Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8059 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvað eru surtseysk eldgos?

Sprengigos sem verða þegar kvika í gosrás eða gosopi kemst í snertingu við vatn, kallast tætigos á íslensku. Ein gerð þeirra er kennd við Surtsey og goshættina sem ríktu þegar eyjan reis úr hafi.1 Hátt hlutfall smárra korna eykur varmaflutning til gosmakkarins og hefur þau áhrif, að hann rís hærra í andrúmslof...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna eru sumir rangeygðir?

Rangeygð er ástand þegar bæði augu horfa ekki á sama stað á sama tíma. Annað augað snýr þá inn á við, út á við, upp eða niður og stafar það oftast af lélegri stjórnun augnvöðva eða mikilli fjarsýni. Sex vöðvar tengjast hvoru auga og stjórna hreyfingum þess. Vöðvarnir fá boð frá heila sem stýrir þeim. Undir venjule...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir Kolgrafafjörður þessu nafni?

Kolgrafafjörður er norðanmegin á Snæfellsnesi, milli Grundarfjarðar að vestan og Hraunsfjarðar að austan. Nafnið Kolgrafafjörður er nú notað um fjörðinn allan, allt frá botni (Hlöðuvogi) og út undir Akureyjar. Að fornu var nafnið eingöngu notað um innri hluta fjarðarins, frá botni og fram undir þrengingarnar við H...

category-iconFélagsvísindi

Er hægt að stela frá sjálfum sér?

Þessari spurningu er hægt að svara á ýmsa vegu. Svarið fer til að mynda eftir því hvaða skilningur er lagður í sögnina 'að stela' og eins skiptir máli hverju er stolið. Stundum hafa menn á orði að 'einhverju sé alveg stolið úr þeim' og er þá yfirleitt átt við að þeir muni ekki eitthvað. Í því tilviki væri hægt að ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Við erum krakkar í 4. bekk í Hraunvallaskóla og viljum vita hvort fiskar verði þyrstir?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Góðan dag. Við erum krakkar í 4. bekk í Hraunvallaskóla. Við höfum verið í vísindasmiðju og upp kom ein spurning sem okkur langar að fá svar við. Spurning okkar er þessi; verða fiskar þyrstir? Með bestu kveðju, Vísindahópurinn í 4. bekk. Þurrlendisdýr lifa í stöðugri baráttu ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu mikinn koltvísýring hefði gróðurinn sem var á Íslandi áður en landið var numið, getað bundið?

Miðað við það gróðurfar sem var á Íslandi rétt fyrir landnám og áður en landnýting hófst með tilheyrandi skógar- og gróðureyðingu þá má eins búast við því að binding kolefnis hafi verið í lágmarki. Við þessi skilyrði hefur lífmassi gróðurs verið í hámarki og engir möguleikar fyrir skóglendi og önnur gróðurlendi að...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna sveiflast loftslag á milli kuldaskeiða og hlýskeiða?

Loftslag sveiflast vegna þess að styrkur geislunar sem jörðin fær á braut sinni um sólu breytist smám saman. Þrennt veldur því. Á hundrað þúsund árum breytist braut jarðar um sólu (sporbaugur) frá því að vera nærri því hringlaga í sporöskjulögun. Þegar brautin er nær hringlaga er jörðin allt árið jafnlangt frá...

category-iconHagfræði

Væri krónan ekki búin að lagast ef stýrivextir lækkuðu í 2% eða minna?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Væri ekki krónan búin að lagast að stórum hluta ef stýrivextir lækkuðu í 2% eða minna? Ekki er ljóst hvað fyrirspyrjandi á við með að krónan sé í lagi eða að hún lagist. Hér er gengið út frá að átt sé við stöðugt nafngengi. Eins og kemur fram í svari við spurning...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru gæsir merktar?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju eru gæsir merktar? Af hverju er fólk að fylgjast með hvert gæsirnar fljúga, hvert þær fara og hvað langt? Og hvað er svo gert við upplýsingarnar þegar búið að skoða þær? Merkingar á fuglum eru ætíð tengdar rannsóknum. Hver einstaklingur fær kennitölu á málmmerki s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Á hverju lifa leðurblökur?

Leðurblökur tilheyra ættbálknum Chiroptera sem skiptist í tvo undirættbálka; annars vegar svokallaða flugrefi eða stórblökur (Megachiroptera) og hins vegar smáblökur (Microchiroptera). Stórblökurnar nærast fyrst og fremst á ávöxtum og fræjum og mætti því kalla ávaxtaleðurblökur (e. fruit bats) en smáblökurnar sem ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist í vistkerfinu ef mikil fjölgun eða fækkun verður hjá einni tegund?

Orið vistkerfi er notað um hóp af lífverum og umhverfi þeirra sem afmörkuð heild. Ef ein tegund nær að fjölga sér óvenju mikið við náttúrlegar aðstæður þá hafa yfirleitt einhverjir grunnþættir sem snerta hana einnig breyst. Dæmi um þetta er mikil fjölgun snjógæsa undanfarin ár, en hún er rakin til breytinga á ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er svínainflúensa?

Svínainflúensa er bráð sýking í öndunarvegum svína af völdum inflúensu A-veiru. Dánartíðnin er lág í svínum og þau ná sér venjulega á 7–10 dögum frá upphafi veikinda. Þessar veirur er einnig að finna í villtum fuglum, fiðurfé, hestum og mönnum. Svínainflúensa berst afar sjaldan milli dýrategunda. Fram til þessa ha...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hafa margir geimfarar látist í tilraunum til að fara út í geim?

Alls hafa 18 manns farist í geimferðaslysum, annað hvort á leið út úr gufuhvolfi jarðar eða á leið til jarðar. Sá fyrsti sem lést í geimferð var hinn sovéski Vladimir Komarov. Hann var einn í áhöfn Soyuz 1 sem skotið var á loft þann 23. apríl 1967. Eftir 18 hringi umhverfis jörðu, þar sem í ljós komu ýmisar bi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig öfluðu grameðlur sér fæðu og hvaða dýr veiddu þær?

Þótt fæðuvistfræði löngu útdauðra dýra eins og grameðlunnar (Tyrannosaurus rex) sé ekki þekkt, þykir nokkuð víst að hún hafi verið kjötæta. Lengi vel töldu menn að grameðlan hafi trónað efst á toppi fæðupíramíta risaeðla á krítartímabilinu. Stórkostleg líkamsstærð hennar og risaskoltur ollu því að engin risaeðla g...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig haga breimandi læður sér?

Læður verða breima oft á ári ef þær æxlast ekki og nefnist slíkt polyestrous á máli líffræðinnar. Að meðaltali eru læður breima í fjóra til sjö daga í einu, sjaldnast lengur. Á þessu tímabili laðast fressar mjög að læðunni, enda gefur hún frá sér lykt sem þeir laðast að. Ef mikið er um ketti getur jafnvel farið sv...

Fleiri niðurstöður