Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2151 svör fundust
Hvernig er hægt að vita hvenær Jesú fæddist?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Jóns Estherarsonar: Er það rétt að Jesús fæddist í mars en ekki desember? Við vitum í raun ekki alveg hvenær Jesú fæddist. Flestar rannsóknir benda til þess að hann hafi fæðst á tímabilinu 4 f. Kr. til 6. e. Kr. Sumir eru raunar ekki vissir um að hann hafi verið til. Sagn...
Af hverju sogar svartholið til sín?
Svarthol verða til þegar kjarnar stjarna falla saman undan eigin þunga. Allur massi stjörnunnar er þá samankominn á örlitlu svæði. Í kringum þetta svæði er þyngdarsviðið svo öflugt að ekkert sleppur þaðan, ekki einu sinni ljós. Þyngdarsvið svarthola er svo gífurlegt að það sýgur allt efni í sig sem fer of nálæg...
Hvernig verða stjörnur til?
Í svari við spurningunni Hvernig er þróun sólstjarna háttað? kemur fram að sólstjörnur verða til í risastórum gas- og rykskýjum í Vetrarbrautinni, en Vetrarbrautin er safn hundruð milljarða stjarna: Stjörnur verða til í geysistórum gas- og rykskýjum, einhvers staðar í vetrarbrautunum. Við köllum slík ský stjörn...
Hvað er í kjarnorku?
Í grófum dráttum getum við sagt að orka sé hæfileiki til að framkvæma vinnu, það er til dæmis að færa hlut úr stað, auka hraða hans eða minnka eða breyta honum að öðru leyti, til dæmis stefnu. Við tölum meðal annars um staðarorku sem hlutur hefur vegna stöðu sinnar, hreyfiorku sem tengist hreyfingu hlutarins, varm...
Af hverju snýst jörðin í kringum sjálfa sig?
Sólkerfið okkar myndaðist fyrir um fimm milljónum ára þegar gríðarstórt gas- og rykský féll saman og myndaði sól og reikistjörnur. Áður en þetta gerðist var snúningur á skýinu og slíkur snúningur eða hverfiþungi, eins og hann er kallaður í eðlisfræði, varðveitist þegar skýið umbreytist. Þess vegna hefur sólin dálí...
Af hverju er verðbólga og hvað er verðbólga?
Við getum skýrt verðbólgu út svona: Ef ísinn sem við kaupum í ísbúðinni í dag kostar 500 krónur, en sams konar ís kostaði 250 krónur í gær og aðrar vörur hækka einnig, þá er verðbólga. Orðið skýrir sig að einhverju leyti sjálft, verðið á hlutum sem við kaupum með peningunum bólgnar. Gylfi Magnússon skrifar ágæt...
Var Zorro raunverulega til?
Zorro er skáldsagnapersóna sem fyrst kom fram á sjónarsviðið árið 1919. Þá skrifaði rithöfundurinn Johnston McCulley um Zorro í tímaritið All-Story Weekly. Síðan þá hefur Zorro lifað góðu lífi í bókmenntum og bíómyndum. Síleanski rithöfundurinn Isabel Allende hefur meðal annars skrifað eins konar skáldaða ævisögu ...
Hvað eru ljósleiðarar?
Ljósleiðarar eru grannir þræðir úr gleri eða plasti sem geita leitt ljós frá einum stað til annars. Um miðja 19. öld sýndu menn fram á að hægt væri að leiða ljósið, til dæmis inni í vatnsbunu eða bognum glerstaut. Ljósleiðarar eru þess vegna ekki nýir af nálinni. Það var þó ekki fyrr en eftir miðja 20. öld sem ...
Af hverju fá sumir tár í augun þegar þeir sjá lauk?
Við vitum ekki til þess að algengt sé að menn fái tár í augun þegar þeir sjá lauk. Algengt er hins vegar að menn tárist við að skera lauk. Þegar laukur er skorinn leysir hann lífhvata sem breyta lífrænum sameindum lauksins í sýrur með brennisteini. Sýrurnar gufa strax upp og ef þær komast í snertingu við augun ...
Hvað eru mörg lbs í einu kílói?
Skammstöfuni lb stendur fyrir breskt pund og lbs fyrir pund í fleirtölu, en hægt er að lesa meira um mynteininguna pund í svari við spurningunni Hver er uppruni pundsmerkisins og af hverju er það táknað með £? Í einu kílógrammi eru rúm 2,2 pund en pundið er um 0,45 kg. Til eru fjölmargar síður á Netinu sem bjóð...
Hvað er sólin heit?
Sólin skiptist í nokkur lög sem ekki eru öll jafnheit. Í miðju sólarinnar er hitinn mestur. Talið er að þar sé hitinn 15,5 milljón gráður á Celsíus. Á yfirborði sólarinnar er hitinn hins vegar mun lægri eða um 5500°C. Hægt er að lesa meira um hita sólarinnar í ýtarlegu svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningun...
Hvað er húðin mörg prósent af manninum?
Í fróðlegu svari Stefáns B. Sigurðssonar við spurningunni Er húðin líffæri? kemur fram að húðin er stærsta líffæri líkamans. Í fullorðnum manni er yfirborð húðarinnar um 2 fermetrar og hún vegur um það bil 5 kg eða um 15% af líkamsmassanum. Nánar má lesa um húðina í svarinu sem nefnt var hér í byrjun og öðrum s...
Af hverju verðum við ástfangin? - Myndband
Í stuttu máli er þörfin og hæfileikinn til að verða ástfanginn manneskjunni eðlislægur. Forsendur hvers einstaklings eru þó misjafnar hvað varðar hvort tveggja. Þessar forsendur eru félagslegar, persónulegar, tilfinningalegar, kynferðislegar og taugalíffræðilegar. Hæfileikinn til að verða ástfanginn af annarri ...
Er sjálfsfróun hættuleg? - Myndband
Með sjálfsfróun er átt við örvun kynfæra sem leiðir til kynferðislegrar ánægju (Greenberg, Bruess og Haffner, 2004). Hugtakið sjálfsfróun gefur til kynna einspil en þýðir þó ekki endilega að aðeins einn einstaklingur komi þar að verki. Sjálfsfróun getur verið hluti af kynferðislegum athöfnum í samböndum fólks hvor...
Er hollt að stunda kynlíf? - Myndband
Kynlíf er heilsusamlegt svo framarlega sem það byggist á eðlilegum samskiptum, er tilfinningalega gefandi, er innan þeirra marka sem einstaklingurinn setur sér og skaðar hann ekki á nokkurn hátt andlega né líkamlega. Að lifa heilbrigðu kynlífi felur í sér að einstaklingurinn finnur fyrir andlegri og líkamlegri vel...