Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8201 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig jórtra dýr?

Jórtrun er eitt best þekkta dæmi um samlífi spendýra (Mammalia) og örvera. Dýr sem jórtra hafa fjórskiptan maga og kallast magahólfin vömb, keppur, laki og vinstur. Þegar jórturdýr bíta gras berst það lítt tuggið niður í vömbina. Þar er fæðan möluð og blandast munnvatni. Jórturdýr framleiða gríðarlegt magn af ...

category-iconVeðurfræði

Hvers konar veður er yfirleitt á sumardaginn fyrsta?

Dagarnir frá 20. apríl eða svo, til um það bil 10. maí, eru sá hluti ársins þegar norðaustanátt er hvað tíðust á landinu og loftþrýstingur hæstur. Slíku veðri fylgir gjarnan þurr næðingur syðra, oft með sólskini, en dauft veður með smáéljahraglanda nyrðra. Mjög bregður þó út af í einstökum árum. Hæsti hiti sem ...

category-iconLögfræði

Má lögreglan brjóta umferðarlögin án þess að hafa kveikt á lögregluljósum og sírenum?

Lögreglu ber almennt að fylgja reglum umferðarlaga í störfum sínum. Í umferðarlögum hefur hins vegar lengi verið sérstök heimild til svokallaðs „neyðaraksturs“. Jafnframt eru í gildi reglur um neyðarakstur sem settar hafa verið á grundvelli umferðarlaga. Neyðarakstur er akstur sem talinn er nauðsynlegur vegna verk...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju var Alþingi stofnað?

Það hefur tíðkast frá ómunatíð víðs vegar um heiminn að menn komi saman á þing til að ráða ráðum sínum, setja lög og dæma í málum manna. Til er sú skoðun að slíkt almannavald sé eldra og upphaflegra en vald fárra og tiginna stjórnenda eins og konunga. Aþeningar hinir fornu, sem löngum hefur verið litið til sem fyr...

category-iconLandafræði

Hvaða land eða lönd eiga Suðurskautslandið?

Suðurskautslandið er í raun heimsálfa án eiganda því það tilheyrir engu ríki. Það þýðir þó ekki að enginn vilji eiga það. Sjö þjóðir hafa gert tilkall til yfirráða yfir ákveðnum landsvæðum Suðurskautslandsins, það eru Argentína, Ástralía, Bretland, Síle, Frakkland, Nýja-Sjáland og Noregur. Sjö ríki hafa gert t...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Voru það bara gyðingar sem fóru í útrýmingarbúðirnar?

Þegar fjallað er um helförina og þá sem létu lífið í útrýmingarbúðum nasista koma gyðingar eðlilega fyrst upp í hugann. Þeir voru langfjölmennasti hópur þeirra sem enduðu líf sitt í búðunum og hafa fengið mesta athygli og umfjöllun. En það voru fleiri hópar sem voru ofsóttir af nasistum og fluttir í útrýmingarbúði...

category-iconVísindi almennt

Hvers vegna brakar í háspennulínum?

Háspennulínur gegna mikilvægu hlutverki í nútíma þjóðfélagi. Þær flytja raforku á hárri spennu eftir grönnum leiðurum milli landshluta. Bilið á milli leiðaranna er mun meira en þverskurðarflatarmál leiðarans. Utan um leiðarann er rafsvið og því hærri sem spennan á leiðaranum er því sterkara er rafsviðið. Þegar ákv...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Mun ljósgeisli í kúlulaga speglaherbergi endurkastast endalaust og aldrei slokkna?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað mundi gerast ef ljósi yrði lýst inn í herbergi sem væri gert úr speglum að innanverðu og í laginu eins og kúla, mundi ljósið endurvarpast endalaust og aldrei slokkna? Þessi spurning er nátengd spurningunni Er hægt að fanga ljóseind milli tveggja spegla? Í stutt...

category-iconHeimspeki

Hvað eru hugvísindi?

Hugvísindi eru þær greinar fræða og vísinda sem fást við að skýra afurðir menningarinnar, greina þær og miðla þeim. Menning er hvers kyns viðleitni manna til að gæða lífið merkingu. Sú viðleitni er öðrum þræði í því fólgin að nema það sem fyrir ber í allri sinni dýpt og öllum sínum fjölskrúðugu myndum. Öll vísindi...

category-iconLandafræði

Hvað er Brasilía stór og hvað búa margir þar?

Eiginlega má segja að flest við Brasilíu sé stórt eða mikið, það er sama hvort litið er til flatarmáls landins, náttúrufars, dýralífs, fólksfjölda, fjölbreytileika mannslífs, bilsins milli ríkra og fátækra eða ákefðar við að halda stóra alþjóðlega íþróttaviðburði svo einhver dæmi séu nefnd. Hér verður sjónum hins ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er pipar og hvernig verður hann til?

Pipar er krydd úr berjum piparjurtarinnar (Piper nigrum). Piparjurtin er klifurjurt upprunnin í hitabelti Asíu. Jurtin getur náð 4-6 metra hæð. Þriggja til fjögurra ára gömul byrjar jurtin að blómstra litlum hvítum blómum sem verða að berjum og kallast piparkorn. Til eru nokkrar gerðir af pipar og fer bragð og lit...

category-iconEfnafræði

Hversu mikið eykst rúmmál andrúmslofts við hitabreytingu?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Er til einföld aðferð til nálgunar á því hversu rúmmál andrúmslofts eykst við hitabreytingu? Eingöngu er átt við breytingu á lofthita en að öðru leyti séu sömu aðstæður. Dæmi: Útiloft er hitað úr 5°C í 23°C, hversu mikið eykst rúmmál loftsins og hvernig er það reiknað út? ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað eru margir kosningabærir Íslendingar í dag?

Allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og eiga lögheimili hér á landi eiga rétt á að kjósa í kosningum til Alþingis og í forsetakosningum. Íslenskir ríkisborgarar sem flutt hafa til útlanda halda þessum rétti í átta ár frá því að þeir flytja lögheimili af landinu og lengur ef sótt er um ...

category-iconTölvunarfræði

Hafa vef- eða kerfisstjórar Pírata aðgang að gagnagrunni með kosningaupplýsingum?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Spurningin fellur ekki alveg að tilgangi staðreyndavaktarinnar en þar sem hún tengist óneitanlega umræðu í aðdraganda kosninga var ákveðið að taka hana til meðferðar. Það sama gildir um þessi svör og önnur...

category-iconStærðfræði

Hvernig varð stærðfræðin til?

Stærðfræðin á tvennar rætur. Annars vegar í þörfinni fyrir að telja, halda reiður á hlutunum í kringum sig og eigin eigum. Hins vegar í formunum í umhverfinu. Þörfin fyrir að telja og talning urðu grundvöllurinn að reikningi. Þegar búið var að telja hóp hér og hóp þar, til dæmis með fimm og sjö, lá næst við að...

Fleiri niðurstöður