Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver voru vinsælustu svör ársins 2017 á Vísindavefnum?

Ritstjórn Vísindavefsins

Vísindavefur HÍ birti alls 334 svör árið 2017. Auk þess var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað beint, bæði með tölvupósti og símtölum.

Það er rétt að minna á að oft munar ekki miklu á „mest lesna“ svarinu og öðrum svörum sem margir lesendur skoða. Ekki er óalgengt að á hverjum degi séu rúmlega 3.000 svör opnuð á Vísindavefnum og í einum mánuði getur talan nálgast 11.000 sem fer nærri heildarfjölda svara á Vísindavefnum.

Heildarfjöldi gesta árið 2017 var samkvæmt talningu Modernus 738.093 og hafði gestum fjölgað um 7% frá árinu 2016, eða rétt tæp 50.000. Sama er að segja um bæði innlit og flettingar árið 2017. Innlit jukust um rétt rúmlega 245.000 og flettingar um rúmlega 263.000.

Ef skoðaðar eru sérstaklega tölur yfir meðalfjölda gesta í hverjum mánuði, en þar er beitt annarri aðferð við talningu en þegar árið í heild sinni er talið, þá heimsóttu að meðaltali 103.000 gestir Vísindavefinn í hverjum mánuði árið 2017. Þar nemur aukingin heilum 10% frá árinu 2016. Flestir gestir komu inn á Vísindavefinn í nóvembermánuði árið 2017, alls 124.055.

Vísindavefurinn var í 9. sæti yfir vinsælustu vefi landsins árið 2017 í samræmdri vefmælingu hjá Modernus.

Til að gefa lesendum hugmynd um vinsælustu svör ársins 2017 birtum við hér lista yfir mest lesnu nýju svörin í hverjum mánuði, ásamt upplýsingum um höfunda. Fyrir neðan þennan lista er svo hægt að skoða önnur svör sem einnig voru mikið lesin á Vísindavefnum.

Mánuður
Svar
Höfundur
Janúar Er bannað að ljúga á Alþingi? Iðunn Garðarsdóttir
Febrúar Gera „hitakrem“ eitthvað gagn við bólgum? Atli Jósefsson
Mars Hvernig geta miklar snjóhengjur skagað heillangt niður af húsþökum án þess að slitna í sundur? Helgi Björnsson
Apríl Telja vísindamenn að það sé gagnlegt að „rúlla“ vöðva eftir æfingar? Sólveg Ása Árnadóttir
Maí Er það rétt sem ég lærði í grunnskóla að sauðfé hafi eytt skógum landsins? Bryndís Marteinsdóttir
Júní Af hverju var bjór bannaður á sínum tíma en annað áfengi leyft? Helgi Gunnlaugsson
Júlí Hversu djúpt hefur verið borað niður í jörðina? Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir
Ágúst Hvaðan kemur nafnið á kökunni hjónabandssæla? Guðrún Kvaran
September Er mikill munur á vindhraða í lægðum sem koma yfir Ísland og fellibyljum sem ganga yfir Ameríku? Trausti Jónsson
Október Er höfuðborgarsvæðið orðið að sérnafni og ritað með stórum staf? Jóhannes B. Sigtryggsson
Nóvember Hvers vegna heitir fremsti hluti typpisins kóngur? Guðrún Kvaran
Desember Kemur ekki gífurleg mengun af öllum þessum flugeldum um áramótin? Hrund Ólöf Andradóttir og Þröstur Þorsteinsson

Svar um mengun af völdum flugelda var mest lesna svar desembermánaðar 2017.

Af nokkrum eldri svörum sem mikið voru lesin árið 2017 má meðal annars nefna:

Mynd:

Útgáfudagur

11.1.2018

Síðast uppfært

12.1.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hver voru vinsælustu svör ársins 2017 á Vísindavefnum?“ Vísindavefurinn, 11. janúar 2018, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75078.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2018, 11. janúar). Hver voru vinsælustu svör ársins 2017 á Vísindavefnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75078

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hver voru vinsælustu svör ársins 2017 á Vísindavefnum?“ Vísindavefurinn. 11. jan. 2018. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75078>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver voru vinsælustu svör ársins 2017 á Vísindavefnum?
Vísindavefur HÍ birti alls 334 svör árið 2017. Auk þess var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað beint, bæði með tölvupósti og símtölum.

Það er rétt að minna á að oft munar ekki miklu á „mest lesna“ svarinu og öðrum svörum sem margir lesendur skoða. Ekki er óalgengt að á hverjum degi séu rúmlega 3.000 svör opnuð á Vísindavefnum og í einum mánuði getur talan nálgast 11.000 sem fer nærri heildarfjölda svara á Vísindavefnum.

Heildarfjöldi gesta árið 2017 var samkvæmt talningu Modernus 738.093 og hafði gestum fjölgað um 7% frá árinu 2016, eða rétt tæp 50.000. Sama er að segja um bæði innlit og flettingar árið 2017. Innlit jukust um rétt rúmlega 245.000 og flettingar um rúmlega 263.000.

Ef skoðaðar eru sérstaklega tölur yfir meðalfjölda gesta í hverjum mánuði, en þar er beitt annarri aðferð við talningu en þegar árið í heild sinni er talið, þá heimsóttu að meðaltali 103.000 gestir Vísindavefinn í hverjum mánuði árið 2017. Þar nemur aukingin heilum 10% frá árinu 2016. Flestir gestir komu inn á Vísindavefinn í nóvembermánuði árið 2017, alls 124.055.

Vísindavefurinn var í 9. sæti yfir vinsælustu vefi landsins árið 2017 í samræmdri vefmælingu hjá Modernus.

Til að gefa lesendum hugmynd um vinsælustu svör ársins 2017 birtum við hér lista yfir mest lesnu nýju svörin í hverjum mánuði, ásamt upplýsingum um höfunda. Fyrir neðan þennan lista er svo hægt að skoða önnur svör sem einnig voru mikið lesin á Vísindavefnum.

Mánuður
Svar
Höfundur
Janúar Er bannað að ljúga á Alþingi? Iðunn Garðarsdóttir
Febrúar Gera „hitakrem“ eitthvað gagn við bólgum? Atli Jósefsson
Mars Hvernig geta miklar snjóhengjur skagað heillangt niður af húsþökum án þess að slitna í sundur? Helgi Björnsson
Apríl Telja vísindamenn að það sé gagnlegt að „rúlla“ vöðva eftir æfingar? Sólveg Ása Árnadóttir
Maí Er það rétt sem ég lærði í grunnskóla að sauðfé hafi eytt skógum landsins? Bryndís Marteinsdóttir
Júní Af hverju var bjór bannaður á sínum tíma en annað áfengi leyft? Helgi Gunnlaugsson
Júlí Hversu djúpt hefur verið borað niður í jörðina? Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir
Ágúst Hvaðan kemur nafnið á kökunni hjónabandssæla? Guðrún Kvaran
September Er mikill munur á vindhraða í lægðum sem koma yfir Ísland og fellibyljum sem ganga yfir Ameríku? Trausti Jónsson
Október Er höfuðborgarsvæðið orðið að sérnafni og ritað með stórum staf? Jóhannes B. Sigtryggsson
Nóvember Hvers vegna heitir fremsti hluti typpisins kóngur? Guðrún Kvaran
Desember Kemur ekki gífurleg mengun af öllum þessum flugeldum um áramótin? Hrund Ólöf Andradóttir og Þröstur Þorsteinsson

Svar um mengun af völdum flugelda var mest lesna svar desembermánaðar 2017.

Af nokkrum eldri svörum sem mikið voru lesin árið 2017 má meðal annars nefna:

Mynd:

...