Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8419 svör fundust

category-iconHagfræði

Getur hagvöxtur verið endalaus?

Upprunaleg spurning Jóns Sævars hljóðaði svo:Getur hagvöxtur verið endalaus? Það er getur þjóðar- eða landsframleiðsla haldið áfram að aukast að eilífu? Eða er þetta bóla sem springur einhvern tíma? Verg landsframleiðsla (VLF) er skilgreind sem markaðsvirði allrar vöru og þjónustu sem framleidd er til endanlegr...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað getið þið sagt mér um non-Hodgkins-krabbamein?

Eitilfrumuæxli eru illkynja æxli upprunnin í eitilfrumum, nema þau æxli sem teljast til Hodgkins-sjúkdóms. Á ensku hefur verið vísað til þessa æxlishóps sem non-Hodgkin lymphomas. Þessi æxli, sem hér eftir verður vísað til aðeins sem eitilfrumuæxli, eru hópur illkynja æxla sem á upptök sín í eitilvef og eru um 3% ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um hulduefni?

Hulduefni (e. dark matter) er í stuttu máli efni sem okkur er hulið sjónum; talið er að um 85% alls efnis í alheiminum sé hulduefni. Þetta efni veldur þyngdarhrifum á sama hátt og efni sem við sjáum, það er stjörnur, vetrarbrautir og svo framvegis. Allt efni sem við sjáum er úr svokölluðum þungeindum (e. baryons)....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um breiðnef?

Breiðnefurinn (Ornithorhynchus anatinus) er spendýr, þótt enga hafi hann spenana. Hann nærir ungviði sitt á mjólk sem smitast út um húðina líkt og hjá mjónefnum (Tachyglossus aculeatus). Breiðnefurinn telst til ættbálks nefdýra (Monotremata) rétt eins og mjónefurinn, en nefdýr eru ein þriggja greina spendýra (Mamm...

category-iconEfnafræði

Fyrir hvað voru Nóbelsverðlaunin í efnafræði veitt árið 1918?

Nóbelsverðlaunin eru líklega þekktustu verðlaun heims á eftir Óskarsverðlaununum. Nóbelsverðlaununum var fyrst úthlutað árið 1901. Sænska akademían sá þá um úthlutun í eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og bókmenntum en norska Stórþingið veitti friðarverðlaun Nóbels. Hagfræðiverðlaun hafa verið veitt frá því 1969....

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru Íslendingar í gúmmístígvélum árið 1918?

Ekki er nákvæmlega vitað hvenær fyrstu gúmmístígvélin bárust til Íslands en það mun líklega hafa verið nálægt aldamótunum 1900. Elsta vísun í gúmmístígvél sem fannst í gagnasafninu Tímarit.is er í blaðinu Ísafold desember 1903 þar sem Th. Thorsteinsson auglýsir alls konar skófatnað, meðal annars "gúmmí vatnsstígvé...

category-iconLandafræði

Af hverju skrifa Íslendingar Pólland með tveimur L-um?

Spurning Önnu hljóðaði svona í heild sinni: Afhverju skrifa Íslendingar Pólland með tveimur L-um? Dregur ekki landið nafnið af ánni Po? Það er ekkert L í Po hvaðan kemur þetta auka L? Rótin í fyrri hluta landsheitisins er Pól-. Hún er rakin til frumslavneskrar rótar, *pol’e með merkinguna „opið svæði, slétta...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig lýstu landnámsmenn Íslandi?

Norrænir landnámsmenn Íslands kunnu yfirleitt ekki að skrifa, nema hvað þeir munu hafa klappað stuttar rúnaristur í stein eða tré, en ekkert af slíku hefur varðveist. Meðal kristinna landnámsmanna frá Skotlandi og Írlandi hafa sjálfsagt verið menn sem kunnu að skrifa, en engir textar eftir þá eru varðveittir. Það...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um eldstöðvakerfið í Ljósufjöllum?

Ljósufjallareinin teygir sig frá Kolgrafafirði í vestri að Norðurá í Borgarfirði. Hún er nær 90 kílómetra löng og stefnir vestnorðvestur til austsuðausturs. Miðja hennar virðist vera í Ljósufjöllum, og dregur hún því nafn sitt af þeim. Þar er eldvirknin mest og fjölbreyttust. Ljósufjöll standa fyrir miðjum vest...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er MERS-veira og hvernig smitast hún?

MERS-CoV er ein þeirra sjö kórónuveira sem vitað er að geta sýkt menn, eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru til margar kórónuveirur sem sýkja menn og dugar ónæmi gegn einni þeirra fyrir hinum? Sjúkdómurinn sem veiran veldur kallast MERS (e. Middle East respiratory syndrome). Hann kemur fram sem ...

category-iconJarðvísindi

Hversu mikið afl er í eldgosum?

Fá fyrirbæri á jörðu eru aflmeiri en stórt eldgos í algleymingi. Kvikustreymi í öflugustu gosum hér á landi er líklega um hundrað þúsund rúmmetrar á sekúndu, en flest gos eru þó miklu minni. Rúmmálið getur verið ónákvæmur mælikvarði á efnismagnið. Magn kvikugasa (vatnsgufu, koltvíoxíðs, brennisteins) er mjög mismu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta sniglar lifað það af að missa hausinn?

Stutta svarið er já, vissar tegundir sæsnigla lifa þetta af. Eða réttara sagt, hausinn lifir af og endurmyndar nýjan líkama. Þekkt er að tré missa lauf og greinar án vandræða en dýr missa yfirleitt ekki líkamsparta án aukaverkana. Undantekningarnar eru reyndar nokkrir hópar dýra sem missa líffæri, til dæmis de...

category-iconVísindi almennt

Hvað er vísindafræði?

Spyrjandi lét þennan texta fylgja spurningunni: Það er verið að auglýsa styrkveitingar úr nýjum sjóði sem styrkir m.a. rannsóknir í vísindafræði. En hugtakið vísindafræði er ekki í orðabankanum hjá Árnastofnun og finnst ekki í neinu gagnasafni þar (ekki einu sinni nútímamálsorðabók).[1] Íslenska nýyrðið vísind...

category-iconLæknisfræði

Hver voru einkenni spænsku veikinnar og hvernig hagaði hún sér?

Almennt um spænsku veikina Spænska veikin er nafn sem festist við heimsfaraldur inflúensu sem hófst árið 1918. Vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar var fréttaflutningur takmarkaður og fréttir af veikinni bárust því misvel. Fyrst var opinberlega talað um slæman faraldur á Spáni, sem ekki tók beinan þátt í fyrri heimss...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Ef sólin myndi hverfa skyndilega, hvenær og hvernig myndu jarðarbúar upplifa það?

Engar líkur eru á að sólin geti horfið skyndilega. Hún er af þeirri gerð sólstjarna sem brenna vetnisforða sínum á mjög löngum tíma, líklega nálægt 10 milljörðum ára, og er ekki nema miðaldra um þessar mundir. Þegar hún hefur brennt öllu vetni sínu mun hún hins vegar þenjast út og verða að svokölluðum rauðum r...

Fleiri niðurstöður