Sólin Sólin Rís 11:00 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:24 • Sest 10:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:46 • Síðdegis: 18:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:02 • Síðdegis: 24:09 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Erla Kolbrún Svavarsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Erla Kolbrún Svavarsdóttir er prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs fjölskylduhjúkrunar á Landspítala. Rannsóknir hennar undanfarið hafa beinst að því að þróa og prófa ávinning af styrkleikamiðuðum meðferðarsamræðum við skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar og fjölskyldur þeirra, sem eru að fást við ýmsa langvinna eða bráða sjúkdóma/raskanir. Frá árinu 1997 hefur Erla Kolbrún bæði hérlendis og í Bandaríkjunum rannsakað seiglu, bjargráð, heilsutengd lífsgæði, velllíðan, ofbeldi í nánum samböndum og aðlögun fjölskyldumeðlima með langvinnan sjúkdóm.

Erla Kolbrún hefur kannað fjölskyldumiðaða þjónustu meðal hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, og samspil hennar á starfsánægju sem og á hæfni og færni í fjölskylduhjúkrun. Auk þess hefur hún um árabil staðið fyrir landskönnun og klínískum rannsóknum á ofbeldi í nánum parasamböndum meðal háskólakvenstúdenta, kvenna á áhættumeðgöngudeildum og meðal kvenna á slysa- og bráðamóttökudeild Landspítala.

Erla Kolbrún Svavarsdóttir er prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs fjölskylduhjúkrunar á Landspítala.

Niðurstöður rannsókna Erlu Kolbrúnar hafa að stærstum hluta leitt til þróunar á sértækum stuðnings- og fræðslumeðferðum fyrir fjölskyldur þar sem megináherslan hefur verið á þróun og prófun á styrkleikamiðuðum meðferðarsamræðum. Hún hefur ásamt samrannsakendum sínum á Landspítala meðal annars rannsakað fjölskyldur barna og unglinga með alvarlega líkamlega eða geðræna sjúkdóma/raskanir svo sem fjölskyldur sem eru að fást við krabbamein, sykursýki, astma, ADHD, átröskun, gigt, flogaveiki, nýrnasjúkdóm eða lifrarsjúkdóm. Í þessum tilvikum hefur Erla og samstarfsfólk hennar kannað upplifun umönnunaraðila af stuðningi, viðhorf þeirra til sjúkdómsins, mat þeirra á lífsgæðum fjölskyldunnar og ánægju með heilbrigðisþjónustuna. Rannsóknir Erlu Kolbrúnar hafa þannig bæði náð til inniliggjandi sjúklinga og fjölskyldna þeirra og eins til þeirra sem þiggja heilbrigðisþjónustu á göngudeildum, innan heilsugæslunnar eða í samfélaginu. Að auki hefur Erla Kolbrún þróað 4 mælitæki til að meta ávinning af meðferðarsamræðum við skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar. Mælitækin bera heitið a) Fjölskyldustuðningur; b) Fjölskylduvirkni, c) Viðhorf fjölskyldumeðlima til sjúkdóma og d) Viðhorf heilbrigðisstarfsmanna til sjúkdóma.

Erla Kolbrún var kjörin vísindamaður ársins á Landspítala árið 2014. Hún er bæði meðlimur í bandarísku hjúkrunarsamtökunum American Academy of Nursing og alþjóðlegu fjölskylduhjúkrunarsamtökunum International Family Nursing Association frá 2009. Ávinningurinn af rannsóknum hennar hefur leitt til aukinnar áherslu á mikilvægi fjölskylduhjúkrunar innan heilbrigðisþjónustunnar bæði hér á landi sem og erlendis. Þessi aukna vakning á mikilvægi fjölskyldustuðnings innan heilbrigðisþjónustunnar er sýnileg með síauknum tilvitnunum í rannsóknir hennar, fjölda birtinga á rannsóknarniðurstöðum í alþjóðleg vísindatímarit og eins með þeim boðum sem hún hefur fengið um að vera með aðalerindi á innlendum og erlendum vísindaráðstefnum.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

30.4.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Erla Kolbrún Svavarsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2018. Sótt 7. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=75757.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 30. apríl). Hvað hefur vísindamaðurinn Erla Kolbrún Svavarsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75757

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Erla Kolbrún Svavarsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2018. Vefsíða. 7. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75757>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Erla Kolbrún Svavarsdóttir rannsakað?
Erla Kolbrún Svavarsdóttir er prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs fjölskylduhjúkrunar á Landspítala. Rannsóknir hennar undanfarið hafa beinst að því að þróa og prófa ávinning af styrkleikamiðuðum meðferðarsamræðum við skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar og fjölskyldur þeirra, sem eru að fást við ýmsa langvinna eða bráða sjúkdóma/raskanir. Frá árinu 1997 hefur Erla Kolbrún bæði hérlendis og í Bandaríkjunum rannsakað seiglu, bjargráð, heilsutengd lífsgæði, velllíðan, ofbeldi í nánum samböndum og aðlögun fjölskyldumeðlima með langvinnan sjúkdóm.

Erla Kolbrún hefur kannað fjölskyldumiðaða þjónustu meðal hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, og samspil hennar á starfsánægju sem og á hæfni og færni í fjölskylduhjúkrun. Auk þess hefur hún um árabil staðið fyrir landskönnun og klínískum rannsóknum á ofbeldi í nánum parasamböndum meðal háskólakvenstúdenta, kvenna á áhættumeðgöngudeildum og meðal kvenna á slysa- og bráðamóttökudeild Landspítala.

Erla Kolbrún Svavarsdóttir er prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs fjölskylduhjúkrunar á Landspítala.

Niðurstöður rannsókna Erlu Kolbrúnar hafa að stærstum hluta leitt til þróunar á sértækum stuðnings- og fræðslumeðferðum fyrir fjölskyldur þar sem megináherslan hefur verið á þróun og prófun á styrkleikamiðuðum meðferðarsamræðum. Hún hefur ásamt samrannsakendum sínum á Landspítala meðal annars rannsakað fjölskyldur barna og unglinga með alvarlega líkamlega eða geðræna sjúkdóma/raskanir svo sem fjölskyldur sem eru að fást við krabbamein, sykursýki, astma, ADHD, átröskun, gigt, flogaveiki, nýrnasjúkdóm eða lifrarsjúkdóm. Í þessum tilvikum hefur Erla og samstarfsfólk hennar kannað upplifun umönnunaraðila af stuðningi, viðhorf þeirra til sjúkdómsins, mat þeirra á lífsgæðum fjölskyldunnar og ánægju með heilbrigðisþjónustuna. Rannsóknir Erlu Kolbrúnar hafa þannig bæði náð til inniliggjandi sjúklinga og fjölskyldna þeirra og eins til þeirra sem þiggja heilbrigðisþjónustu á göngudeildum, innan heilsugæslunnar eða í samfélaginu. Að auki hefur Erla Kolbrún þróað 4 mælitæki til að meta ávinning af meðferðarsamræðum við skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar. Mælitækin bera heitið a) Fjölskyldustuðningur; b) Fjölskylduvirkni, c) Viðhorf fjölskyldumeðlima til sjúkdóma og d) Viðhorf heilbrigðisstarfsmanna til sjúkdóma.

Erla Kolbrún var kjörin vísindamaður ársins á Landspítala árið 2014. Hún er bæði meðlimur í bandarísku hjúkrunarsamtökunum American Academy of Nursing og alþjóðlegu fjölskylduhjúkrunarsamtökunum International Family Nursing Association frá 2009. Ávinningurinn af rannsóknum hennar hefur leitt til aukinnar áherslu á mikilvægi fjölskylduhjúkrunar innan heilbrigðisþjónustunnar bæði hér á landi sem og erlendis. Þessi aukna vakning á mikilvægi fjölskyldustuðnings innan heilbrigðisþjónustunnar er sýnileg með síauknum tilvitnunum í rannsóknir hennar, fjölda birtinga á rannsóknarniðurstöðum í alþjóðleg vísindatímarit og eins með þeim boðum sem hún hefur fengið um að vera með aðalerindi á innlendum og erlendum vísindaráðstefnum.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...