Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 832 svör fundust
Hvaða bækur eru Grágás og Jónsbók?
Allsherjarríki eða þjóðveldi var stofnað á Íslandi á 10. öld. Eftir það giltu ein lög fyrir alla í landinu, sem var næstum einsdæmi í Evrópu. Til eru tvö stór og heilleg skinnhandrit af þjóðveldislögunum, Staðarhólsbók og Konungsbók, auk töluverðs fjölda brota. Talið er að þessar bækur hafi verið ritaðar um miðj...
Hvers konar konungasaga er Fagurskinna?
Um konungasögur er fjallað nánar um í svari eftir sama höfund við spurningunni Hvers vegna tóku Íslendingar upp á því að skrifa konungasögur og um hvað fjalla helstu sögurnar? og lesendum er bent á að kynna sér það svar einnig. Konungasagnaritið Fagurskinna er litlu yngra en Morkinskinna en öfugt við Morkinskin...
Hvaða keisara er átt við þegar verið er að deila um keisarans skegg?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:Er hægt að rekja orðasambandið 'deila um keisarans skegg', til einhvers tiltekins keisara - og hvað er átt við með þessu? Var það einhver sérstakur keisari, sem var með skeggið sem olli deilum? Orðasambandið að deila um keisarans skegg merkir ‘að deila um eitthvað sem ek...
Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin?
Heimsálfurnar eru sjö talsins samkvæmt þekkingu nútímans: Afríka, Asía, Ástralía, Evrópa, Norður-Ameríka, Suður-Ameríka og Suðurskautslandið. Nöfnin Afríka, Asía og Evrópa eru forn og uppruni þeirra ekki fullljós. Hin nöfnin eru nýrri og eiga sér nokkuð skýran uppruna. *** Hér er einnig að finna svar við spu...
Getið þið sagt mér allt um lípíð?
Ekki er hægt að greina frá öllu um lípíð á þessum vettvangi þar sem slík umfjöllun myndi fylla mörg bókabindi. Lípíð eða fituefni er stór flokkur efna sem eiga það eitt sameiginlegt að vera vatnsfælin og leysast því ekki upp í vatni. Í þessum efnaflokki er fita (feiti og olíur, það er hörð og mjúk fita), vöx, fosf...
Hvað geturðu sagt mér um Émile Durkheim?
Líkt og allar aðrar fræðigreinar er félagsfræðin lifandi vettvangur kenninga og rannsókna þar sem nýjar hugmyndir og nýjar niðurstöður leysa gamlar af hólmi. Sjálft viðfangsefni félagsfræðinnar er þjóðfélagið, sem við lifum í. Þar sem það ólgar af sífelldum breytingum er óumflýjanlegt að fræðigreinin, sem er helgu...
Hvenær var Þales fyrst kallaður heimspekingur?
Spurningin í heild sinni var svona:Í svari vefjarins við spurningu um Þales frá Míletos segir: „Heimspeki er iðja sem menn hafa stundað, að því er vestræn menningarsaga hermir, í 2500 ár, með 1000 ára hléi yfir hörðustu miðaldir. Þessi iðja varð til í Grikklandi hinu forna. Fyrsti heimspekingurinn er talinn Þales ...
Er hægt að búa til hvaða rauntölu sem er úr ræðum tölum með því að beita hefðbundnum reikniaðgerðum?
Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Það er aðeins hægt að búa til sárafáar rauntölur með því að beita hefðbundnum reikniaðgerðum á ræðar tölur; til dæmis getum við hvorki búið til e né pí (\(\pi\)) þannig. Því miður er þetta of flókið að útskýra það hér til hlítar, en í staðinn getum við útskýrt hvernig má...
Hvað hét bústaður Freys og annarra norrænna goða?
Úr brám Ýmis gerðu goðin virkisgarð umhverfis mannheim til að verjast jötnum. Þessi víggirta borg heitir Miðgarður. Eftir að Bors synir höfðu skapað fyrstu mennina komu þeir saman ásamt goðum og gyðjum á Iðuvöllum og reistu sér borg í miðjum heimi sem fékk nafnið Ásgarður, því næst voru bústaðir Ásgarðs byggðir. Í...
Af hverju vildu dönsk yfirvöld veita Íslendingum fullveldi?
Stutta svarið hljómar svona: Danir höfðu blátt áfram engan áhuga lengur á því að ráða yfir Íslandi. Árið 1848 var einveldi afnumið í Danmörku og frá því að þingræði var innleitt árið 1901 höfðu frjálslyndir stjórnmálamenn setið að völdum, menn sem höfðu samúð með sjálfstæðiskröfum Íslendinga. Það getur aldrei þjón...
Hvaða rannsóknir hefur fræðimaðurinn Finnur Dellsén stundað?
Finnur Dellsén er dósent í heimspeki við Háskóla Íslands og gisti-dósent (førsteamanuensis II) við Inland Norway University of Applied Sciences í Noregi. Rannsóknir Finns hafa að miklu leyti snúist um hvernig við öðlumst skilning og þekkingu á heiminum, sérstaklega í vísindum og með hjálp þeirra. Þessar rannsóknir...
Hver var ástæðan fyrir kalda stríðinu? Var það nauðsynlegt eða hefði verið hægt að sleppa því?
Margar spurningar hafa borist Vísindavefnum um kalda stríðið og vígbúnaðarkapphlaupið sem því fylgdi. Hér er reynt að svara þeim Kristborgu Ágústsdóttur, Davíð Sigurðarsyni, Thelmu Hrönn Sigurdórsdóttur, Einari Hafliðasyni, Ernu Valdísi Jónsdóttur, Söndru Guðmundsdóttur, Berglindi Þorsteinsdóttur, Jarþrúði Hólmdís...
Hvernig kom Leníngrad við sögu í seinni heimsstyrjöldinni?
Leníngrad var glæsilegasta borg Sovétríkjanna og ein sú fjölmennasta fyrir seinni heimsstyrjöldina, en talið er að borgarbúar hafi þá verið tæpar 3,2 milljónir. Í stríðinu sátu herir Þjóðverja og Finna um borgina í nærri 900 daga. Fyrstu mánuði umsátursins sultu borgarbúar heilu hungri og ef Sovétmönnum hefði ekki...
Hvað gerðist í fyrri heimsstyrjöldinni?
Hér er stórt spurt og ekki hlaupið að því að svara í stuttu máli. Heimsstyrjöldin fyrri var fyrst og fremst Evrópustríð og þetta voru mestu átök í sögu álfunnar. Jafnframt teygði hún anga sína víða um heim. Hátt í 70 milljónir manna voru kallaðar til vopna. Þegar upp var staðið lágu að minnsta kosti 15 milljónir í...
Hvernig er einfaldasta skýringin á verðbólgu og hvað er „mínus“-verðbólga?
Eitt af hlutverkum peninga er að vera mælieining á verðmæti. Þessi mælieining hefur þó þann galla, ólíkt til dæmis mælieiningum metrakerfisins, að vera síbreytileg. Stundum er hægt að kaupa minna fyrir ákveðinn fjölda króna nú en áður. Þetta þýðir að mælieiningin hefur breyst og það er almennt kallað verðbólga. Ei...