Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8679 svör fundust
Hvar á Íslandi finnst skógarmítill aðallega?
Skógarmítill er blóðsuga á spendýrum sem heldur sig í gróðri, einkum í skógarbotnum. Þegar hann vantar blóð skríður hann upp í gróðurinn og krækir sig við blóðgjafa á leið um hann, sem er oftast meðalstórt og stórt spendýr, til dæmis hjartardýr eða sauðkind. Ungviði leggst á lítil spendýr, skriðdýr og jarðbundna f...
Af hverju urðu siðaskiptin hér á Íslandi?
Siðaskiptin voru fjölþjóðleg kirkjuleg-, pólitísk-, menningar- og félagsleg hreyfing sem átti rót sína að rekja til guðfræðilegrar endurskoðunar á meginlandi Evrópu og á Englandi á 16. öld. Segja má að siðaskiptamenn hafi haft sameiginlega hugsjón og sjálfsmynd sem gekk í megindráttum út á að siðbæta kirkjuna, það...
Hver var Ludwig Wittgenstein og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Ludwig Wittgenstein fæddist í Vínarborg þann 26. apríl 1889. Hann stundaði nám í vélaverkfræði en fékk áhuga á heimspekilegum undirstöðum stærðfræðinnar og hóf nám í rökfræði hjá Bertrand Russell við Cambridge-háskóla. Í fyrri heimsstyrjöldinni var hann í austurríska hernum en að stríði loknu gaf hann út bókina Tr...
Af hverju er skurnin á sumum soðnum eggjum föst á en ekki á öðrum?
Flestir sem tekið hafa utan af soðnum eggjum kannast við að miserfitt getur verið að ná skurninni af. Stundum nánast flettist skurnin af með örfáum handtökum en í öðrum tilfellum er hún nánast föst við hvítuna þannig að það þarf að kroppa hana af í litlum bitum og oft fylgir hluti af hvítunni með. Á egginu til...
Af hverju er Evrópusambandið að banna ryksugur sem eru 1600 vött eða meira?
Nýlegt bann Evrópusambandsins við markaðssetningu ryksugna sem eru 1600 vött eða meira er ávöxtur tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins um visthönnun vöru sem notar orku (nr. 2009/125). Markmið tilskipunarinnar er að efla vernd umhverfisins með því draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum þeirra vara sem nota orku. Til...
Er hægt að senda kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu á móðurmálinu og hvernig á að standa að kærunni?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er hægt að senda kæru til mannréttindadómstóla á móðurmálinu? Hvernig á að standa að kæru? Sá mannréttindadómstóll sem hefur langmesta þýðingu fyrir okkur á Íslandi er Mannréttindadómstóll Evrópu og er svar þetta því skrifað út frá gildandi reglum hans. Mannréttindadóm...
Af hverju er hlaupið rangsælis á hlaupabrautum?
Einfalda svarið við þeirri spurningu er að reglur Alþjóðafrjálsíþrótta-sambandsins kveða á um að svo eigi að gera. Áður en sú regla var sett voru hlaup ýmist hlaupin rangsælis eða réttsælis. Regla 163.1 segir að í göngu og hlaupum þar sem að minnsta kosti er beygt einu sinni skuli vinstri höndin vera innar. Hins v...
Hvað hefur vísindamaðurinn Anna Sigríður Ólafsdóttir rannsakað?
Anna Sigríður Ólafsdóttir er prófessor í næringarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir Önnu Sigríðar eru á sviði næringar, heilsu og lífshátta. Heilsuhegðun og þyngdarstjórnun eru meðal viðfangsefna þar sem horft er til heilsueflingar, forvarna og meðferðar. Rannsóknir Önnu Sigríðar hafa eink...
Hvað hefur vísindamaðurinn Bettina Scholz rannsakað?
Bettina Scholz er vísindamaður og verkefnisstjóri hjá sjávarlíftæknisetrinu BioPol ehf. á Skagaströnd. Rannsóknir hennar beinast fyrst og fremst að vistfræði og líffræðilegum fjölbreytileika þörunga. Í hafinu eru þúsundir tegunda smásærra þörunga sem eru grunnurinn að fæðukeðju hafsins. Bettina hefur rannsakað ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ívar Örn Benediktsson rannsakað?
Ívar Örn Benediktsson er sérfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans og aðjúnkt við jarðvísindadeild. Rannsóknir hans eru á sviði ísaldar- og jöklajarðfræði og snúa einkum að landmótun jökla og vexti þeirra og hnignun í tíma og rúmi vegna loftslagsbreytinga. Megináhersla Ívars hefur verið á nútímajökulumhve...
Hvað hefur vísindamaðurinn Bjarni K. Kristjánsson rannsakað?
Bjarni K. Kristjánsson er prófessor við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum. Rannsóknir Bjarna hafa snúið að því að skilja hvernig vistfræðilegir þættir móta líffræðilega fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni er forsenda búsetu okkar hér á jörð. Því er mikilvægt að auka skilning okkar á því hverni...
Hvað hefur vísindamaðurinn Erla Kolbrún Svavarsdóttir rannsakað?
Erla Kolbrún Svavarsdóttir er prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs fjölskylduhjúkrunar á Landspítala. Rannsóknir hennar undanfarið hafa beinst að því að þróa og prófa ávinning af styrkleikamiðuðum meðferðarsamræðum við skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar og fjölskyldur þe...
Hvað hefur vísindamaðurinn Berglind Hálfdánsdóttir rannsakað?
Berglind Hálfdánsdóttir er lektor í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands ásamt því að starfa við fæðingarþjónustu. Rannsóknir hennar hafa beinst að barneignarþjónustu innan og utan sjúkrahúsa og inngripum í barneignarferlið. Rannsóknir Berglindar hafa aðallega verið á sviði fæðingarþjónustu ut...
Hvað hefur vísindamaðurinn Daníel Þór Ólason rannsakað?
Daníel Þór Ólason er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og deildarforseti Sálfræðideildar. Rannsóknir Daníels hafa fyrst og fremst verið á sviði hegðunarfíkna en einnig hefur hann fengist við rannsóknir í próffræði og persónuleikasálfræði. Undanfarinn 15 ár hefur hann leitt stórt rannsóknarverkefni á svi...
Hvaða rannsóknir hefur Ása Ólafsdóttir stundað?
Ása Ólafsdóttir er prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands. Hún hefur um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands. Hún er meðal annars formaður óbyggðanefndar, varadómari við EFTA-dómstólinn, ritstjóri Lagasafns, situr í réttarfarsnefnd og í nefnd um dómarastörf. Ása er einnig virk í s...