Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 418 svör fundust
Hver voru helstu atriði Versalasamninganna og hvers vegna stuðluðu þeir ekki að varanlegum friði eins og stefnt var að?
Í svarinu verður fyrst og fremst fjallað um Versalasamningana eins og þeir snertu Þýskaland. Versalir er lítil borg 22 km suður af París. Í janúar 1919 flykktust þangað prúðbúnir leiðtogar sigurvegaranna í heimsstyrjöldinni fyrri til skrafs og ráðagerða um frið við Þýskaland sem ásamt bandamönnum sínum hafði b...
Hvert berst gosaska?
Algengt er að lofthjúpurinn sé mjög lagskiptur bæði hvað varðar hitafallanda og vindstefnu og styrk. Ofan á veðrahvolfinu liggja ætíð svokölluð veðrahvörf og eru þau jafnframt neðra borð heiðhvolfsins. Hiti fellur lítið í heiðhvolfinu og er loft þar mjög stöðugt. Lóðréttar hreyfingar lofts eru mjög litlar að ja...
Hver var Sólon frá Aþenu?
Sólon var aþenskur stjórnmálaleiðtogi, löggjafi og skáld, sem hafði nokkurs konar landsföðursímynd í hugum Aþeninga á klassískum tíma. Hann var einnig talinn einn af vitringunum sjö síðar meir en til þeirra sóttu Grikkir gjarnan innblástur enda var þeim eignuð margvísleg speki. Þó var líklega oft um vel kunna máls...
Hvað getið þið sagt mér um ævi Nikulásar Kópernikusar?
Nikulás Kópernikus fæddist 19. febrúar 1473 í borginni Torun sem nú er ekki fjarri miðju Póllands. Borgin var í Hansasambandinu á þessum tíma, mikilvæg viðskiptamiðstöð og vellauðug. Átján ára að aldri fór Kópernikus til náms við háskólann í Krakow, en hann er meðal elstu háskóla í Evrópu og naut mikillar virði...
Hvað þýðir það að erfðavísar séu ónýtir og hvernig kemur slíkt fram í svipgerð fólks?
Gen (erfðavísar) eru mikilvægasti hluti erfðaefnisins. Erfðaefnið DNA eru tvíþátta þræðir sem mynda litningana. Við manneskjurnar fáum eitt sett af litningum frá móður og eitt sett frá föður. Því höfum við tvö heil eintök af flestum okkar genum - eitt frá hvoru foreldri. Það er kallað að vera tvílitna. Algengast e...
Hvað eru vorjafndægur og af hverju verða þau?
Klukkan 16:15 þriðjudaginn 20. mars 2018 verða vorjafndægur á norðurhveli jarðar en haustjafndægur á suðurhvelinu. Þá færist sólin norður yfir miðbaug himins. Á sumarsólstöðum í júní verður sólin svo lengst frá miðbaug himins og byrjar eftir það að lækka aftur á lofti. Dagur og nótt ekki alveg jafn löng Á...
Hver er besta leiðin til að fá „six pack“?
Margir lesendur Vísindavefsins hafa spurt um kviðvöðvann, sem oft er vísað til með ensku orðunum „six pack“ en kallast á íslensku kviðbeinn. Hér er öllum þessum spurningum svarað lið fyrir lið. Félagi minn er ekki með six pack, hann er með eight pack. Er það eðlilegt? Já, það er eðlilegt. Enska orðið „six pa...
Í hverju hafa samskipti Íslands og Japans aðallega falist?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvenær fóru Japan og Ísland í opinbert stjórnmálasamband og í hverju hafa samskipti landanna helst falist? Ísland og Japan stofnuðu til opinbers stjórnmálasambands þann 8. desember árið 1956. Japanir áttu frumkvæði að viðræðunum, en Íslendingar þurftu að hugsa sig vel um áður ...
Hvað getur þú sagt mér um íslandssléttbak?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað kallast hvalaættkvíslin "Right whale" á íslensku? Sléttbakur (Eubalaena glacialis) er ein þriggja tegunda innan ættkvíslarinnar Eubalaena sem á íslensku hefur verkið kölluð höttungar en á ensku right whale. Sléttbakurinn, sem einnig hefur gengið undir nöfnum eins og ísland...
Hver er saga dánarvottorða á Íslandi?
Á Norðurlöndunum var rík hefð fyrir því að prestar skráðu upplýsingar um dánarmein í prestsþjónustbækur sínar, og tölfræðilegar upplýsingar um dánarmein grundvölluðust framan af á skýrslum frá prestum. Lengi vel var söfnun upplýsinga um dánarmein mun ítarlegri í sænska ríkinu (það er í Svíþjóð og Finnlandi) en í D...
Hver var Sir Isaac Newton?
Sir Isaac Newton (1642-1727) var breskur vísindamaður sem er talinn frumkvöðull í eðlisfræði nýaldar og hann er án vafa einn mesti hugsuður mannkynssögunnar. Ísak fæddist í Woolsthorpe á Mið-Englandi á jóladag árið 1642, en faðir hans var þá látinn. Móðir hans giftist aftur nokkrum árum síðar, manni að nafni Barna...
Getið þið sagt mér eitthvað um plánetuna Venus?
Venus er önnur reikistjarnan frá sólu en fjarlægðin er um 108.210.000 km. Þvermál hennar er um 12.104 km sem þýðir að hún er sjötta stærsta reikistjarna sólkerfisins og aðeins minni en jörðin. Massi Venusar er 4,865*1027 g eða 81,5% af massa jarðar. Eðlismassinn er 5,20 g/cm3. Þyngdarhröðun við miðbaug reikistjörn...
Hvar og hvenær var tokkaríska töluð og af hverjum? Er eitthvert tungumál komið af tokkarísku?
Svar í hnotskurn: Tokkarísku málin tvö, sem yfirleitt eru táknuð “A” og “B” eða kölluð austur- og vesturtokkaríska, voru töluð af afkomendum indóevrópsks þjóðflokks í norðanverðri Tarim-lægð, sem er á sjálfstjórnarsvæðinu Sinkíang í Vestur-Kína. Tokkarísku málheimildirnar eru frá því um 500 til 900 eftir Krist...
Hvað er flatarmál?
Þetta er góð spurning og við henni má finna mörg misflókin svör. Það er sameiginlegt með mörgum hugtökum stærðfræðinnar að eiga rætur að rekja til óformlegra, hagnýtra hugmynda en miklu síðar vera gefin formlegri, stærðfræðileg merking. Til dæmis má auðveldlega útskýra hugmyndina um jákvæðar heiltölur fyrir lei...
Hvernig myndast öskjur?
Öskjur eru stórir hringlaga sigkatlar sem útlendingar nefna „kaldera“ eftir heiti sigketils á eynni Palma, einni Kanaríeyja: La Caldera de Tuburiente. Orðið „caldron“ merkir raunar stór hitapottur, (latína: caldarium = áhald til hitunar; caldus = heitur). Öskjur myndast við það að þakið yfir kvikuþró brestur o...