrýstimunarins geta verið býsna margslungnar, en vindurinn verður til þegar loft fer að streyma frá hærri þrýstingi í átt að þeim lægri. Það tekur tíma og...
Hvaða þættir stuðla að næturfrosti?
Það eru nokkur atriði sem stuðla að lágum hita að nóttu. Næturhiti verður lægstur þegar heiðskírt er, þá er nettóútgeislun varma frá yfirborði jarðar út í geiminn mest. Þegar skýjað er endurvarpa skýin varmageislum aftur til yfirborðs og draga úr kólnun.Næturkólnun er að jafnaði meiri í þurru lofti en röku. Sé ...
Hvað var gert við geðsjúklinga á Íslandi fyrr á öldum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað var gert við geðsjúklinga (t.d. fólk með geðklofa) á Íslandi fyrr á öldum? Voru til einhvers konar hæli þar sem þeir voru „geymdir" eða voru þeir bara heima hjá fjölskyldum sínum? Geðsjúkt eða sinnisveikt fólk á Íslandi bjó við jafn misjöfn kjör og þau voru mörg fram til ...
Hvers vegna er varmageislun gljáandi hluta minni en mattra hluta?
Styrkur varmageislunar frá fleti er nátengdur því hve mikið flöturinn gleypir í sig af áfallandi geislun, það er ísogs- eða gleypnieiginleikum flatarins. Við tölum um svarthlut þegar yfirborðið drekkur í sig alla geislun sem á það fellur og varmageislun frá svarthlut er einmitt sú kröftugasta sem nokkur hlutur nær...
Hvað er hægt að hita bolla mikið með því að hella heitum drykk í hann?
Upphaflega spurningin var svona: Ef ég er með kaffibolla og risastóra kaffikönnu, helli heitu kaffi í bollann, tæmi hann strax og helli aftur heitu kaffi í hann, hitna ytri mörk rúmsins sem kaffið tekur (þar sem bollinn er heitur þegar kaffið lendir á honum), og ef svo er, væri hægt að bræða bollann með því að ...