Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4789 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvað getið þið sagt mér um Dauðadalinn?

Dauðadalur eða Death Valley liggur í Lægðinni miklu (e. Great Basin) í Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum. Hann liggur 225 km í norður-suður stefnu milli Amargosa-fjalla og Panamint-fjalla og þekur um 7800 km2 svæði í samnefndum þjóðgarði (e. Death Valley National Park), suðaustan við Nevada-fja...

category-iconFélagsvísindi

Skapa peningar hamingju?

Svarið við þessari spurningu er í stuttu máli: Já, en að takmörkuðu leyti í þróuðum löndum eins og Íslandi. Fræðimenn hafa sýnt fram á að fjölskyldulíf, vinátta og hjónabönd hafa mun meiri áhrif á hamingju fólks á Vesturlöndum heldur en tekjur og eignir. Engu að síður er sú trú útbreidd að peningar og efnislega...

category-iconBókmenntir og listir

Getið þið sagt mér frá grískum harmleikjum og harmleikjaskáldunum?

Öll varðveitt forngrísk leikrit eru frá Aþenu og nágrenni borgarinnar á Attíkuskaganum. Til voru þrjár gerðir leikrita: harmleikir, bukkaleikir eða satýrleikir, og skopleikir eða gamanleikir. Uppruni grískar leiklistar er ekki þekktur. Ef til vill varð leiklistin til um miðja 6. öld f.Kr. Heimspekingurinn Aristóte...

category-iconLandafræði

Hvaða heimsálfu tilheyrir norðurpóllinn?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? er erfitt að skilgreina hugtakið heimsálfa á afdráttarlausan hátta. Það er þó yfirleitt notað sem samheiti yfir meginland og þær eyjar sem því tilheyra. Meginland er aftur á móti skilgreint sem mikill landmassi umkringdur sjó. ...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað eru LCD- og plasmasjónvörp?

Þau sjónvörp sem algengust eru á markaðnum í dag eru svokölluð LCD- og plasmasjónvörp og hafa þau að miklu leyst af hólmi gömlu myndlampatækin. Munurinn á LCD- og plasmaskjám er fólginn í tækninni sem notuð er til að framkalla mynd á skjáinn. Báðir skjáirnir eru svokallaðir flatskjáir sem eru oft innan við 10 ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig líta regnskógar út?

Regnskógar myndast á stöðum þar sem úrkoma er mikil og stöðug (1700 - 4000 mm á ári) og meðalárshiti venjulega í kringum 24°C. Þar er loftraki mjög mikill eða um 80% að meðaltali, loftslagssveiflur afar litlar og hiti og úrkoma jöfn yfir árið. Helstu regnskógasvæði heims er að finna í hitabeltinu. Þau eru: ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Lifa höfrungar við Ísland?

Af um 30 tegundum núlifandi höfrunga finnast að jafnaði sex hér við land. Sennilega er algengasta tegundin innan landgrunns hnýðingur sem einnig gengur undir nafninu blettahnýðir (Lagenorhynchus albirostris). Um hnýðinga má meðal annars lesa meira í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um höfrunga? Há...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er bitormasýki og hvernig smitast menn af henni?

Tvær tegundir sníkjuþráðorma (Nematoda); Ancylostoma duodenale og Necator americanus orsaka sjúkdóm í meltingarvegi manna sem nefna mætti bitormasýki (e. hookworm diseases). Hvorug tegundin er landlæg á Íslandi en báðar berast hingað reglulega með ferðalöngum sem smitast hafa erlendis. Fyrrnefnda tegundin er landl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Verður heimsendir árið 2012?

Að undanförnu hefur borið mikið á ýmiss konar heimsendaspám sem allar eiga það sameiginlegt að spá fyrir um endalok heimsins árið 2012. Nákvæmlega hvernig heimurinn mun farast og af hvaða ástæðum fer svo nokkuð eftir spánni hverju sinni. Í sumum spám kemur fram að heimsendir verði vegna kjarnorkustríðs; í öðrum er...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er hættulegasta geitungategund í heimi?

Það er erfitt að meta hvaða geitungategund er hættulegust, enda ekki alveg ljóst við hvað er átt. Hér verður einfaldlega farin sú leið að fjalla um þá geitungategund sem hefur hvað flest mannslíf á “samviskunni” en það er asíski risageitungurinn (Vespa mandarinia, e. giant asian hornet). Að meðaltali deyja árlega ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig stendur á því að hlutföllin á atlaskorti eru röng en rétt á hnetti?

Ástæðan fyrir því að hnattlíkan gefur nokkuð rétta mynd af yfirborði jarðar en landakort af heiminum ekki, er sú að hnattlíkan er í raun smækkuð mynd af jörðinni þar sem einungis mælikvarðanum hefur verið breytt en löguninni haldið. Á landakortinu er hins vegar búið að fletja hnöttinn út, en það er ekki hægt að ge...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið útskýrt reglu Rolles og meðalgildissetninguna?

Regla Rolles og meðalgildissetningin eru náskyldar, og sú fyrrnefnda er notuð við sönnun þeirrar seinni. Regla Rolles er kennd við franska stærðfræðinginn Michel Rolle (1652-1719; frb. 'roll' eins og í 'holl' og 'troll') en hann sannaði regluna árið 1691 með örsmæðareikningi. Á þessum tíma voru aðferðir í örsmæðar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað felst í vandamálinu ,,P vs. NP''?

Skýrum fyrst um hvað spurningin snýst. Til einföldunar má segja að hún varði afköst eða getu tölva til að leysa tiltekin verkefni. Það er þó ekki svo einfalt að þetta snúist um hvað tölvan geti framkvæmt margar aðgerðir á sekúndu heldur frekar hvað þurfi margar aðgerðir eða skref til að leysa tiltekið vandamál. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er gert til að koma í veg fyrir að ísbirnir deyi út?

Margt hefur verið gert til að vernda ísbirni eða hvítabirni (Ursus maritimus) síðastliðna hálfa öld. Fyrst má nefna að árið 1973 gerðu Bandaríkin, Kanada, Noregur, Danmörk og Sovétríkin með sér samkomulag um verndun hvítabjarna en náttúruleg heimkynni ísbjarna eru innan þessara ríkja. Einnig hafa einstakar þjó...

category-iconStærðfræði

Er hægt að leysa þessa þraut sem ég og vinnufélagarnir höfum glímt við í meira en eitt ár?

Þrautin sem um ræðir sést á mynd 1 hér fyrir neðan. Markmiðið er að teikna óbrotna línu, sem sker sjálfa sig ekki, og fer gegnum hvert strik í kassanum á myndinni nákvæmlega einu sinni. Mynd 1 - Þrautin Ein tilraun að lausn sést á mynd 2. Þar höfum við þó lent í sjálfheldu, því enn vantar að fara gegnum strikið ...

Fleiri niðurstöður