Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 479 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að klóna apa?

Náttúrleg klónun er vel þekkt,til dæmis við knappskot eða þegar ný tré vaxa upp af brotnum greinum eða föllnu tré (samanber stiklinga). Í marga áratugi hafa vísindamenn unnið að því að klóna dýr á tilraunastofum. Breski líffræðingurinn John Gurdon (f. 1933) var fyrstur til að klóna hryggdýr þegar hann klónaði fros...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er píslarvottur?

Íslenska orðið píslarvottur samsvarar gríska orðinu martys eða martyr sem merkti upphaflega vitni eða vottur. Alþjóðaorðið nú á dögum um þetta er martyr. Í kristinni orðræðu er orðið fyrst notað um postulana sem voru vitni að lífi Jesú Krists og kenningu hans. Í fyrsta Pétursbréfi segist Pétur vera „vottur písla K...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig stendur íslenski arnarstofninn? Hefur hann náð sér á strik eftir friðun?

Haförninn (Haliaeetus albicilla) var friðaður á Íslandi árið 1913. Á árunum 1905 til 1908 hafði danski fuglafræðingurinn Richard Hörring ferðast um landið og sá á ferðum sínum um þekkt arnarsvæði afar fáa erni. Það var því ljóst að arnarstofninn hér á landi var hruninn og því nauðsynlegt að friða hann svo hann hyr...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er Julia Kristeva og hvaða áhrif hafa kenningar hennar haft?

Julia Kristeva fæddist í Búlgaríu árið 1941. Hún er af menntafólki komin, ólst upp í austur-evrópsku, kommúnísku ríki á kaldastríðsárunum og gekk í Háskólann í Sofíu. Hún lagði þar stund á bókmenntir, málvísindi og heimspeki, lærði sinn Marx og Hegel auk málvísinda og rússnesku og hafði þar af leiðandi beinan aðg...

category-iconHeimspeki

Hvað er daoismi?

Daoismi (eldri umritun: taoismi) á rætur sínar að rekja til hinna svonefndu „hundrað heimspekiskóla“ sem spruttu upp í Kína á 6.-3. öld f.Kr. sem viðbragð við upplausnarástandi og vaxandi ófriði í landinu. Þessir „hundrað“ skólar voru væntanlega ekki alveg svona margir en talan hundrað er oft notuð í kínversku til...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætir þú sagt mér eitthvað um tasmaníudjöfulinn?

Tasmaníudjöfull (Sarcophilus harrisi, e. Tasmanian devil) er pokadýr sem eingöngu lifir á eyjunni Tasmaníu suður af Ástralíu. Hann sker sig nokkuð frá öðrum núlifandi pokadýrum þar sem hann minnir um margt á lítið bjarndýr. Tasmaníudjöfullinn er eini núlifandi fulltrúi meðalstórra ránpokadýra eftir að tasmaníutígu...

category-iconHugvísindi

Hver voru helstu vopn víkinga og voru þeir bardagaglaðir?

Svo að byrjað sé á síðari spurningunni er orðið víkingur notað í tvenns konar merkingu í nútímamáli. Annars vegar voru víkingar karlmenn sem fóru í skipulegar ránsferðir suður um Evrópu, aðallega á níundu og tíundu öld, og lögðu stundum undir sig landsvæði. Þessir karlar höfðu það að atvinnu að berjast, meðan á ví...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um rauðpöndur?

Rauðpandan (Ailurus fulgens) sem einnig er kölluð litla panda er smávaxin tegund af ætt rauðpanda (Ailuridae). Hún hefur einnig stundum verið kölluð kattbjörn þar sem hún minnir um margt á kött bæði í útliti og atferli. Hún var áður flokkuð til ættar hálfbjarna, en náttúrufræðingar töldu lengi vel að rauðpandan og...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig urðu loðfílarnir til?

Loðfílar urðu til með milljón ára þróun þar sem tegundir þurftu að aðlagast breyttum aðstæðum í náttúrunni. Talið er að ísöld (pleistósen) hafi hafist fyrir um 2,6 milljónum ára og lokið fyrir um 10.000 árum. Á þessum tíma í jarðsögunni skiptust á kuldaskeið þar sem loftslag var kalt og styttri hlýskeið þar sem...

category-iconTrúarbrögð

Hvað varð um steintöflurnar með boðorðunum tíu?

Afdrif steintaflnanna með boðorðunum 10 eru samofin afdrifum sáttmálsarkarinnar. Í raun veit enginn með vissu hvað um þetta varð en ýmsar kenningar hafa verið settar fram, flestar byggðar á lestri á Biblíunni. Steintöflurnar Samkvæmt 5. Mósebók gerði Drottinn sáttmála við Ísrael nærri fjallinu Hóreb (Sínaí) o...

category-iconTrúarbrögð

Hver er uppruni hugtaksins heilagur andi?

Að kristnum skilningi er heilagur andi andi Guðs og er uppruna hugtaksins heilagur andi að finna í Biblíunni. Í Gamla testamentinu er litið á anda Guðs eða heilagan anda sem mátt eða kraft frá Guði. Hann er nefndur í sköpunarsögunni: “Andi Guðs sveif yfir vötnunum" (1. Mósebók 1.2) og í einum Davíðssálmi segir: “F...

category-iconHugvísindi

Hver er saga nasistamerkisins eða hakakrossins?

Merkið sem nasistar tóku upp sem tákn Þriðja ríkisins nefnist ýmist hakakross eða swastika, en orðið sauvastika merkir „heillamerki“ eða „heillagripur“ í sanskrít. Uppruni og merking Hakakrossinn á sér bæði merka og langa sögu. Í fornum menningarsamfélögum var hann notaður sem tákn ýmissa fyrirbæra, en þó e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að tala um uppreisn æru eða uppreist æru?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Mikið finnst mér orðið sem er notað núna „uppreist æru“ undarlegt. Væri ekki betra að segja „uppreist æra“ eða að menn fái „uppreista æru“? Ég hef aldrei heyrt þetta notað svona. Alltaf „uppreisn æru“. Í íslensku lagamáli er talað um „uppreist æru“. Þetta á einkum v...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er loftslag á jörðinni að breytast og af hverju?

Á 19. öld varð mönnum ljóst að lofthjúpurinn hækkar meðalhita jarðarinnar. Vissar lofttegundir í lofthjúpnum breyta varmageislun frá jörðinni þannig að neðri hluti lofthjúpsins og yfirborð jarðar hlýna. Þessi áhrif eru nefnd gróðurhúsaáhrif, og án þeirra væri meðalhiti jarðar undir frostmarki. Vitað var að CO2 er ...

category-iconLífvísindi: almennt

Gerir prótín eitthvað annað en byggja upp vöðva?

Prótín eru stórar og flóknar sameindir gerðar úr byggingareiningum sem kallast amínósýrur. Allar frumur innihalda prótín í mismiklu magni en þar gegna þau bæði hlutverki byggingarefnis og vinnueininga. Nokkur hundruð amínósýrur eru þekktar en aðeins 20 eru notaðar til að smíða prótín. Amínósýrur tengjast saman með...

Fleiri niðurstöður