Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 651 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Óríon?

Stjörnumerkið Óríon er að margra mati meðal fegurstu stjörnumerkja himinsins. Í goðafræðinni var Óríon veiðimaðurinn mikli, sonur Póseidons og Eruyale drottningar. Hann stærði sig af því að geta drepið hvaða skepnu sem var á og var hreykinn af sjálfum sér. Það kom að því að guðirnir fengu nóg af stærilæti Orío...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er dýralíf í Perú?

Fá lönd í heiminum státa af jafn fjölbreyttu dýralífi og Perú. Í grófum dráttum má skipta Perú í þrennt. Austurhluti landsins tilheyrir Amasonlægðinni en hitabeltisregnskógar hennar þekja um 60% af landinu. Hið fjölskrúðuga dýralíf Perú má mikið til rekja til þessa svæðis. Um miðbik landsins frá norðvestri til su...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru margir fermetrar í einum hektara?

Einn hektari (ha) er 10.000 fermetrar (m2). Stundum þarf að breyta á milli mælieininga, úr hektara í fermetra eða öfugt og er það einfaldur útreikningur. Ef upphaflega stærðin er í hekturum en áhugi á að vita hversu margir fermetrar það eru þá er einfaldlega margfaldað með 10.000 en deilt með sömu tölu ef brey...

category-iconHugvísindi

Hvað er vitað um Bræðralag Síons? Er það enn til?

Í bókinni Da Vinci lykillinn eftir Dan Brown kemur svokallað Bræðralag Síons mikið við sögu, en það er sagt vera leynifélag sem stofnað var fyrir næstum 1000 árum til þess að varðveita ákaflega mikilvægt leyndarmál (hér verður ekki sagt meira til þess að spilla ekki fyrir þeim sem ætla sér að lesa bókina seinna). ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Lifa leðurblökur í Japan og ef svo, eru það vampíru- eða ávaxtaleðurblökur eða hvort tveggja?

Leðurblökur tilheyra ættbálknum Chiroptera sem skiptist í tvo undirættbálka; annars vegar svokallaða flugrefi eða stórblökur (Megachiroptera), sem nærast fyrst og fremst á ávöxtum og fræjum og mætti því kalla ávaxtaleðurblökur (e. fruit bats), og hins vegar smáblökur (Microchiroptera). Margar tegundir af smáblökum...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Í sjónvarpsfréttum um daginn var rætt um styrk sólarljóssins. Hvaða mælingar eru þetta og hafa þær einhverja einingu?

Húðlæknastöðin birtir svokallaðan ÚF-stuðul (e. UV index) en ÚF stendur fyrir útfjólublátt (e. ultraviolet). Stuðullinn mælir áhrif útfjólublárra geisla á húðina. Útfjólublá geislun er ekki sýnileg en bylgjulengd ljóssins er frá 400 nm (nanómetrum) og niður í 100 nm, sumar skilgreiningar ná niður í 4 nm. Sýnile...

category-iconJarðvísindi

Er það rétt að fornmenn hafi breytt farvegi Öxarár á 10. öld?

Í bókinni Landið þitt Ísland[1] segir: Öxará fellur úr Myrkavatni milli Leggjabrjóts og Búrfells um Öxarárdal og út á Biskupsbrekkuhraun innan við Brúsastaði. Þar þekja aurar hennar stór svæði sem hún hefur kvíslast um, en eru nú skraufþurrar rásir. Ein þeirra [núverandi farvegur] liggur ofan í djúpa hliðargjá úr ...

category-iconJarðvísindi

Hver eru 5 stærstu eldfjöll í heimi?

Ekki er alveg ljóst hvort átt er við hæð eða rúmmál þegar spurt er um stærsta eldfjall í heimi, eða jafnvel hvaða eldfjöll gjósa mest, en hér er gengið út frá því að átt sé við hæðina. Hæstu eldfjöll í heimi eru öll í Andesfjallgarðinum í Suður-Ameríku. Andesfjöllin eru dæmi um fellingafjöll sem myndast hafa ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við hvaða Bárð er Bárðarbunga kennd?

Bárðarbunga er hæsta fjall á Íslandi utan Öræfajökuls. Hæð þess hefur löngum verið talin um 2000 metrar yfir sjávarmáli en í bókinni Jöklar á Íslandi eftir Helga Björnsson frá 2009 kemur fram að hæðin er 2009 metrar. Bungan rís hátt í 1000 metra yfir umhverfi sitt. Undir bungunni er mikil askja með allt að 800 met...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju eru bananar gulir?

Til eru meira en 1000 afbrigði af banönum og koma þeir í ýmsum stærðum og litum. Afbrigðið sem Evrópubúar kannast best við kallast Cavendish. Cavendish-bananar eru upphaflega grænir vegna litarefnisins blaðgrænu í grænukornum frumna hýðisins. Þegar fræ banananna, sem eru inni í aldinkjötinu (þeim hluta banananna s...

category-iconJarðvísindi

Í hvers konar eldgosum myndast apalhraun?

Apalhraun (e. a'a lava) myndast jafnan í ísúrum gosum. Í slíkum tilvikum er myndun þess óháð framleiðni og tengist beint tiltölulega hárri upphafsseigju kvikunnar. Þegar apalhraun verða til í basaltgosum við flæði beint frá gígum, einkennist gosvirknin af hlutfallslega öflugri kvikustrókavirkni, hvort sem um er að...

category-iconJarðvísindi

Af hverju finnst ekki gull í jörðu á Íslandi, er landið of ungt?

Ef gullgröftur á að borga sig, þarf tveimur skilyrðum að vera fullnægt: nægilega mikið rúmmál af nægilega gullríku bergi. Meðalstyrkur gulls í jarðskorpunni er um 0,005 grömm í tonni af grjóti (g/tonn) en lágmarksstyrkur vinnanlegs gulls mun vera um 1000 sinnum meiri, 5 g/tonn. Nú er talið að allar „auðunnar“ gull...

category-iconJarðvísindi

Hversu gamalt er vatnið sem ég drekk úr krananum heima hjá mér?

Allt vatn sem við drekkum er „upphaflega“ regnvatn. Megnið af regnvatninu hefur gufað upp úr sjónum á suðlægari breiddargráðum, borist inn yfir landið með lægðum, þést og fallið til jarðar. Þaðan streymir það aftur til sjávar eftir ýmsum leiðum og hin eilífa hringrás lokast. Hve gamalt vatnið er í kalda krananu...

category-iconTrúarbrögð

Hvaðan komu gjafirnar sem Jesúbarninu voru færðar og til hvers voru þær notaðar?

Á gull er minnst 439 sinnum í Biblíunni, þar af 403 sinnum í Gamla testamentinu og 36 sinnum í Nýja testamentinu, og er ekki minnst á neina málmtegund þar jafn oft. Reykelsi kemur fyrir 146 sinnum, þar af 136 sinnum í Gamla testamentinu og 10 sinnum í Nýja testamentinu. Myrru er getið 16 sinnum, þar af 13 sinnum í...

category-iconLögfræði

Ber Íslendingum skylda til að sýna skilríki þegar lögregla biður um það?

Í lögreglulögum nr. 90/1996 er kveðið á um hlutverk lögreglu sem og störf og skyldur lögreglumanna. Af lögunum má leiða að hlutverk lögreglu er margþætt en meginhlutverk hennar er skilgreint í 1. gr. laganna. Þar kemur meðal annars fram að lögregla skuli gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu, leitast vi...

Fleiri niðurstöður