Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5460 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar fisktegundir í heiminum?

Hér er gert ráð fyrir að spurningin taki einungis til núlifandi tegunda sem og til eru lýsingar á. Spurningunni er ekki unnt að svara nákvæmlega og kemur þar ýmislegt til. Til dæmis eru ekki allir vísindamenn sammála um hvað geti með réttu kallast tegund eða hvað sé afbrigði sömu tegundar. Því miður er það einnig ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er mannskæðasti sjúkdómur á jörðinni?

Sjúkdómar leggjast misjafnlega á jarðarbúa eftir því hvar menn búa og hvernig efnahag þeirra er háttað. Alþjóðlega heilsustofnunin hefur gert lista yfir sjúkdóma eftir því hve há dánartíðni þeirra er. Þeir sjúkdómar sem valda hæstri dánartíðni í heiminum um þessar mundir eru hjarta- og æðasjúkdómar. Þar næst k...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er slímhúðarflakk og hver eru einkenni þess?

Slímhúðarflakk, öðru nafni slímhúðarvilla, hefur fræðiheitið endometriosis. Það er dregið af endometrium sem er heitið á slímhúðinni sem vex mánaðarlega innan í legi kvenna og þroskast þar til þess að mynda beð fyrir frjóvgað egg. Hún hverfur svo með tíðablóðinu ef ekki verður þungun og þannig gengur þetta aftur o...

category-iconHeimspeki

Hvað er níhílisti?

Níhilisti er einstaklingur sem aðhyllist níhilisma. Nafnið er dregið af latnenska orðinu 'nihil', ekkert, og gefur til kynna að heimspekilegur níhilismi er heimspeki neitunar. Þannig neitar siðfræðilegur níhilisti því að unnt sé að réttlæta eða gagnrýna siðferðilega dóma, meðal annars á þeirri forsendu að siðferði...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er seinna flóðið stærra en það fyrra á sólarhringnum á sumrin, en öfugt á veturna?

Þetta stafar í rauninni af möndulhalla jarðar. Á sumrin hallast norðurendi jarðmöndulsins í átt að sól en bæði sól og tungl eru í jarðbrautarsléttunni. Önnur sjávarfallabungan er þá á norðurhveli og hin á suðurhveli og sú fyrrnefnda veldur talsvert meira flóði hér en hin síðarnefnda. Myndin er stílfærð en sýn...

category-iconHeimspeki

Af hverju er mannkynið svo forvitið að það lokar saklaus dýr inni í búrum?

Þessi spurning virðist tvíþætt. Annars vegar er spurt: Af hverju hefur mannkynið einhvern eiginleika sem það hefur – nefnilega þann að vera svona forvitið. Þeirri spurningu er helst svarað með vísun í þróunarkenninguna: Þessi eiginleiki hefur reynst þessu dýri (manninum) vel til að komast af. Höfum í huga að ví...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna má ekki setja málmhluti í örbylgjuofn?

Málmar og örbylgjur geta farið ágætlega saman. Þannig eru bylgjurnar í örbylgjuofninum leiddar frá bylgjugjafanum í málmstokki sem kallaður er bylgjuleiðari og sjálft bylgjuhólfið sem maturinn er hitaður í er málmkassi. Bylgjurnar speglast af málmfletinum og fara aðra umferð um hólfið. Speglunin gerist á þann hátt...

category-iconJarðvísindi

Hvað veldur færslu á segulpólum jarðar og breytilegum hraða og stefnu færslunnar miðað við jarðmöndulinn?

Þetta er einnig svar við spurningunni 'Af hverju vísar segulnálin á áttavitanum ekki beint á segulskautið óháð því hvar áttavitinn er staddur á jörðinni?' frá sama spyrjanda.Allflestir vísindamenn eru sammála um að orsök jarðsegulsviðsins séu rafstraumar í kjarna jarðar. Kenningar um tilurð þeirra voru fyrst þróað...

category-iconHugvísindi

Hve margir hafa forsetar Bandaríkjanna verið og hvað hétu þeir?

Forsetar Bandaríkjanna hafa alls verið 45 að sitjandi forseta, Donald Trump, meðtöldum. Forsetar Bandaríkjanna hingað til: George Washington 1789—1797 (Stjórnarskrá tekur gildi 1789.) John Adams 1797—1801 Thomas Jefferson 1801—1809 (Vesturhlutinn sem tilheyrði Frakklandi innlimaður í Bandaríkin 1803.) Jame...

category-iconLæknisfræði

Eiga gæludýr sem éta innflutt gæludýrafóður á hættu að veikjast af Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómnum?

Riðusjúkdómur líkur kúariðu hefur fundist í köttum í Bretlandi frá árinu 1989. Riða í köttum kallst FSE á ensku (feline spongiform encephalopathy), eða kattariða á íslensku. Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómur er nafnið á sambærilegum sjúkdómi í fólki. Heimiliskettir hafa greinst með FSE. Alls hefur 81 heimilisköttu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig lifir hlébarði?

Hlébarði eða pardusdýr (Panthera pardus) tilheyrir sömu ættkvísl og aðrar stórvaxnar kattategundir. Þar má nefna jagúarinn (Panthera onca), ljónið (Panthera leo) og tígrisdýrið (Panthera tigris). Engin tegund stórra kattardýra er jafn útbreidd og hlébarðinn; þeir finnast um alla Afríku, á Arabíuskaganum, í Íran,...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Suðumark vatns lækkar við minnkandi þrýsting, en getur ís soðið?

Best er að byrja á því að skoða hamskiptarit eða fasarit fyrir vatn, sjá myndina. Slíkt línurit sýnir annars vegar hitann T og hins vegar þrýstinginn p. Hverjum punkti á línuritinu samsvara tiltekin gildi á þessum stærðum. Fyrir hvern slíkan punkt getur vatnið getur yfirleitt aðeins verið í einum ham eða fasa. Til...

category-iconMannfræði

Hver er staða kvenna innan Kwermin-ættflokksins í Papúa Nýju-Gíneu?

Fyrst verð ég að leiðrétta þann misskilning að Kwermin-fólkið sé einn ættflokkur. Svo er ekki heldur vísar nafnið Kwermin til fólks af ólíkum ættflokkum sem býr á tilteknu landsvæði í fjallendi Papúa Nýju-Gíneu. Staða Kwermin-kvenna hefur breyst mjög mikið á undanförnum áratugum, eða frá því að fulltrúar áströl...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er sakramenti, hver eru þau og hver fann þau upp?

Orðið sakramenti er latneskt og þýðir „leyndardómur” eða „helgur dómur”. Í kirkjunni er orðið notað um ákveðnar athafnir og hefur sakramenti verið skýrgreint á þennan hátt: Sakramenti er heilög athöfn, sem Kristur stofnsetti sjálfur, þar sem hann veitir ósýnilegum, himneskum náðargjöfum gegnum sýnilegt, jarð...

category-iconHugvísindi

Hvað heita vikudagarnir á latínu?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

Fleiri niðurstöður