Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6579 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvenær var penisilín fyrst notað á Íslandi?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða ár kom penisilín til Íslands og hvaða lyf er stærsti samkeppnisaðili penisilíns? Ekki er auðvelt að nálgast áreiðanlegar heimildir um fyrstu notkun penisilíns á Íslandi en upphaflega var það aðeins til sem stungulyf og var talsvert ertandi. Til eru skriflegar ...

category-iconEfnafræði

Hvers konar frumefni er xenon og af hverju heitir það þessu nafni?

Xenon hefur sætistöluna 54 í lotukerfinu og er eðallofttegund. Það var uppgötvað af bresku efnafræðingunum Sir William Ramsay (1852-1916) og Morris Travers (1872-1961). Ramsay átt þátt í uppgötvun eðallofttegundarinnar argons árið 1894, ásamt eðlisfræðingnum William Rayleigh. Ramsay sýndi síðan fram á að staðsetni...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er innflutningur skriðdýra til Íslands bannaður?

Almennt bann hefur ríkt við innflutningi skriðdýra á borð við slöngur, skjaldbökur og eðlur frá því snemma á 9. áratug síðustu aldar. Bannið byggði upphaflega á alvarlegum sjúkdómstilfellum í fólki af völdum salmonellusmits sem rekja mátti með ótvíræðum hætti til þessara gæludýra. Árið 1983 kom upp sýking af v...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var William Rayleigh og hvert var hans framlag til vísindanna?

John William Strutt fæddist í Essex á Englandi 1842. Hann var af aðalsættum, sonur Johns Strutts baróns Rayleigh og erfði titilinn sem þriðji barón Rayleigh eftir föður sinn 1873. Framan af var skólaganga hans skrykkjótt vegna heilsubrests og umhverfið sem hann mótaðist í snerist um óðöl og landbúnað frekar en vís...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað getur þú sagt mér um sjúkdóminn PKU?

PKU er arfgengur sjúkdómur. Hann stafar af víkjandi stökkbreyttu geni sem þýðir að barn þarf að erfa genið frá báðum foreldrum sínum til að sjúkdómurinn komi fram. Stökkbreytingin í geninu veldur því að það vantar ensím í lifur sem brýtur niður amínósýruna fenýlalanín. Þessi amínósýra er í öllum prótínum og sumum ...

category-iconStærðfræði

Hver er Andrew Wiles og hvernig tókst honum að sanna síðustu setningu Fermats?

Andrew John Wiles er bresk-bandarískur stærðfræðingur fæddur 1953. Hann er nú prófessor við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum. Wiles er einn af þekktustu stærðfræðingum samtíðarinnar vegna sönnunar sinnar á síðustu setningu Fermats. Fyrir afrek hans aðlaði Bretadrottning Wiles árið 2000 en hann hefur hlotið margar...

category-iconHeimspeki

Hver var Plútarkos og hver eru hans helstu rit?

Plútarkos sonur Átóbúlosar frá Kæróneiu í Böótíu var grískur heimspekingur og ævisagnaritari, sem var uppi á fyrstu og annarri öld okkar tímatals. Hann fæddist um árið 46 og lést eftir árið 120. Plútarkos var föðurbróðir Sextosar, sem var einn af kennurum Markúsar Árelíusar, keisara Rómaveldis. Hann nam heimspeki ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað gerðist í Örlygsstaðabardaga?

Örlygsstaðabardagi var háður 21. ágúst 1238 í Skagafirði austanverðum á stað sem var kallaður Örlygsstaðir , skammt fyrir norðan Víðivelli en nokkru lengra fyrir sunnan Miklabæ. Þar var þá sauðahús, en þrátt fyrir þetta ábúðarmikla nafn staðarins er ekki vitað til að þar hafi nokkurn tímann verið byggt býli. Tildr...

category-iconJarðvísindi

Getið þið útskýrt hvernig gosmökkur í eldgosum hegðar sér?

Gosmökkur er blanda gjósku, vatnsgufu, annarra kvikugasa og lofts. Í sinni einföldustu mynd er hann þrískiptur. Neðsta hluta hans mætti kalla gasspyrnuhluta, miðhlutann uppdrifshluta og efsta hlutann kúf. Þessi skipting skýrist af því hvaða kraftar knýja einstaka hluta makkarins.[1] Kvikuhólf, eldfjall og gosm...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er snákaolía og hverjir seldu hana?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hverjir voru snákaolíusölumenn? Hugakið snákaolía er notað um ýmsar vörur ætlaðar til hjálækninga. Íslenska hugtakið hjálækningar er þýðing á ensku orðunum 'complementary' eða 'alternative medicine'. Til hjálækninga flokkast þær aðferðir til lækninga sem samrýmast e...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað varð um Gavrilo Princip eftir að hann fór í fangelsi?

Bosníu-Serbinn Gavrilo Princip (1894-1918) komst á spjöld sögunnar þegar hann skaut til bana Franz Ferdinand ríkiserfingja Austurríkis og Sófíu eiginkonu hans í Sarajevó þann 28. júní 1914. Princip ætlaði að taka sitt eigið líf strax á eftir en blásýran sem hann reyndi að taka inn virkaði ekki sem skyldi og nærsta...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Af hverju kallast Istanbúl einnig Mikligarður?

Borgin sem nú nefnist Istanbúl og er í Tyrklandi var stofnuð af Grikkjum frá borginni Megara árið 667 fyrir Krist. Hún var verslunarborg og vel staðsett við sjóleiðina um Sæviðarsund (Bosporos) á milli Eyjahafs og Svartahafs. Í upphafi nefndist borgin Byzantion. Nafnið er ekki grískt og er talið af þrakverskum ...

category-iconMannfræði

Hvaða rannsóknir hefur Kristín Loftsdóttir stundað?

Kristín Loftsdóttir er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa snúið að fjölþættum viðfangsefnum svo sem fordómum, arfleifð nýlendutímans í samtímanum, hvítleika-hugmyndum, aðstæðum vegabréfslausra farandverkamanna og tengslum kreppu og þjóðernislegra sjálfsmynda svo eitthvað sé nefnt. Kr...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Jónsdóttir rannsakað?

Kristín Jónsdóttir er eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur og starfar sem hópstjóri í náttúruváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands. Hún er einnig virk í vísindaráði Almannavarna, heldur iðuglega erindi á íbúafundum víða um land og hefur starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið Kristínar ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvaða rannsóknir hefur Árni Sigurður Ingason stundað?

Árni Sigurður Ingason er framkvæmdarstjóri Grein Research, sprotafyrirtækis sem starfar á sviði efnistækni og er sprottið upp úr rannsóknastarfi innan Háskóla Íslands. Fyrirtækið vinnur að því markmiði að brúa bil milli framleiðsluþekkingar og -aðstöðu annars vegar, bæði á Íslandi og erlendis, og íslensk iðnaðar h...

Fleiri niðurstöður