Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvaða áhrif hafa skógareldarnir í Ástralíu á dýralíf?
Ástralíu mætti kalla heimsálfu öfganna. Þar geta þurrkar varað árum saman og skyndilega kemur langþráð rigningin. Dýrastofnar hafa aðlagast þessum öfgum og lifa alls staðar í álfunni, meira að segja í heitustu eyðimörkum þar sem ótrúlegt er að nokkurt dýr geti lifað. Þar sem Ástralía er sunnan við miðbaug jarðar þ...
Getur tónlist stuðlað að róttækni?
Spurning hljóðaði upprunalega svona: Getur tónlist haft áhrif á fólk að það taki þátt í róttækum hóp? (þ.e.a.s að fólk geti hlustað á tónlist og hún hvetji mann til að taka ákvarðanir/fara í hópa með öðru fólki og hafa áhrif)? Upprunalega var spurt um það hvort tónlist geti haft þau áhrif á fólk, að það gangi ...
Hvað hafa fundist mörg afbrigði af minkakórónuveiru sem smitað hefur fólk?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað hafa fundist (verið raðgreind) mörg afbrigði af minkakórónaveiru sem smitað hefur fólk og hversu mörg þeirra eru með breytingar sem valda breytingu á bindiprótíninu (e. spike protein)? Minkakórónuveira 1 Fyrir heimsfaraldur í mönnum af völdum veirunnar SARS-CoV-2 sem veldu...
Er rétt að gróðurhúsaáhrif koltvíoxíðs hafi náð hámarki og valdi þess vegna ekki meiri hitaaukningu á jörðinni?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er rétt að gróðurhúsaáhrif koltvíoxíðs hafi náð hámarki þannig að frekari viðbót í andrúmsloftinu valdi ekki meiri hitaaukningu á jörðinni? Stutta svarið er nei. Þetta er hins vegar afar áhugaverð spurning sem kallar á smá sögulegan inngang auk skýringar sem á rætur...
Hefur saltneysla (NaCl) innan skynsamlegra marka slæm áhrif á heilsuna?
Hófleg neysla matarsalts (NaCl) hefur að öllum líkindum ekki slæm áhrif á heilsuna. Í Manneldismarkmiðum fyrir Íslendinga er sagt æskilegt að saltneysla fari ekki yfir 8 grömm á dag hjá heilbrigðum einstaklingum, en almennt er einstaklingum sem hafa of háan blóðþrýsting ráðlagt að neyta ekki meira en 5 gramma á da...
Hvað eru margar tegundir af húsum í heiminum?
Eins og við mátti búast treysta byggingaverkfræðingar okkar sér ekki til að svara þessari spurningu beint. Ýmsum spurningum af þessu tagi er ekki hægt að "svara" í venjulegum skilningi, til dæmis með því að nefna tiltekna tölu í þessu tilviki. Hins vegar er hægt að ræða spurninguna og varpa ljósi á það, af hverj...
Úr hverju er möttull jarðar?
Möttull jarðar er úr ýmsum samböndum kísils, magnesíns, kalsíns, áls, járns og fleiri frumefna við súrefni. Þótt enginn hafi séð jarðmöttulinn höfum við ýmsa vitneskju um hann. Við þekkjum eðlismassa jarðar og hljóðhraða jarðskjálftabylgna um jarðmöttulinn. Við höfum haft í höndunum brot úr möttlinum s...
Af hverju er DNA-sameindin gormlaga?
DNA sameindir í litningum dýra,plantna og baktería eru tvíþátta gormar. Einþátta DNA-sameindir eru þó ekki óþekktar því þær koma fyrir sem erfðaefni vissra veira. Byggingarefni DNA-sameinda eru svonefnd kirni sem sett eru saman úr sykrunni deoxyríbósa, fosfati og niturbasa. Niturbasar kirna eru ferns konar, ade...
Hvernig getur sviffluga haldist á lofti og flogið?
Svifflug byggist á sama lögmáli og vélflug. Flugvélar haldast á lofti vegna þess að þrýstingur undir vængjunum er meiri en þrýstingur ofan þeirra. Það er ekki síst sérstök lögun flugvélarvængsins sem veldur þessum þrýstingsmun. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan er efra borðið stærra en það neðra og því...
Er það rétt að diet-gos bindi vökva í líkamanum og því sé ekkert betra að drekka það en venjulegt gos?
Ólíklegt verður að teljast að sykurlausir gosdrykkir bindi vökva að einhverju marki í líkamanum. Gosdrykkir innihalda yfirleitt vatn, bragðefni, litarefni, stundum rotvarnarefni og síðan ýmist sykur eða sætuefni. Sætuefni eru efni sem gefa sætt bagð en veita yfirleitt mun minni orku en sykurinn sjálfur. Gosdrykkir...
Hvernig eru hugtökin dreifbýli og landsbyggð skilgreind hér á landi?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvernig er dreifbýli (rural) skilgreint á Íslandi? Er skilgreiningin á orðinu landsbyggð (countryside) eitthvað öðruvísi en fyrir dreifbýli?Samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum er þéttbýli skilgreint sem “húsaþyrping með minnst 200 íbúum og fjarlægð milli húsa yfirleitt ekki mei...
Er óhætt að borða nautakjöt sem flutt er til Íslands frá Írlandi þótt kúariða herji á írskar kýr? Er óhætt að borða nautakjöt í Þýskalandi?
Ég tel að nánast engar líkur séu á því að þeim sem neyttu írska nautakjötsins verði meint af. Þá skoðun byggi ég á eftirfarandi atriðum: Kúariða er tiltölulega sjaldgæf á Írlandi. Á síðasta ári greindust þar aðeins um 150 tilfelli en í landinu eru 7,5 milljónir nautgripa. Ekkert smit hafði greinst í þeim hjörðu...
Hvert er elsta tungumál sem enn er talað og hvert er elsta tungumál sem vitað er um?
Þessari spurningu er erfitt að svara þar sem enn er afar margt á huldu um tungumál heimsins og margt sem þarfnast rannsókna. Enginn veit um raunverulegan aldur ýmissa indíánamála í Suður-, Mið- og Norður-Ameríku svo að dæmi sé tekið. Allmikið er vitað um sum ævaforn mál. Arabíska er til dæmis afar gamalt mál o...
Hversu mikla orku þarf til að rafgreina vetni úr vatni? Við hvaða straum næst besta nýtnin?
Við rafgreiningu á vatni er rafstraumi hleypt frá straumgjafa eða spennugjafa gegnum vatn. Þetta má gera með þeim hætti sem sýnt er á meðfylgjandi mynd, þar sem rafleiðslur eru tengdar frá skautum rafhlöðu eða rafhlaða í rafskaut í vatni. Þá leiðir rafstraumur frá skautunum í gegnum vatnið. Afleiðing þessa er sú a...
Er það satt að kvak í öndum bergmáli ekki?
Þegar okkur barst þessi undarlega spurning frá tveimur spyrjendum með skömmu millibili, fórum við á stúfana og könnuðum hvort eitthvað væri til í henni. Skemmst er frá því að segja að á mörgum vefsíðum er því haldið fram að kvak anda bergmáli ekki. Á síðunum er oftar en ekki langur listi af svipuðum fullyrðingum, ...