Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6067 svör fundust
Er von á halastjörnunni ATLAS í apríl?
Halastjarnan C/2019 Y4 (ATLAS) verður ekki nógu björt til að sjást með berum augum á næturhimninum í apríl, að minnsta kosti ekki frá Íslandi. Spár benda til þess að hún nái hámarksbirtu í lok maí og verði þá álíka björt og björtustu fastastjörnur. Rætist allra bjartsýnustu spár verður hún álíka björt og Venus á k...
Er hægt að kveikja eld í alkuli?
Til þess að það kvikni í efni þarf súrefni, hita og brennanlegt efni í réttum hlutföllum. Það er í raun ekki hægt að kveikja í föstum efnum eða vökvum heldur kviknar í brennanlegum gastegundum sem losna frá efnunum þegar þau eru hituð að blossamarki (e. flash point). Blossamark efnis er lægsta hitastig þar sem hæg...
Hvaða rannsóknir hefur Elmar Geir Unnsteinsson stundað?
Elmar Geir Unnsteinsson er lektor í heimspeki við University College Dublin og fræðimaður við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa verið á sviði heimspeki tungumáls og málvísinda, heimspeki hugar og sögu heimspekinnar á tuttugustu öld. Elmar hefur sérstaklega fengist við spurningar um tengsl máls o...
Hvað getið þið sagt mér um "earth overshoot day" og er hugtakið til á íslensku?
Dagurinn sem á ensku hefur verið kallaður „Earth Overshoot Day“ er oftast nefndur yfirdráttardagur jarðar á íslensku en einnig hefur verið vísað til hans sem yfirskotsdags eða dags þolmarka jarðarinnar. Yfirdráttardagurinn er sá dagur þegar afrakstur ársins er genginn til þurrðar, mannkynið er búið að nota jafn mi...
Get ég stofnað kirkju á Íslandi?
Öll spurningin hljóðaði svona:Þarf að uppfylla skilyrði um lágmark, eða hvað þarf til að stofna kirkju á Íslandi? Ætli það þurfi einhvern lágmarksfjölda safnaðarmeðlima? Ég finn ekkert um það, með fyrirfram þökk fyrir svarið. Stutta svarið er einfaldlega að öllum er frjálst að stofna kirkju eða trúarsamfélag og...
Er hægt að útskýra á einfaldan hátt hvernig koltvíoxíði er breytt í stein?
Í stuttu máli er það gert með því að fanga koltvíoxíð (CO2 - einnig nefnt koltvíildi á íslensku) úr útblæstri og binda í steindir í bergi á umhverfisvænan og arðbæran hátt. Gríðarlegt magn af kolefni er bundið í grjóti í náttúrunni. Á undanförnum árum hefur íslenskum vísindamönnum tekist að beisla þetta náttúruleg...
Til hvers eru vigrar í stærðfræði notaðir?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvernig geta vigrar í stærðfræði nýst okkur í framtíðinni? Vigur, sem líka er nefndur vektor, hefur bæði tölugildi og stefnu. Vigrar eru því til margra hluta nytsamlegir í viðfangsefnum þar sem bæði tölugildi og stefna koma við sögu. Dæmi um notkun vigra eru: Staðsetning. ...
Hvernig vita vísindamenn að kvikan í Geldingadölum er komin úr möttlinum?
Efsti hluti jarðmöttulsins nefnist deighvolf eða lághraðalag vegna þess að bergið þar er heitt, nálægt bræðslumarki sínu – það er deigt (eins og deig) og hraði jarðskjálftabylgja lækkar á ferð um það. Möttulbergið samanstendur af fjórum steindum, ólivíni, díopsíti, enstatíti og, háð þrýstingi, plagíóklas eða spínl...
Af hverju heitir Drápuhlíðarfjall á Snæfellsnesi þessu nafni?
Drápuhlíðarfjall er í Helgafellssveit á norðanverðu Snæfellsnesi, sunnan við Stykkishólm. Það er helst þekkt fyrir fjölskrúðuga liti en þeir stafa af bergtegund sem nefnist ríólít. Forðum var álitið að það væri ríkt af málmum og náttúrusteinum sem gæddir væru yfirnáttúrulegum krafti. Þjóðsögur greina frá tjörn upp...
Hvenær er næsta rímspillisár?
Í svonefndu fingrarími er til regla sem segir til um hvenær rímspillisár er. Reglan er svona: Rímspillisár er þegar aðfaradagur árs (það er seinasti dagur ársins á undan) er laugardagur og næsta ár á eftir er hlaupár. Seinasti dagur ársins 2022 er laugardagur og árið 2024 er hlaupár. Af því leiðir að árið 2023 ...
Þurfa sæskjaldbökur að anda?
Öll dýr þurfa á súrefni að halda til þess að bruni, sem myndar orku, geti átt sér stað í frumum þeirra. Dýr ná sér í súrefni með öndun en hafa þróað með sér ólíkar leiðir í þeim efnum, eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um öndunarfæri dýra? Hægt er að skipta leiðum súrefn...
Af hverju eru spendýr ekki eins litskrúðug og margar aðrar dýrategundir?
Almennt er lítið um litadýrð meðal spendýra, til dæmis eru engin eiginleg græn spendýr til en sá litur finnst hins vegar víða meðal fugla, fiska, skriðdýra og skordýra, eins og fram kemur í svari við spurningunni Eru til græn spendýr? Liturinn á feldi spendýra ræðst af litarefninu melaníni. Það eru til tvö afb...
Af hverju eru íshellar stundum svona fallega bláir?
Til að skilja litbrigði í snjó og ís þurfum við að raða tveimur „púsl“-bitum rétt saman. Ljósgeislar, sem flæða um efni sem inniheldur ójöfnur eða misfellur, dreifast (skipta um stefnu) við árekstra við ójöfnurnar. Ójöfnurnar geta verið sprungur, loftbólur eða óhreinindi. Eitt dæmi um svona efni, sem ekki er ...
Hvað er leirgos?
Leirhverir myndast á háhitasvæðum: brennisteinsrík gufa frá glóandi bergkviku í neðra binst jarðvatni í brennisteinssýru sem leysir upp bergið og úr verður „leirgrautur“. Ef „grauturinn“ hvellsýður verður leirgos. Dæmi um leirgos og tilurð þeirra má lesa í bók Sigurðar Þórarinssonar, Eldur í Öskju,[1] þar sem ...
Hvað er bókun og hvaða lagalegt gildi hefur hún?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvert er lagalegt gildi á bókun, t.d. í samanburði við stjórnarskrá, lög eða reglugerðir? Í lagamáli er hugtakið bókun meðal annars notað um svonefndan viðbótarsamning við þjóðréttarsamning.[1] Bókunin felur þá í sér nánari útfærslu á því sem fram kemur í þjóðréttarsam...