Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5568 svör fundust
Hvað eru ormagöng?
Ormagöng eru fræðileg fyrirbæri sem skjóta upp kollinum við útleggingar á almennu afstæðiskenningunni. Samkvæmt kenningum er hugsanlegt að þau megi nota til að flytja sig til fjarlægra staða í alheiminum á örskotstundu eða jafnvel til að fara aftur í tímann eða til annarra alheima. Þrátt fyrir að hugmyndin um orma...
Af hverju er seinna flóðið stærra en það fyrra á sólarhringnum á sumrin, en öfugt á veturna?
Þetta stafar í rauninni af möndulhalla jarðar. Á sumrin hallast norðurendi jarðmöndulsins í átt að sól en bæði sól og tungl eru í jarðbrautarsléttunni. Önnur sjávarfallabungan er þá á norðurhveli og hin á suðurhveli og sú fyrrnefnda veldur talsvert meira flóði hér en hin síðarnefnda. Myndin er stílfærð en sýn...
Er hægt að búa til andþyngdarafl?
Eðlilegt er að þessi spurning komi upp og eðlisfræðingar hafa vissulega velt henni fyrir sér. Hún snýst um það hvort til sé fráhrindikraftur sem væri í hlutfalli við massa hlutarins sem hann verkar á og mundi upphefja þyngdarkraftinn eða vinna gegn honum. Svarið er að flestir vísindamenn telja afar ólíklegt að slí...
Af hverju er fólk hrætt við köngulær?
Hér er einnig svarað spurningu Bjargar Jónsdóttur: Af hverju er fólk haldið fælni gagnvart ýmsu, til dæmis skordýrum? Hræðsla við köngulær og önnur smádýr er oftast ástæðulaus. Hún er þó furðu algeng, sem gæti stafað af því að náttúruval hafi í árdaga verið þeim hliðhollt sem kunnu að forðast smádýr. Einnig er ...
Hvað er átt við þegar talað er um dökku hlið tunglsins?
Engin hlið tunglsins er alltaf dökk vegna þess að sólarljósið skín jafnmikið á allar hliðar þess í hverjum mánuði. Hins vegar eru hlutar tunglsins sem sjást aldrei frá jörðu og hefur "dökka hlið tunglins" stundum verið látið vísa til þess. Þetta er þó villandi notkun. Spurningin í heild var sem hér segi...
Af hverju er mannkynið svo forvitið að það lokar saklaus dýr inni í búrum?
Þessi spurning virðist tvíþætt. Annars vegar er spurt: Af hverju hefur mannkynið einhvern eiginleika sem það hefur – nefnilega þann að vera svona forvitið. Þeirri spurningu er helst svarað með vísun í þróunarkenninguna: Þessi eiginleiki hefur reynst þessu dýri (manninum) vel til að komast af. Höfum í huga að ví...
Hvenær var fyrsti bangsinn framleiddur?
Bangsinn er leikfang barna og ekki er hægt að svara með fullri vissu hvaða leikföng börn hafi haft á öllum tímum hvar í heiminum sem er. Leikföng á borð við gæludýr eru menningarbundin og lýsa ríkjandi viðhorfum til umhverfisins. Þannig hygg ég að almennt hafi eftirlíking rándýra sem gátu verið manninum hættuleg, ...
Til hvers þarf maður að læra stærðfræði þegar við getum notað reiknitölvu?
Þörf er á stærðfræði: til að geta látið tölvu reikna fyrir sig til að geta tekið þátt í spilum og leikjum til að geta breytt mataruppskrift sem miðuð er við fjóra í uppskrift fyrir sex til að geta metið hvort maður hefur efni á að kaupa það sem mann langar í til að geta reiknað út í huganum hva...
Hvernig nýtast persónulegar dagbækur við rannsóknir og fræðistörf?
Hafa persónulegar dagbækur verið nýttar í rannsóknum á Íslandi í öðrum fræðigreinum en sagnfræði? Já, dagbækur hafa verið notaðar sem heimildir í margvíslegum rannsóknum innan ólíkra fræðigreina og nýtast þar vel. Þær hafa meðal annars verið notaðar til rannsókna á veðurfarssögu, bæði í landafræði og veðurfræði...
Hvers vegna má ekki setja málmhluti í örbylgjuofn?
Málmar og örbylgjur geta farið ágætlega saman. Þannig eru bylgjurnar í örbylgjuofninum leiddar frá bylgjugjafanum í málmstokki sem kallaður er bylgjuleiðari og sjálft bylgjuhólfið sem maturinn er hitaður í er málmkassi. Bylgjurnar speglast af málmfletinum og fara aðra umferð um hólfið. Speglunin gerist á þann hátt...
Er húðin líffæri?
Skilgreining á líffæri er:hlutur sem er samsettur úr tveim eða fleiri mismunandi tegundum vefja, hefur ákveðið hlutverk og þekkist á útliti eða lögun sinni.Húðin er gerð úr mismunandi vefjum og hefur ákveðið hlutverk og þekkist vel á útliti sínu. Hún er eitt stærsta líffæri líkamans, að minnsta kosti hvað varðar y...
Hvað er tölva?
Einföld skilgreining á hugtakinu tölva er á þá leið að tölvur séu forritanleg tæki. Vandamál við þá skilgreiningu er að mjög mörg tæki í dag eru forritanleg. Til að mynda er hægt að forrita þvottavélar upp að vissu marki en fæstir halda því líklega fram að þvottavélarnar þeirra séu tölvur. Með tölvum þarf að vera ...
Hvað veldur færslu á segulpólum jarðar og breytilegum hraða og stefnu færslunnar miðað við jarðmöndulinn?
Þetta er einnig svar við spurningunni 'Af hverju vísar segulnálin á áttavitanum ekki beint á segulskautið óháð því hvar áttavitinn er staddur á jörðinni?' frá sama spyrjanda.Allflestir vísindamenn eru sammála um að orsök jarðsegulsviðsins séu rafstraumar í kjarna jarðar. Kenningar um tilurð þeirra voru fyrst þróað...
Hvaða mánaðanöfn voru notuð samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau?
Samkvæmt gömlum heimildum voru mánaðanöfn á Íslandi til forna eftirfarandi: gaukmánuður/sáðtíð u.þ.b. 12. apríl – 11. maí eggtíð/stekktíð u.þ.b. 12. maí – 11. júní sólmánuður/selmánuður u.þ.b. 12. júní – 11. júlí miðsumar/heyannir u.þ.b. 12. júlí – 11. ágúst tvímánuður/heyannir u.þ.b. 12. ágúst – 11. septem...
Hvernig er orðið algrím til komið?
Orðið algrím er nýyrði fyrir alþjóðaorðið sem heitir á ensku ‘algorithm’. Það hefur áður verið íslenskað sem algórithmi, algóriþmi eða algóritmi. Það er dregið af eldri orðmynd, algorism, sem aftur er dregið af persneska mannsnafninu al-Khowârizmî. (Innskot ritstjóra: Al-Khowârizmî þessi var uppi á fyrri hluta níu...