Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Éta ísbirnir mörgæsir?
Stutta svarið er nei; villtir ísbirnir éta ekki mörgæsir úti í náttúrunni. Mörgæsum datt nefnilega það snjallræði í hug að koma sér fyrir á suðurhveli, einkum allra syðst, en ísbirnir eru hins vegar fastir á norðurheimskautssvæðinu og ná ekki einu sinni til Íslands með fasta búsetu þó að þeir slæðist hingað einsta...
Hvað er fimmarma stjarna, fyrir hvað stendur hún?
Fimmarma stjarna, pentagram eða fimmyddingur er mynduð úr fimm jafnlöngum strikum sem dregin eru þannig að eitt horn stjörnunnar vísar beint upp, tvö til hvorrar hliðar og tvö á ská niður á við. Pentagramið er einnig nefnt á latínu: Pentangulum eða pentaculum, signum pythagoricum (tákn Pýþagórasar), signum Hygieia...
Voru rómverskir borgarar dæmdir til krossfestingar eða eingöngu útlendingar?
Krossfestingar í einni eða annarri mynd þekktust víða í fornöld, ekki bara hjá Rómverjum. Í Rómaveldi tíðkuðust krossfestingar allt fram á 4. öld þegar kristni varð ríkistrú en þá þóttu krossfestingar ekki lengur við hæfi enda hinn krossfesti frelsari tákn kristinna manna. Rómverskir borgarar sættu oftast ekki ...
Hvers vegna klæjar mann?
Kláði er tilfinning sem kemur fram á ákveðnu svæði á húðinni og vekur hjá fólki löngun til að klóra sér á þessu svæði. Kláði getur stafað af ýmsum orsökum, allt frá þurri húð til krabbameins. Helsta efnasambandið sem kemur við sögu þegar mann klæjar er histamín. Það myndast í svokölluðum mastfrumum undir húðin...
Hver var Eratosþenes?
Nokkrir menn í fornöld hétu Eratosþenes. Þeirra frægastur er vísinda- og fræðimaðurinn Eratosþenes frá Kýrenu sem var uppi um 285-194 f.Kr. Hann var nemandi gríska skáldsins og fræðimannsins Kallímakkosar og eftirmaður Apollóníosar frá Ródos sem yfirbókavörður bókasafnsins mikla í Alexandríu. Eratosþenes var g...
Sagt er að Guð hafi skapað Adam og Evu og líka sagt að mannkynið hafi þróast hægt af öðrum dýrum. Hvort er rétt?
Þessari spurningu er erfitt að svara svo að öllum líki. Fyrir því eru margar ástæður. Málið er viðkvæmt af því að mörgum finnst það snerta grundvallaratriði í lífsskoðunum sínum. Það getur bæði átt við þá sem eru trúaðir sem kallað er og líka hina sem telja sig ekki trúaða. Eins getur svarið líka oltið að nokkru l...
Af hverju er Skakki turninn í Písa skakkur?
Skakki turninn í borginni Písa á Ítalíu er sjö hæða hár klukkuturn sem er frægur um allan heim fyrir að halla ískyggilega. Turninn er rúmlega 800 ára gamall. Vinna við hann hófst árið 1173, en vegna tafa af völdum ýmissa stríða var lokahöggið við bygginguna ekki slegið fyrr en tæpum 200 árum seinna. Turninn byr...
Hvað er átt við með þjóðargjaldþroti?
Hugtakið þjóðargjaldþrot hefur talsvert verið í umræðunni undanfarna mánuði hérlendis. Sambærileg hugtök eru einnig til í öðrum tungumálum, til dæmis er stundum talað um national bankruptcy á ensku. Hugtakið er þó nokkuð misvísandi því að þjóð getur ekki orðið gjaldþrota. Ekki er hægt að eiga kröfu á þjóð sem slík...
Hvaða merkingu hefur það í stærðfræði að eitthvað sé ,,lokað undir'' samlagningu og margföldun og svo framvegis?
Í stærðfræði er mengi sagt vera lokað undir einhverri aðgerð ef útkoman úr aðgerðinni er aftur í menginu. Formlega skilgreiningin er svona: Látum X vera mengi, n vera náttúrlega tölu, og b : Xn → X vera vörpun. Þá segjum við að X sé lokað undir b ef að b(x1, ..., xn) er í X, fyrir öll x1, ..., xn í X. Se...
Hvað gefur til kynna að Heklugos sé yfirvofandi?
Eldfjöll gefa það til kynna, hvert með sínum hætti, þegar von er á gosi. Landris eða landsig á sér stað, smáskjálftavirkni eykst og stærri skjálftar ríða yfir, jarðhitavirkni fer vaxandi. Gufusprengingar og smágos geta stundum verið undanfari meiri umbrota. Heklugos hafa yfirleitt hafist án fyrirvara sem mannl...
Af hverju er appelsínugulur þjóðarlitur Hollendinga?
Ef spurt er um þjóð og vísbendingin sú að litir í þjóðfánanum séu rauður, hvítur og blár kemur ýmislegt til greina, en ekki víst að Holland lendi efst á blaði. Ef vísbendingin er hins vegar sú að þjóðin noti appelsínugulan lit við hin ýmsu tækifæri þá er trúlegt að margir giski á Holland. Á fánadögum sem tengja...
Hvaða kemur orðið óskundi inn í málið og er þá orðið skundi til?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Óskundi er sérkennilegt en áhugavert orð og kann að hafa fleiri merkingar en grikkur og skaði. Gaman væri að vita hvaðan orðið kemur inn í málið og hvaða fleiri merkingar það getur haft. Eins væri skemmtilegt að fá upplýsingar um hvort til sé orðið skundi, í ljósi þess hve alge...
Barðist Ólafur Ragnar gegn þéringum? Hvenær hættu Íslendingar að þéra?
Upphaflega spurningin frá Önnu hljóðaði svo:Hvenær hættu Íslendingar að þéra? Það væri gaman að vita hverjir börðust gegn þéringunni og hvers vegna. Mig minnir að Ólafur Ragnar Grímsson hafi sem ungur stjórnmálamaður barist gegn henni. Þéringar hafa aldrei lagst formlega af á Íslandi og ýmsir af eldri borgurum,...
Hvenær gæti Indland orðið fjölmennara en Kína?
Svokallaðar mannfjöldaspár eða fólksfjöldaspár (e. population projections) eru notaðar til þess að spá fyrir um hversu margir koma til með að lifa á jörðinni allri í framtíðinni, en einnig í hverri heimsálfu fyrir sig, í einstökum löndum, skilgreindum landsvæðum og borgum. Um mannfjöldaspár er fjallað í svari við ...
Gæti einhver íslenskur fugl drepið mann?
Í íslenskri náttúru eru engin lífshættuleg dýr líkt og í náttúru margra annarra landa. Sum dýr hér á landi sýna þó mikla árásarhneigð við ákveðnar kringumstæður, til dæmis þegar fólk fer of nærri hreiðrum þeirra eða búi. Einhverjir hafa eflaust lent í árásum geitunga á sumrin. Nokkrar fuglategundir vernda hreið...