Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1059 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað varð um landnámssvínið, dó það út?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hefur fundist erfðaefni úr íslenskum landnámssvínum? Íslenskir landnámsmenn, sem talið er víst að hafi verið blanda fólks frá Skandinavíu og Bretlandseyjum,[1] höfðu með sér til landsins allar þær búfjártegundir sem tilheyrðu hefðbundnum landbúnaði þess tíma. Hi...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hversu hratt snýst tunglið um jörðina?

Tunglið ferðast mjög hratt, en á hverri sekúndu fer það 1,02 km á braut sinni umhverfis jörðina. Til samanburðar má nefna að jörðin ferðast 30 km á sekúndu á braut sinni umhverfis sólina, sem sjálf ferðast 250 km á sekúndu á hringferð sinni umhverfis miðju Vetrarbrautarinnar. Frá jörðu séð virðist tunglið færa...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver hefur 'marga fjöruna sopið'?

Orðasambandið e-r hefur marga fjöruna sopið er notað um þann sem hefur öðlast mikla reynslu og þroska, oft vegna einhverra erfiðleika. Dæmi um það í þessari mynd eru til í ritmálssafni Orðabókar Háskólans allt frá síðari hluta 18. aldar og er þar bent á að líkingin sé sótt til lífs sela. Heldur eldra eða frá uppha...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að búa til tölvur sem læra, til dæmis með því að forrita sig sjálfar?

Eins og lesa má í svari mínu við spurningunni Er líklegt að í framtíðinni verði hægt að búa til greindar vélar? eru þegar til vélar sem læra. Fæstar þeirra skrifa þó sín eigin forrit, að minnsta kosti ekki í bókstaflegri merkingu. Í raun er mjög einfalt að búa til forrit sem skrifar eigin forrit. Sumir vefþjón...

category-iconTölvunarfræði

Hvar á Íslandi er hægt að búa til róbóta?

Spurt er hvar hægt sé að búa til róbóta á Íslandi og gæti svarið verið jafn margbrotið og sá fjöldi róbóta sem mögulegt er að smíða. Það almennasta og víðtækasta er þó: „Heima hjá þér“. Það er margt sem þarf að huga að ef smíða skal róbóta, en slíkar vélar eru misflóknar. Róbóta sem elt getur ljós má til dæmis ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna lifa pöndur bara í Kína en ekki í nágrannaríkjunum?

Nú á tímum eru einu náttúrulega heimkynni risapöndunnar (Ailuropoda melanoleuca) bundin við mjög takmarkað svæði í miðhluta í Kína. Svo hefur þó ekki alltaf verið. Fundist hafa leifar risapöndu frá pleistósen-tímabilinu (sem stóð yfir frá því um það bil 2,6 milljón árum til loka síðustu ísaldar), í norður Mjan...

category-iconJarðvísindi

Í hvers konar eldgosum myndast apalhraun?

Apalhraun (e. a'a lava) myndast jafnan í ísúrum gosum. Í slíkum tilvikum er myndun þess óháð framleiðni og tengist beint tiltölulega hárri upphafsseigju kvikunnar. Þegar apalhraun verða til í basaltgosum við flæði beint frá gígum, einkennist gosvirknin af hlutfallslega öflugri kvikustrókavirkni, hvort sem um er að...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru óræðar tölur og hvernig tengist kvaðratrótin af 2 þeim?

Ekki er hægt að lýsa óræðum tölum án þess að fyrir liggi vitneskja um rauntölur og ræðar tölur. Segja má að rauntala sé samheiti yfir allar tölur sem má nota til að mæla lengdir strika í venjulegri rúmfræði, töluna $0$, og tilsvarandi neikvæðar tölur. Rauntölurnar má sjá fyrir sér á svokallaðri talnalínu, þar sem ...

category-iconMálstofa

Hafís í blöðunum 1918. V. Harðindi

Þessi pistill er sá fimmti í röðinni af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Hér á eftir er grein eftir Steingrím Matthíasson (1876-1948) lækni á Akureyri þar sem hann vitnar m.a. í nýútkomið rit Þorvalds Thoroddsen (1855-1921) jarðfræðings, „Árferði á Íslandi í þúsund ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig myndast kynfrumur?

Upphaflega spurningin var eftirfarandi:Hvernig skapar líkami okkar sáðfrumur? Kynfrumur þroskast í kynkirtlum frá upphafi kynþroska og halda áfram að þroskast fram að tíðahvörfum hjá konum en nokkurn veginn út ævina hjá körlum. Tilurð kynfruma má þó rekja allt til fyrstu vikna fósturþroska rétt eftir hreiðrun f...

category-iconEfnafræði

Er rétt að gróðurhúsaáhrif koltvíoxíðs hafi náð hámarki og valdi þess vegna ekki meiri hitaaukningu á jörðinni?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er rétt að gróðurhúsaáhrif koltvíoxíðs hafi náð hámarki þannig að frekari viðbót í andrúmsloftinu valdi ekki meiri hitaaukningu á jörðinni? Stutta svarið er nei. Þetta er hins vegar afar áhugaverð spurning sem kallar á smá sögulegan inngang auk skýringar sem á rætur...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur örnefnið Lúdent og hvað merkir það?

Lúdent er gígur austan við Mývatn í Suður-Þingeyjarsýslu. Þórhallur Vilmundarson telur nafnið vera dregið af tilbúna orðinu Lútandi sem orðið hafi að Lútendi og svo Lúdent. Síðan hafi orðið stúdent haft áhrif á nafnmyndina (Grímnir 2:109-110). Hverfjall í forgrunni, Bláfjall (til vinstri) og Sellandafjall (til ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til síams-kindur?

Síamstvíburar eða samtengdir tvíburar (e. conjoined twins) eru tvíburar sem eru samvaxnir við fæðingu. Þetta gerist þegar okfrumu eineggja tvíbura tekst ekki að skipta sér fullkomlega í tvennt. Nánar er fjallað um síamstvíbura í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvernig verða síamstvíburar til og hva...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið útskýrt reglu Rolles og meðalgildissetninguna?

Regla Rolles og meðalgildissetningin eru náskyldar, og sú fyrrnefnda er notuð við sönnun þeirrar seinni. Regla Rolles er kennd við franska stærðfræðinginn Michel Rolle (1652-1719; frb. 'roll' eins og í 'holl' og 'troll') en hann sannaði regluna árið 1691 með örsmæðareikningi. Á þessum tíma voru aðferðir í örsmæðar...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er sólin þung?

Sólin vegur 1,99*1030 (199 og 28 núll!) kg. Það þýðir að hún er jafn þung og 340.000 Jarðir. Hún er 1.392.000 kílómetrar í þvermál sem nemur 109 Jörðum en þvermál Jarðar er 12.756 kílómetrar. Sólin er 6043°C á yfirborðinu og 1.55*1026°C í miðjunni. Hún er í 149.637.000 kílómetra fjarlægð frá Jörðinni sem þýðir að ...

Fleiri niðurstöður