Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Getur tónlist stuðlað að róttækni?

Arnar Eggert Thoroddsen

Spurning hljóðaði upprunalega svona:

Getur tónlist haft áhrif á fólk að það taki þátt í róttækum hóp? (þ.e.a.s að fólk geti hlustað á tónlist og hún hvetji mann til að taka ákvarðanir/fara í hópa með öðru fólki og hafa áhrif)?

Upprunalega var spurt um það hvort tónlist geti haft þau áhrif á fólk, að það gangi til liðs við róttæka hópa með það að markmiði að hafa áhrif. Stutta svarið er já, tónlist getur haft svo djúpstæð áhrif á fólk, fær það til að hugsa og pæla og í framhaldinu fer það í aðgerðir, slæst til dæmis í hóp þar sem fyrirfinnst fólk með svipaða afstöðu til lífsins. Tökum einfalt dæmi: Lagið „Blowin‘ in the Wind“ sem Bob Dylan gaf út sumarið 1963 þykir mikið meistaraverk textalega, þar sem Dylan veltir fyrir sér eigindum stríðs, kúgunar og annarra misferla í fari mannsins (þetta áhrifamikla lag hafði verið hljóðritað meira en ári fyrr). Lagið þótti marka listræn tímamót á ferli Dylans, þar sem hann fangaði ákveðna réttlætiskennd og um leið stigmagnandi reiði fjöldans („How many years must some people exist / Before they're allowed to be free?“ og „And how many times can a man turn his head / And pretend that he just doesn't see“) (Gray, 2006). Lagið vakti gríðarlega athygli, og varð að nokkurs konar þjóðsöng amerísku jafnréttishreyfingarinnar, sem fór mikinn á sjöunda áratugnum (e. The Civil Rights Movement). Að sjálfsögðu verður eitt lag ekki til þess að þúsundir taki að berja sér á brjóst og þjóta við það fylktu liði út á götu, en sameiningarmáttur tónlistar er engu að síður skýr, og tenging tónlistar við róttæk réttlætismál sömuleiðis.

Bob Dylan átti eftir að verða frægur á sjöunda áratugnum fyrir áhrifamikla, pólitíska söngva sem höfðu áhrif á fjölda fólks.

Það er skilgreiningaratriði hvað telst róttækni og hvað ekki, en fyrir skýrleika sakir, skulum við halda okkur við pólitíska, samfélagslega róttækni í hópum þar sem tónlistarleg tengsl, og hvati frá henni, er nokkuð augljós. Í dæminu um Dylan sjáum við hvar lag eða tónlist nær að verða að tákni fyrir ákveðinn hóp, boðskapurinn bundinn inn á einfaldan, skýran og jafnvel grípandi máta í þriggja mínútna lagi. En beinum nú sjónum að því hvernig tónlist, eða öllu heldur vissar „tónlistarkreðsur“, geta laðað til sín einstaklinga og beint þeim inn á brautir ákveðinna hugsjóna og samtakamáttar. Samfélagsleg virkni þessa getur verið með jákvæðum og neikvæðum hætti og fræðafólk úr bæði félagsfræðum og menningarfræðum hefur sett niður kenningar um hvernig þessi fyrirbæri geta hagað sér. Dick Hebdige skrifaði til dæmis tímamótverkið Subculture: The Meaning of Style (1979), þar sem hann lýsir því hvernig hópar þróa með sér mismunandi áherslur um tísku, tónlist og eiturlyf. Michael P. Farrell lýsir því í bók sinni Collaborative Circles: Friendship Dynamics and Creative Work (2003) hvernig skapandi hópar, skipaðir líkt þenkjandi einstaklingum, virka.

Allt leiðir þetta að sígildum félagsfræðilegum kenningum um hópþrýsting (e. peer pressure), sígildum tilraunum eins og þeirri kenndri við Milgram (Blass, 1999), kenningum um menningarkima (Bennett og fleiri) og lýsingu hins áhrifamikla franska félagsfræðings Pierre Bourdiue á því hvernig samfélög virka yfirleitt í félagsfræðilegum skilningi. Þó við séum einstaklingar erum við líka hjarðdýr og hópar og sú stemning sem þar er getur haft áhrif á okkur - hvaða viðhorf, gildi og hegðun við þróum með okkur. Við stígum með öðrum orðum inn á svæði þar sem fremur einstrengnislögmál virka þó við verðum sjaldnast vör við þau beint.

Hvað þessu svari viðkemur mætti segja að það tendrist eitthvað innra með okkur vegna tónlistar. Við fyllumst andagift og byrjum að fylgja hópi að málum þar sem svipaðar hugmyndir eru uppi, þátttaka okkar getur verið formleg eða óformleg, en það sem við töldum okkar eigið í upphafi; veri það skoðanir eða hugsjónir, getur mögulega tekið margvíslegum breytingum þegar við erum í tíðum samskiptum við aðra meðlimi hópsins. Við erum áhrifagjörn, og það getur verið til bölvunar sem og blessunar.

Victor Jara var söngvaskáld og aðgerðasinni frá Chile. Hann var myrtur af Pinochet-stjórninni árið 1973. Þessa veggskreytingu má finna í borginni Arica. Jara er í dag goðsögn og píslarvottur.

Skoðum þrjú dæmi um róttæka hópa sem tengjast tónlist til að setja þetta í skýrara ljós. „Straight Edge“-stefnan í pönktónlist („Beina brúnin“, óformleg þýðing) á rætur sínar í Bandaríkjunum skömmu eftir 1980, nánar tiltekið í Washington. Fyrstu sveitir voru Teen Idles og Minor Threat, báðar leiddar af Ian MacKaye, sem óhætt er að kalla æðstaprest stefnunnar. Hljómsveitir sem kalla sig „straight edge“ eiga það sameiginlegt að drekka ekki eða neyta fíkniefna, stunda ekki ábyrgðarlaust kynlíf og margir kjósa að vera grænkerar eða „vegan“. Þessi lífsafstaða kemur stundum fram í textum en mest þó í almennum lífsháttum og jákvæð hlið þessarar stefnu/lífsafstöðu er að heit trú á málstaðinn lekur oft að einhverju leyti inn í tónlistina og það hvernig fólk ber sig almennt í mannlegum samskiptum. Margar sveitanna eru til dæmis ofursamviskusamar og einlægar og það skilar sér oft í ástríðufullum tónleikum, virðingu fyrir aðdáendum og vel unnum plötum. Stefnan boðar sem sagt hreinlífi fram í fingurgóma og í tímans rás hefur málefnum eins og umhverfisvernd, dýravernd og allra handa friðþægingarpólitík verið hampað af „beinbrýningum“. Stefnan hefur á sama tíma, og það þarf ekki að koma á óvart, gefið öfgum rækilega undir fótinn og á tíma þróaðist harðlínuafbrigði af stefnunni, „allt eða ekkert“ afstaða sem leiddi af sér ofbeldi í garð þeirra sem dirfðust að bíta í hamborgara til dæmis.

Málstaður sem boðar frið, réttlæti, umburðarlyndi og góðmennsku er að sjálfsögðu virðingarverður en fylgifiskur róttækni getur verið slæmur hópþrýstingur og múgsefjun. Margir beinbrýningar duttu upphaflega í eitthvað samfélagsmynstur sem þeim leið vel í og áttu auðvelt með að samsama sig með, frekar en að þetta hafi verið hugsjónadrifið, og margir hverjir því viðkvæmir fyrir sveiflum, hvort heldur í „góðar“ eða „slæmar“ áttir. Hér má líka staldra við og spyrja, hvort kemur á undan, eggið eða hænan? Var það fyrst og fremst æsileg tónlistin sem leiddi fólk í þennan lífsstíl, eða var það öfugt? Hafði lífsspekin sem þarna var boðuð, í bland við ekki nema temmilegan tónlistaráhuga, þau áhrif að eintaklingurinn fann sig allt í einu með vinum sínum á sveittum rokktónleikum?

Crass á sviði, 1984. Hljómsveitin kom anarkískum sjónarmiðum sínum rækilega á framfæri og kynnti tónlistaráhugamenn fyrir hugmyndafræðinni.

Hljómsveitin Crass gerði út frá Englandi á pönktímabilinu og voru anarkískar hugsjónir órofa partur af henni. Meðlimir boðuðu slíka lífsspeki af einurð, bjuggu saman í kommúnu og voru eins róttækir og mest þeir máttu. Pönkáhugamenn á þeim tíma komust margir hverjir í kynni við anarkíska hugmyndafræði fyrir tilstilli Crass. Í menningarlegu tilliti var til dæmis lögð áhersla á „DIY“-spekina eða „gerðuþaðsjálfur“, beinar aðgerðir, dýraréttindi, femínisma, and-fasisma og umhverfisvitund. Áhrif Crass á seinni tíma róttækni innan neðanjarðartónlistar verða aldrei ofmetin. Eðlilega eru svo til tónlistarþenkjandi, róttækir hópar sem stuðla að neikvæðni og niðurrifi og augljósasta dæmið í þessu svari væri haturs- og aríarokk (e. white power music) sem birtist hvað skýrast í hljómsveitum eins og Skrewdriver, Brutal Attack og No Remorse og dreifingarfyrirtækinu Blood & Honour. Fasískum áróðri er dreift af krafti í gegnum þessa aðila og ómögulegt að slíta frá tónlist og boðskap, sem sannarlega má kalla róttækan. Hugmyndaáróðurinn, þrýstingur og stemning er eðlilega með líkum hætti og í þeim hópum sem ég hef lýst, þó að lífsspekin sé allt önnur.

Listasamlagið post-dreifing hefur verið afar virkt undanfarin tvö ár. Einkennismerki þess dregur skemmtilega dár af merki His Master‘s Voice, eins og svo margar aðrar útgáfur (t.a.m. Smekkleysa, sem post-dreifing líkist á margan hátt og Erþaðnúmúsík, sem Dr. Gunni rekur og á).

Á Íslandi starfar nú listasamlag sem kallast post-dreifing, ungt fólk sem stendur að tónlistarútgáfu, hljómsveitastússi, tónleikum, uppákomum og ýmsu öðru. Hópurinn minnir að því leytinu til á Smekkleysu sm/ehf en einnig um margt á starfsemi Crass og að einhverju leytinu „straight edge“-senuna. Þeir sem tilheyra post-dreifingu hafa áhuga á veganisma og umhverfismálum, hafa staðið að beinum aðgerðum en öflug starfsemi þeirra hófst í lok árs 2017. Hópurinn er róttækur að því leyti að markmið hans eru á margan hátt andstæð hefðbundnum, kapítalískum gildum. Í stefnuskrá samtakanna segir meðal annars að þau hafi það að markmiði að „auka sýnileika og sjálfbærni í listsköpun í krafti samvinnu“ og að „við afneitum eindregið markaðs- og gróðahyggju í vinnu okkar; við stefnum á að búa til vettvang fyrir sjálfstætt listafólk til að halda áfram að skapa, burtséð frá fjárhagslegri stöðu hvers og eins, og án hvers kyns gróðasjónarmiða.“ (sjá hér). Einnig hafna samtökin stigskiptingu og allt er unnið „á jöfnum grundvelli“. Stemningin innan hópsins hefur valdeflt einstaklinga sem hefðu ella haft lítið færi á að koma sér á framfæri (sjá Farrell og líkan hans um sjö stig skapandi samstarfshópa) og listræn sýn hans hefur opnað fólk og virkað sem hvatning á hvers kyns sköpun, auk þess að styðja við pólitíska sýn og mögulegar, afleiddar aðgerðir vegna þeirra (sjá meðal annars Jóhannes Bjarki Bjarkason, 2019).

Heimildir og ítarefni
  • Bennett, Andy, and Paula Guerra. 2019. DIY cultures and underground music scenes. New York: Routledge, 2019.
  • Berger, George. 2009. The story of Crass. Oakland, CA: PM Press.
  • Bjarkason, Jóhannes Bjarki. 2019. „Dreifing er hafin: Listasamlagið post-dreifing í ljósi anarkískra skipulagskenninga“. B.A. ritgerð. Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Ínáanleg á www.skemman.is.
  • Blass, Thomas. 1999. „The Milgram paradigm after 35 years: Some things we now know about obedience to authority“. Journal of Applied Social Psychology. 29 (5): 955–978.
  • Bourdieu, Pierre, Gise?le Sapiro, Priscilla Parkhurst Ferguson, Richard W. Nice, and Loi?c J. D. Wacquant. 2010. Sociology is a martial art: Political writings by Pierre Bourdieu. New York: New Press.
  • Cohen, Bob. 2008. „How „Blowin' in the Wind“ Came to Be“ á www.rightwingbob.com. 31. janúar.
  • Crano, W. D. (2000). „Milestones in the psychological analysis of social influence“. Group Dynamics: Theory, Research, and Practice. 4: 68–80.
  • Farrell, Michael P. 2001. Collaborative circles: Friendship dynamics & creative work. Chicago: University of Chicago Press.
  • Gray, Michael John. 2006. The Bob Dylan Encyclopedia. New York: Continuum.
  • Hebdige, Dick. 1979. Subculture: The meaning of style. London: Methuen & Co.
  • Kuhn, Gabriel. 2010. Sober living for the revolution hardcore punk, straight edge, and radical politics. Oakland, CA: PM Press.
  • post-dreifing, vefsvæði: https://post-dreifing.is/

Myndir:

Höfundur

Arnar Eggert Thoroddsen

aðjúnkt á Félagsvísindasviði HÍ

Útgáfudagur

27.4.2020

Spyrjandi

Helgi Guðmundsson

Tilvísun

Arnar Eggert Thoroddsen. „Getur tónlist stuðlað að róttækni? “ Vísindavefurinn, 27. apríl 2020. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=49077.

Arnar Eggert Thoroddsen. (2020, 27. apríl). Getur tónlist stuðlað að róttækni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49077

Arnar Eggert Thoroddsen. „Getur tónlist stuðlað að róttækni? “ Vísindavefurinn. 27. apr. 2020. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49077>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur tónlist stuðlað að róttækni?
Spurning hljóðaði upprunalega svona:

Getur tónlist haft áhrif á fólk að það taki þátt í róttækum hóp? (þ.e.a.s að fólk geti hlustað á tónlist og hún hvetji mann til að taka ákvarðanir/fara í hópa með öðru fólki og hafa áhrif)?

Upprunalega var spurt um það hvort tónlist geti haft þau áhrif á fólk, að það gangi til liðs við róttæka hópa með það að markmiði að hafa áhrif. Stutta svarið er já, tónlist getur haft svo djúpstæð áhrif á fólk, fær það til að hugsa og pæla og í framhaldinu fer það í aðgerðir, slæst til dæmis í hóp þar sem fyrirfinnst fólk með svipaða afstöðu til lífsins. Tökum einfalt dæmi: Lagið „Blowin‘ in the Wind“ sem Bob Dylan gaf út sumarið 1963 þykir mikið meistaraverk textalega, þar sem Dylan veltir fyrir sér eigindum stríðs, kúgunar og annarra misferla í fari mannsins (þetta áhrifamikla lag hafði verið hljóðritað meira en ári fyrr). Lagið þótti marka listræn tímamót á ferli Dylans, þar sem hann fangaði ákveðna réttlætiskennd og um leið stigmagnandi reiði fjöldans („How many years must some people exist / Before they're allowed to be free?“ og „And how many times can a man turn his head / And pretend that he just doesn't see“) (Gray, 2006). Lagið vakti gríðarlega athygli, og varð að nokkurs konar þjóðsöng amerísku jafnréttishreyfingarinnar, sem fór mikinn á sjöunda áratugnum (e. The Civil Rights Movement). Að sjálfsögðu verður eitt lag ekki til þess að þúsundir taki að berja sér á brjóst og þjóta við það fylktu liði út á götu, en sameiningarmáttur tónlistar er engu að síður skýr, og tenging tónlistar við róttæk réttlætismál sömuleiðis.

Bob Dylan átti eftir að verða frægur á sjöunda áratugnum fyrir áhrifamikla, pólitíska söngva sem höfðu áhrif á fjölda fólks.

Það er skilgreiningaratriði hvað telst róttækni og hvað ekki, en fyrir skýrleika sakir, skulum við halda okkur við pólitíska, samfélagslega róttækni í hópum þar sem tónlistarleg tengsl, og hvati frá henni, er nokkuð augljós. Í dæminu um Dylan sjáum við hvar lag eða tónlist nær að verða að tákni fyrir ákveðinn hóp, boðskapurinn bundinn inn á einfaldan, skýran og jafnvel grípandi máta í þriggja mínútna lagi. En beinum nú sjónum að því hvernig tónlist, eða öllu heldur vissar „tónlistarkreðsur“, geta laðað til sín einstaklinga og beint þeim inn á brautir ákveðinna hugsjóna og samtakamáttar. Samfélagsleg virkni þessa getur verið með jákvæðum og neikvæðum hætti og fræðafólk úr bæði félagsfræðum og menningarfræðum hefur sett niður kenningar um hvernig þessi fyrirbæri geta hagað sér. Dick Hebdige skrifaði til dæmis tímamótverkið Subculture: The Meaning of Style (1979), þar sem hann lýsir því hvernig hópar þróa með sér mismunandi áherslur um tísku, tónlist og eiturlyf. Michael P. Farrell lýsir því í bók sinni Collaborative Circles: Friendship Dynamics and Creative Work (2003) hvernig skapandi hópar, skipaðir líkt þenkjandi einstaklingum, virka.

Allt leiðir þetta að sígildum félagsfræðilegum kenningum um hópþrýsting (e. peer pressure), sígildum tilraunum eins og þeirri kenndri við Milgram (Blass, 1999), kenningum um menningarkima (Bennett og fleiri) og lýsingu hins áhrifamikla franska félagsfræðings Pierre Bourdiue á því hvernig samfélög virka yfirleitt í félagsfræðilegum skilningi. Þó við séum einstaklingar erum við líka hjarðdýr og hópar og sú stemning sem þar er getur haft áhrif á okkur - hvaða viðhorf, gildi og hegðun við þróum með okkur. Við stígum með öðrum orðum inn á svæði þar sem fremur einstrengnislögmál virka þó við verðum sjaldnast vör við þau beint.

Hvað þessu svari viðkemur mætti segja að það tendrist eitthvað innra með okkur vegna tónlistar. Við fyllumst andagift og byrjum að fylgja hópi að málum þar sem svipaðar hugmyndir eru uppi, þátttaka okkar getur verið formleg eða óformleg, en það sem við töldum okkar eigið í upphafi; veri það skoðanir eða hugsjónir, getur mögulega tekið margvíslegum breytingum þegar við erum í tíðum samskiptum við aðra meðlimi hópsins. Við erum áhrifagjörn, og það getur verið til bölvunar sem og blessunar.

Victor Jara var söngvaskáld og aðgerðasinni frá Chile. Hann var myrtur af Pinochet-stjórninni árið 1973. Þessa veggskreytingu má finna í borginni Arica. Jara er í dag goðsögn og píslarvottur.

Skoðum þrjú dæmi um róttæka hópa sem tengjast tónlist til að setja þetta í skýrara ljós. „Straight Edge“-stefnan í pönktónlist („Beina brúnin“, óformleg þýðing) á rætur sínar í Bandaríkjunum skömmu eftir 1980, nánar tiltekið í Washington. Fyrstu sveitir voru Teen Idles og Minor Threat, báðar leiddar af Ian MacKaye, sem óhætt er að kalla æðstaprest stefnunnar. Hljómsveitir sem kalla sig „straight edge“ eiga það sameiginlegt að drekka ekki eða neyta fíkniefna, stunda ekki ábyrgðarlaust kynlíf og margir kjósa að vera grænkerar eða „vegan“. Þessi lífsafstaða kemur stundum fram í textum en mest þó í almennum lífsháttum og jákvæð hlið þessarar stefnu/lífsafstöðu er að heit trú á málstaðinn lekur oft að einhverju leyti inn í tónlistina og það hvernig fólk ber sig almennt í mannlegum samskiptum. Margar sveitanna eru til dæmis ofursamviskusamar og einlægar og það skilar sér oft í ástríðufullum tónleikum, virðingu fyrir aðdáendum og vel unnum plötum. Stefnan boðar sem sagt hreinlífi fram í fingurgóma og í tímans rás hefur málefnum eins og umhverfisvernd, dýravernd og allra handa friðþægingarpólitík verið hampað af „beinbrýningum“. Stefnan hefur á sama tíma, og það þarf ekki að koma á óvart, gefið öfgum rækilega undir fótinn og á tíma þróaðist harðlínuafbrigði af stefnunni, „allt eða ekkert“ afstaða sem leiddi af sér ofbeldi í garð þeirra sem dirfðust að bíta í hamborgara til dæmis.

Málstaður sem boðar frið, réttlæti, umburðarlyndi og góðmennsku er að sjálfsögðu virðingarverður en fylgifiskur róttækni getur verið slæmur hópþrýstingur og múgsefjun. Margir beinbrýningar duttu upphaflega í eitthvað samfélagsmynstur sem þeim leið vel í og áttu auðvelt með að samsama sig með, frekar en að þetta hafi verið hugsjónadrifið, og margir hverjir því viðkvæmir fyrir sveiflum, hvort heldur í „góðar“ eða „slæmar“ áttir. Hér má líka staldra við og spyrja, hvort kemur á undan, eggið eða hænan? Var það fyrst og fremst æsileg tónlistin sem leiddi fólk í þennan lífsstíl, eða var það öfugt? Hafði lífsspekin sem þarna var boðuð, í bland við ekki nema temmilegan tónlistaráhuga, þau áhrif að eintaklingurinn fann sig allt í einu með vinum sínum á sveittum rokktónleikum?

Crass á sviði, 1984. Hljómsveitin kom anarkískum sjónarmiðum sínum rækilega á framfæri og kynnti tónlistaráhugamenn fyrir hugmyndafræðinni.

Hljómsveitin Crass gerði út frá Englandi á pönktímabilinu og voru anarkískar hugsjónir órofa partur af henni. Meðlimir boðuðu slíka lífsspeki af einurð, bjuggu saman í kommúnu og voru eins róttækir og mest þeir máttu. Pönkáhugamenn á þeim tíma komust margir hverjir í kynni við anarkíska hugmyndafræði fyrir tilstilli Crass. Í menningarlegu tilliti var til dæmis lögð áhersla á „DIY“-spekina eða „gerðuþaðsjálfur“, beinar aðgerðir, dýraréttindi, femínisma, and-fasisma og umhverfisvitund. Áhrif Crass á seinni tíma róttækni innan neðanjarðartónlistar verða aldrei ofmetin. Eðlilega eru svo til tónlistarþenkjandi, róttækir hópar sem stuðla að neikvæðni og niðurrifi og augljósasta dæmið í þessu svari væri haturs- og aríarokk (e. white power music) sem birtist hvað skýrast í hljómsveitum eins og Skrewdriver, Brutal Attack og No Remorse og dreifingarfyrirtækinu Blood & Honour. Fasískum áróðri er dreift af krafti í gegnum þessa aðila og ómögulegt að slíta frá tónlist og boðskap, sem sannarlega má kalla róttækan. Hugmyndaáróðurinn, þrýstingur og stemning er eðlilega með líkum hætti og í þeim hópum sem ég hef lýst, þó að lífsspekin sé allt önnur.

Listasamlagið post-dreifing hefur verið afar virkt undanfarin tvö ár. Einkennismerki þess dregur skemmtilega dár af merki His Master‘s Voice, eins og svo margar aðrar útgáfur (t.a.m. Smekkleysa, sem post-dreifing líkist á margan hátt og Erþaðnúmúsík, sem Dr. Gunni rekur og á).

Á Íslandi starfar nú listasamlag sem kallast post-dreifing, ungt fólk sem stendur að tónlistarútgáfu, hljómsveitastússi, tónleikum, uppákomum og ýmsu öðru. Hópurinn minnir að því leytinu til á Smekkleysu sm/ehf en einnig um margt á starfsemi Crass og að einhverju leytinu „straight edge“-senuna. Þeir sem tilheyra post-dreifingu hafa áhuga á veganisma og umhverfismálum, hafa staðið að beinum aðgerðum en öflug starfsemi þeirra hófst í lok árs 2017. Hópurinn er róttækur að því leyti að markmið hans eru á margan hátt andstæð hefðbundnum, kapítalískum gildum. Í stefnuskrá samtakanna segir meðal annars að þau hafi það að markmiði að „auka sýnileika og sjálfbærni í listsköpun í krafti samvinnu“ og að „við afneitum eindregið markaðs- og gróðahyggju í vinnu okkar; við stefnum á að búa til vettvang fyrir sjálfstætt listafólk til að halda áfram að skapa, burtséð frá fjárhagslegri stöðu hvers og eins, og án hvers kyns gróðasjónarmiða.“ (sjá hér). Einnig hafna samtökin stigskiptingu og allt er unnið „á jöfnum grundvelli“. Stemningin innan hópsins hefur valdeflt einstaklinga sem hefðu ella haft lítið færi á að koma sér á framfæri (sjá Farrell og líkan hans um sjö stig skapandi samstarfshópa) og listræn sýn hans hefur opnað fólk og virkað sem hvatning á hvers kyns sköpun, auk þess að styðja við pólitíska sýn og mögulegar, afleiddar aðgerðir vegna þeirra (sjá meðal annars Jóhannes Bjarki Bjarkason, 2019).

Heimildir og ítarefni
  • Bennett, Andy, and Paula Guerra. 2019. DIY cultures and underground music scenes. New York: Routledge, 2019.
  • Berger, George. 2009. The story of Crass. Oakland, CA: PM Press.
  • Bjarkason, Jóhannes Bjarki. 2019. „Dreifing er hafin: Listasamlagið post-dreifing í ljósi anarkískra skipulagskenninga“. B.A. ritgerð. Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Ínáanleg á www.skemman.is.
  • Blass, Thomas. 1999. „The Milgram paradigm after 35 years: Some things we now know about obedience to authority“. Journal of Applied Social Psychology. 29 (5): 955–978.
  • Bourdieu, Pierre, Gise?le Sapiro, Priscilla Parkhurst Ferguson, Richard W. Nice, and Loi?c J. D. Wacquant. 2010. Sociology is a martial art: Political writings by Pierre Bourdieu. New York: New Press.
  • Cohen, Bob. 2008. „How „Blowin' in the Wind“ Came to Be“ á www.rightwingbob.com. 31. janúar.
  • Crano, W. D. (2000). „Milestones in the psychological analysis of social influence“. Group Dynamics: Theory, Research, and Practice. 4: 68–80.
  • Farrell, Michael P. 2001. Collaborative circles: Friendship dynamics & creative work. Chicago: University of Chicago Press.
  • Gray, Michael John. 2006. The Bob Dylan Encyclopedia. New York: Continuum.
  • Hebdige, Dick. 1979. Subculture: The meaning of style. London: Methuen & Co.
  • Kuhn, Gabriel. 2010. Sober living for the revolution hardcore punk, straight edge, and radical politics. Oakland, CA: PM Press.
  • post-dreifing, vefsvæði: https://post-dreifing.is/

Myndir:...