Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8439 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðanna hjónaband og hjón? Eru til skyld orð í öðrum tungumálum?

Orðið hjón er til í einhverri mynd í flestum Norðurlandamálum. Í færeysku er til hjún, í eldri nýnorsku hjon, hjun, eldri sænsku hjon 'maki; þjónn', forndönsku hjøn. Orðin eru samgermönsk. Í fornháþýsku voru til orðmyndirnar hiuuin, hiwen, hiun í merkingunni 'hjúskaparaðili' og í fornensku hiwa (í eignarfalli hina...

category-iconFornleifafræði

Hvað gerðu konur á víkingaöld og hvernig klæddu þær sig? Hver var staða þeirra?

Í hugum margra er víkingaaldarkonan komin yfir miðjan aldur, skörungslynd en valdamikil. Hún ræður oft örlögum eiginmanns síns með eftirtektarverðum ákvörðunum. Þannig hafa einhverjar þeirra eflaust verið en rannsakendur gefa sífellt meiri gaum þeirri breidd sem manneskjan býr yfir miðað við aldur, kyn, kynhneigð ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver er uppruni tungumála Finna og Ungverja, sem eru gjörólík öllum öðrum í Evrópu?

Finnska og ungverska teljast til svonefndra finnsk-úgrískra mála af úrölsku málaættinni en til hennar telst einnig önnur grein, samójedíska. Mál af úrölsku málaættinni eru talin eiga uppruna sinn að rekja til frumúrölsku, sem töluð hafi verið í norðanverðum Úralfjöllunum í Rússlandi fyrir rúmum 7,000 árum og boris...

category-iconHeimspeki

Er munur á mótsögn og þversögn? Ef svarið er já, hver er þá munurinn?

Mótsögn er í hnotskurn fullyrðing sem bæði játar og neitar því sama. Einföld framsetning gæti verið á þessa leið á táknmáli rökfræðinnar: p ∧ ¬ p (það er p og ekki-p) þar sem breytan p stendur fyrir hvaða staðhæfingu sem er. Ef breytan p stendur til dæmis fyrir staðhæfinguna „Ísland er eyja“ fæst: Íslan...

category-iconStærðfræði

Hver er þyngd og rúmmál eins milljarðs íslenskra króna í fimm þúsund króna seðlum?

Þær upplýsingar fengust frá Seðlabanka Íslands að einn milljarður króna í fimm þúsund króna seðlum sé 186,7 kíló að þyngd og því sem næst fjórðungi úr rúmmetra að rúmmáli. Þessar tölur miðast við að seðlarnir séu ónotaðir. Til að setja þessar tölur í samhengi má benda á að eins lítra mjólkurferna vegur um það bil...

category-iconJarðvísindi

Hver er stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur á Íslandi og hversu stór var hann?

Stærsti jarðskjálfti á sögulegum tíma á Íslandi er gjarnan talinn vera skjálftinn á Suðurlandi 14. ágúst 1784. Stærð hans hefur verið metin 7,1. Þessi stærð er að sjálfsögðu ekki fengin með mælingum enda komu skjálftamælar ekki til sögunnar fyrr en rúmri öld síðar. Stærðin er fengin með því að bera áhrif skjálftan...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða basta er átt við í punktur og basta og hver er uppruni orðasambandsins?

Orðasambandið er fengið að láni úr dönsku punktum og basta. Punktum „punktur“ er úr latínu og basta er ítölsk upphrópun „nú er nóg komið!“ af sögninni bastare „nægja“. „Nú er nóg komið!“ hugsar þessi eflaust þegar bíllinn fór ekki í gegnum skoðun. Elsta myndin í íslensku punktum og basta er frá síðari hluta 1...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins tungl? Viðlíka orð virðist ekki vera notað í skyldum málum.

Orðin tungl og máni þekkjast þegar í fornu máli í ýmsum fornritum. Í Njáls sögu segir til dæmis: „Þeim sýndisk haugrinn opinn, ok hafði Gunnarr snúizk í hauginum ok sá í móti tunglinu“ (ÍF XII, bls. 193). Í kaflanum „Himins heiti, sólar ok tungls“ í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu notar Snorri Sturluson máni sem eit...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver var fyrsta kvikmynd heims og hversu mikið hefur tækninni fleygt fram síðan þá?

Það hefur töluvert verið deilt um það hver fyrsta kvikmynd heims var. Flestir eru þó sammála um hvaða hreyfimynd hafi verið sú fyrsta í heimi. Árið 1878 tók enskur ljósmyndari að nafninu Eadweard Muybridge raðir mynda af hesti ríkisstjóra Kaliforníu á hlaupum. Út kom 3 sekúndna hreyfimynd þar sem hesturinn sést hl...

category-iconHugvísindi

Hvaða ár var næstsíðasta aftaka á Íslandi? Hver var tekin af lífi og hvar?

Næstsíðasta aftaka á Íslandi fór fram í Skagafirði sumarið 1790, nánar tiltekið í Helluhólma í Héraðsvötnum. Helluhólmar eru raunar ekki til lengur en farvegur Héraðsvatna breyttist um 1800. Kona að nafni Ingibjörg Jónsdóttir hafði verið fundin sek og dæmd til dauða vegna dulsmáls, það er fætt barn á laun. Ing...

category-iconFélagsvísindi

Hver er mest spilaða íþrótt í heiminum og hvernig lítur topp tíu listinn út?

Fótbolti virðist vera í efsta sæti á flestum listum sem við höfum séð fyrir vinsælustu eða mest spiluðu íþrótt í heimi, sama hvaða aðferð er notuð til að raða íþróttagreinum á listann. Þeir sem hafa áhuga á að skoða lista á Netinu um vinsælustu íþróttagreinarnar geta til dæmis athugað þessa leitarniðurstöðu. Hi...

category-iconHagfræði

Hver var Benjamín H.J. Eiríksson og hvert var hans framlag til hagstjórnar á Íslandi?

Krafan um fríverslun við erlendar þjóðir var ein af höfuðkröfum Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni á nítjándu öld. Það var skoðun manna eins og Jóns Sigurðssonar forseta að verslunarfrelsi væri í raun forsenda fyrir þjóðfrelsi og einn af mestu sigrum hans í sjálfstæðisbaráttunni var að fá síðustu leifar dönsku ver...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Edward W. Said og hvert var hans framlag til vísinda og fræða?

Edward W. Said var palestínsk-amerískur bókmenntafræðingur, kunnastur fyrir orðræðugreiningu sína á textum og myndmáli Vesturlandabúa um Austurlönd og Austurlandabúa. Í þekktustu bók sinni Orientalism sýndi hann fram á tengsl nútíma Austurlandafræða við heimsvaldastefnu og viðvarandi hugmynda um framandleika hins ...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er Ok ekki lengur jökull? Hver er þá minnsti jökull landsins núna?

Eitt megineinkenni jökla er að þeir skríða undan eigin þunga. Til þess að það gerist þurfa þeir að vera um 40 til 50 metra þykkir. Ok árið 2003. Okjökull var fyrir rúmri öld 15 ferkílómetra, meira en 50 m þykkur, kúptur jökull. Þá hneig hann fram undan þunga sínum vegna þess að ís verður seigfljótandi við að...

category-iconLæknisfræði

Hver er dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi í samanburði við önnur lönd?

Upprunalega var spurningin: Eru Íslendingar hátt á heimslista yfir tíðni hjarta- og æðasjúkdóma? Kransæðasjúkdómar sem valda blóðþurrð eru algeng birtingarmynd hjarta- og æðasjúkdóma. Nýgengi kransæðasjúkdóma á Íslandi hefur farið stöðugt lækkandi undanfarna þrjá áratugi. Samkvæmt gögnum úr Hjartaáfallaskrá...

Fleiri niðurstöður