Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í apríl 2014?
Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör aprílmánaðar á Vísindavefnum árið 2014 þessi hér: Er illu best aflokið? Af hverju segja Hafnfirðingar „að ramba“ í staðinn fyrir „að vega salt“? Hvað er aflatoxín og hefur það einkennandi bragð ef það finnst í matvælum? Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“...
Hvað merkja stórar tölur sem málaðar eru við enda allra flugbrauta?
Á enda allra flugbrauta eru máluð með stórum stöfum númer. Númerin gefa til kynna hvernig brautin liggur miðað við segulstefnu jarðar, það er að segja þá stefnu sem nál í áttavita vísar á. Í stað þess að nota tölur upp í 360, eins og gráður á áttavita, er notað tugakerfi þar sem fyrst er námundað að heilum tug...
Hvað er glópagull og hvernig verður það til?
Glópagull hefur verið notað um steindina járnkís, FeS2, vegna þess að það „glóir eins og gull.“ Á íslensku eru önnur nöfn steindarinnar brennisteinskís (þ. Schwefelkies) og pýrít (e. pyrite). Nafnið pýrít er úr grísku, πυριτησ – pyritis, eldsteinn – sem vísar til þess að neisti v...
Hvaðan kemur nafnið þúsundeyjasósa?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur nafnið þúsundeyjasósa? Ég hef spurst víða fyrir um nafnið, til dæmis hjá kokkum og starfsfólki mötuneyta en enginn virðist þekkja upprunann. Saga þúsundeyjasósunnar nær aftur til upphafs 20. aldar. Þúsund eyjarnar (e. The Thousand Islands) er nafn á eyjaklasa sem ...
Hvernig á ég að bregðast við ef eldingu slær niður í bílinn minn?
Eldingar eru ekki algengar á Íslandi en þær geta myndast hér á landi í þrumuveðri eða við eldgos. Hægt er að lesa meira um eldingar í svari Haraldar Ólafssonar og Þórðar Arasonar við spurningunni Hvernig myndast þrumur og eldingar? Venjuleg elding ber um 30.000 amper og flytur um 5 coulomb hleðslu. Orkan sem slík ...
Af hverju ferðast skíðishvalir hafsvæða á milli til að makast og bera kálfa?
Flestar tegundir skíðishvala stunda árstíðabundið far. Á sumrin halda þeir gjarnan til á kaldari hafsvæðum þar sem meiri fæðu er að finna en á hlýrri hafsvæðum. Kynþroska skíðishvalir ferðast svo til hlýrri en næringarsnauðari hafsvæða á veturna til að makast sem og kálfafullar kýr til að bera. Ekki er vitað til f...
Hvað er G8-hópurinn, hvaða ríki eru í honum og hvert er hlutverk þessa hóps?
G8-hópurinn (e. Group of Eight) er hópur átta stærstu iðnríkja heims; Bandaríkjanna, Þýskalands, Ítalíu, Frakklands, Japan, Bretlands, Kanada og Rússlands auk þess sem Evrópusambandið á fulltrúa í hópnum. Hópurinn er í raun óformlegt samstarf þessara þjóða á ýmsum sviðum sem er haldið gangandi með fundum ráðherra ...
Eru einhver steinefni í íslenskum jarðlögum sem hægt er að nota sem brýni?
Brýni eru yfirleitt skilgreind sem flatir steinar sem notaðir eru til þess að skerpa bit málmverkfæra og eru oft bleytt með olíu eða vatni fyrir notkun. Saga eggverkfæra og brýna er samofin og steinbrýni hafa verið notuð síðan málmblöð komu til sögunnar. Val á sérstöku bergi til notkunar í brýni má rekja til fyrri...
Hvað er naflaslit, geta fullorðnir lent í því líka?
Upprunalega hljómaði spurningin svona:Hvað er naflaslit (hjá ungbörnum) og hvert er fræðiheitið? Naflaslit (naflahaull, e. umbilical hernia) er ein tegund af kviðsliti enda einnig kallað naflakviðslit. Kviðslit verður þar sem kviðveggur veikist á afmörkuðu svæði og rofnar þannig að innihald kviðarins eins og kv...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í júní 2015?
Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör júnímánaðar á Vísindavefnum árið 2015 þessi hér: Er það rétt að trú sé einkenni heilaskaða eða stafi af heilasjúkdómi? Er það rétt að Þorgeir Ljósvetningagoði hafi hent goðum í Goðafoss? Hvaða hött er átt við þegar eitthvað er 'út í hött'? Hvað hefði Le...
Hversu lengi eru áldósir og plastflöskur að brotna niður í náttúrunni?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hversu lengi eru áldósir og plastflöskur að brotna niður í náttúrunni og hvaða skaðlegu efni geta losnað? Ál er mjög sterkt efni og er því mjög lengi að brotna niður í náttúrunni. Hversu fljótt það eyðist fer eftir því hversu mikil veðrunin er, það er vindur, úrkoma...
Sofa rottur á nóttinni eða yfir daginn?
Öll spurningin hljóðaði svona: Sofa rottur á næturnar eða daginn. Ég þarf að fylla í rottuholu utandyra og vill ekki eiga á hættu að loka rottuna inni undir húsinu. Það er misjafnt hvenær sólahringsins dýr eru virkust. Sum athafna sig helst á nóttunni (e. nocturnal), önnur á daginn (e. diurnal) og svo eru þ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Gunnar Stefánsson rannsakað?
Gunnar Stefánsson er prófessor í tölfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur áhuga á líkanagerð og tölfræði, sérstaklega á sviði kennslu, en einnig öðrum fagsviðum. Eftir hann liggja alþjóðlegar ritrýndar greinar í tímaritum á sviði fiskifræði, menntunar, líffræði, sálfræði og rafmynta. Gunnar starfaði í mörg ár v...
Hvenær gátu íslenskar konur stofnað til bankaviðskipta?
Kristján 9. konungur Íslands undirritaði lög um fjármál hjóna nr. 3/1900 þann 12. janúar árið 1900 sem tóku gildi 1. júlí sama ár. Í 10. grein þeirra laga er ákvæði um að sömu reglur gildi um fjárforræði giftrar konu og ógiftrar. Skipa má eiginmann sem fjárhaldsmann eiginkonu sinnar, en þó aðeins í málefnum sem sn...
Hvaða rannsóknir hefur Anh-Dao Katrín Tran stundað?
Anh-Dao Katrín Tran er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknaverkefni Anh-Dao snúast um fjölmenningarmenntunarfræði og ungt fólk af erlendum uppruna. Hún er virk í rannsóknum bæði á Íslandi og í Evrópulöndum. Anh-Dao var þátttakandi í rannsóknarhópi Hönnu Ragnarsdóttur prófessors um Learning S...