Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 458 svör fundust
Hvaða klaustur voru á Íslandi á miðöldum?
Í kaþólskum sið voru níu klaustur starfrækt hér á landi, tvö fyrir nunnur og sjö fyrir munka. Nunnuklaustrin voru Kirkjubæjarklaustur í Skaftafellssýslu, stofnað 1186 af Þorláki helga Skálholtsbiskupi, og Reynistaðarklaustur í Skagafirði, stofnað 1295 af Jörundi Hólabiskupi og hefðarkonunni Hallberu Þorsteinsdóttu...
Hefur Evrópukortið breyst mikið á liðnum öldum?
Árið 2011 töldust ríki Evrópu vera 44 auk sex ríkja sem tilheyra álfunni að hluta til eða tengjast henni í gegnum evrópska samvinnu. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvaða lönd teljast til Evrópu? Sú ríkjaskipum sem sést á Evrópukortinu eins og við þekkjum það í dag er þó nokkuð frábrugðin því sem áður va...
Hvort er íslenskt vatn hart eða mjúkt og hvert er sýrustig þess?
Íslenskt drykkjarvatn er með því besta sem gerist í heiminum. Það er yfirleitt efnasnautt og ekki er þörf fyrir að bæta það með hreinsiefnum. Þannig er það með vatnið á höfuðborgarsvæðinu sem sótt er í borholur Gvendarbrunna í Heiðmörk. Við þurfum að hafa í huga að kalda vatnið er okkar dýrmætasta auðlind sem við...
Hver var rithöfundurinn Guðrún frá Lundi?
Guðrún Baldvina Árnadóttir frá Lundi fæddist árið 1887 í Skagafirði. Hún ólst upp í mikilli fátækt, í torfbæ, fjórða barnið í hópi níu systkina sem upp komust. Hún átti lítinn kost á menntun en þurfti að vinna frá blautu barnsbeini. Hún fékk farkennslu þrjár vikur á ári í þrjá vetur, samtals níu vikur. Það var öl...
Er hægt að tengja Spánverjavígin haustið 1615 við upphaf einokunarverslunar Dana?
Vorið 1602 tókust samningar um að kaupmenn í Kaupmannahöfn, Málmey og Helsingjaeyri fengju einkaleyfi til allrar verslunar við Ísland. Málmey taldist þá til Danmerkur en er nú í Svíþjóð. Röksemdir Kristjáns fjórða Danakonungs og ráðunauta hans voru á þá leið að síðustu áratugina á undan hefðu erlendir kaupmenn, þý...
Hvaða áhrif hefur dægurklukkan á svefn?
Í stuttu máli má segja að dægurklukkan knýi áfram og samhæfi margbreytilega virkni í líkamanum sem sveiflast yfir sólarhringinn. Gott dæmi um það er dægursveifla melatóníns. Í takti við melatónín eru dægursveiflur í líkamshita en andhverfar, það er hæsti styrkur melatóníns er þegar líkamshitinn er lægstur og öfugt...
Hvenær var víkingaöld?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvenær er talið að víkingaaldirnar hafi byrjað, er rétt að miða við 793 þegar þeir réðust á Lindisfarne og síðan 1066 við bardagann við Stamford Bridge. Eins og önnur löng söguleg tímabil er víkingaöld huglægur tilbúningur sem er ætlað að koma einhverri skipan á óreiðukennd...
Hver voru vinsælustu svör ársins 2017 á Vísindavefnum?
Vísindavefur HÍ birti alls 334 svör árið 2017. Auk þess var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað beint, bæði með tölvupósti og símtölum. Það er rétt að minna á að oft munar ekki miklu á „mest lesna“ svarinu og öðrum svörum sem margir lesendur s...
Hvað hafa orðið mörg gos í Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi á sögulegum tíma og nútíma og hvaða ár urðu þessi gos?
Eldstöðvakerfi kennt við Eyjafjallajökul nær yfir jökulinn sjálfan og fjalllendið sem hann situr á. Gos í eldstöðvakerfinu hafa verið fátíð og öll þekkt gos fremur lítil. Erfitt hefur reynst að tímasetja hraunin sem liggja hátt. Þau eru jarðvegsvana, og í mörgum tilvikum hefur jökulhlaup farið yfir þau eða jökull ...
Hafís í blöðunum 1918. I. Janúar
Veðurfari frostaveturinn 1918 er lýst rækilega í svari Trausta Jónssonar veðurfræðings við spurningunni Hvað olli frostavetrinum mikla 1918? og í tveimur greinum Sigurðar Þórs Guðjónssonar, áhugamanns um veðurfar: Frostaveturinn mikli 1918 og Fyrir hundrað árum. Hinn kaldi janúar 1918. Í þessum pistli, þeim f...
Var hin týnda Atlantis raunverulega til?
Aðrir spyrjendur eru: Hlynur Traustason, Hrafnhildur Helgadóttir, Rakel Kristjánsdóttir, Stefán Smári, Jóhann Björn, Guðmundur Þorsteinn, Þorsteinn Berghreinsson, Eva Dögg Þórisdóttir, Magni Þórarinsson, Karen Gylfadóttir, Þóra, Arnfríður Ragna Sigurjónsdóttir, Anton Smári Gunnarsson, Hafþór Ari Sævarsson, Aron Þ...
Hver er saga náttúruverndar á Íslandi?
Þetta svar fjallar um náttúruvernd á Íslandi. Lesendur eru líka hvattir til að kynna sér svar sama höfundar um sögu náttúruverndar almennt og tilgang hennar: Hvenær hófst náttúruvernd og hver er megintilgangurinn með henni? Náttúruvernd á Íslandi – fyrstu skrefin Svíar voru fyrstir Norðurlandaþjóða til að ...
Er hægt að ferðast aftur í tímann?
Að ferðast fram í tímann er litlum vandkvæðum bundið, um þess háttar ferðalög er til að mynda hægt að lesa um í svari sama höfundar við spurningunni Er hægt að ferðast fram í tímann? Það er hins vegar miklu stærra vandamál að komast til baka og ekki er víst að tímaferðalög til fortíðarinnar séu yfirleitt möguleg. ...
Hver var Walter Benjamin og hvert var framlag hans til hugvísindanna?
Walter Benjamin (1892-1940) var einn merkasti og sérstæðasti hugsuður á sviði hugvísinda á Vesturlöndum á 20. öld. Höfundarverk hans er margþætt og fjölbreytilegt og hann fékkst í skrifum sínum við jafn ólík viðfangsefni og borgarfræði, kvikmyndir, söguspeki, ljósmyndatækni, bókasöfn, frímerki og jurtir svo dæmi s...
Hvert fóru Íslendingar til iðnnáms fyrr á öldum og hvaða iðngreinar lærðu þeir?
Framan af sögu Íslendinga var ekki gerður skýr greinarmunur á iðnnámi og hverri annarri þjálfun í að vinna hvers kyns verk við landbúnað eða fiskveiðar. Svolítill vísir að slíkri aðgreiningu birtist þó í Grágás, lagasafni íslenska þjóðveldisins. Þar eru ákvæði um að búlaust fólk á vinnualdri sé skyldugt að eiga he...