Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Fyrir hvað voru Nóbelsverðlaunin í efnafræði veitt árið 1918?

Emelía Eiríksdóttir

Nóbelsverðlaunin eru líklega þekktustu verðlaun heims á eftir Óskarsverðlaununum. Nóbelsverðlaununum var fyrst úthlutað árið 1901. Sænska akademían sá þá um úthlutun í eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og bókmenntum en norska Stórþingið veitti friðarverðlaun Nóbels. Hagfræðiverðlaun hafa verið veitt frá því 1969. Verðlaununum fylgir mikill heiður enda eru þau veitt þeim sem þykja hafa stuðlað að gífurlegum hagsbótum fyrir mannkynið. Verðlaunaféð er verulegt og árið 2017 fékk til að mynda hvert svið 9 milljónir sænskra króna sem jafngilti 115 milljónum íslenskra króna.

Nóbelsverðlaunin í efnafræði eru veitt fyrir mikilvægustu uppgötvunina eða umbæturnar á sviðinu. Árið 1918 féllu verðlaunin í skaut Fritz Habers fyrir efnasmíði á ammóníaki úr frumefnum þess, afhending verðlaunanna fór þó ekki fram fyrr en ári síðar.

Árið 1918 fékk þýski efnafræðingurinn Fritz Habers Nóbelsverðlaunin í efnafræði. Hann fékk þau fyrir efnasmíði á ammóníaki úr frumefnum þess. Myndin er frá árinu 1905 og sýnir Haber á rannsóknarstofu sinni.

Í framleiðsluferli Habers á ammóníaki er köfnunarefnisgas (N2) látið hvarfast við vetnisgas (H2) með hjálp málmhvata við hátt hitastig (400-500°C) og þrýsting (150-250 loftþyngdir). Efnajafnan fyrir ferlið er eftirfarandi: \[N_{2} + H_{2} \rightarrow NH_{3}\]

Köfnunarefnið sem er notað í framleiðslunni er fengið beint úr andrúmsloftinu en vetnisgasið er vanalega unnið úr metani.

Haber og aðstoðarmaður hans, Robert Le Rossignol, framleiddu fyrst ammóníak með aðferð Habers á rannsóknarstofu árið 1909. Sama ár keypti þýska efnafyrirtækið BAFS framleiðsluferli Habers og hóf umbætur á því til að framleiða ammóníak í verulegu magni til nota í iðnaði. Frumefnið osmín var upphaflegi hvatinn í ferlinu en vegna hörguls á osmíni var því fljótt skipt út fyrir járnhvata, sem var auk þess mun ódýrari.

Eftir uppgötvun Habers var hægt að framleiða ammóníak í miklu magni en framleiðsla þess hafði verið erfið fram að því. Þessar breytingar ýttu undir framþróun í landbúnaði því ammóníak var hægt að nota við framleiðslu á tilbúnum áburði, en þar er köfnunarefni eitt af þremur mikilvægustu næringarefnunum. Í fyrri heimsstyrjöldinni nýttu Þjóðverjar sér þessa nýjung þó á annan hátt og framleiddu sprengiefni til að nota í stríðinu. Haber kom einnig beint við sögu í fyrri heimstyrjöldinni þegar hann framleiddi klórgas (Cl2) fyrir Þjóðverja og stýrði því þegar gasinu var dreift yfir bandamenn í Ypres í Belgíu árið 1915, sem olli dauða og þjáningu mörg þúsund manns.

Haber kom beint við sögu í fyrri heimstyrjöldinni þegar hann framleiddi klórgas (Cl2) fyrir Þjóðverja og stýrði því þegar gasinu var dreift yfir bandamenn í Ypres í Belgíu árið 1915. Myndin sýnir rústir Ypres að lokinni fyrri heimsstyrjöld.

Haber hugkvæmdist ýmislegt fleira sem viðkom efnafræði og eðlisfræði og hlaut fjölda viðurkenninga sem ekki verða taldar upp hér. Hann var einnig einkar vel að sér í stjórnmálum, sögu, hagfræði og iðnaði.

Haber fæddist 9. desember 1868 í Breslau í Þýskalandi. Foreldrar hans voru Siegfried Haber kaupmaður og Paula Haber, sem lést þremur vikum eftir erfiða fæðingu Fritz. Faðir Habers giftist aftur og eignaðist þrjár dætur. Haber gékk í grunnskóla í Breslau en lærði efnafræði 1886 til 1891 í ýmsum háskólum. Á þessum árum kynntist hann Clara Immerwahr sem síðar varð eiginkona hans. Haber og Clara eignuðust soninn Hermann árið 1902. Clara var með doktorsgráðu í efnafræði og barðist nokkuð fyrir réttindum kvenna. Í kjölfar klórgasárásinnar í Ypres árið 1915 framdi hún sjálfsmorð.

Fyrri kona Fritz Haber var Clara Immerwahr en hún framdi sjálfsmorð í kjölfar klórgasárásinnar í Ypres árið 1915. Myndin er tekin um það bil 1890.

Tveimur árum síðar giftist Haber seinni konu sinni, Charlotte Nathan, og eiguðust þau tvö börn: Eva-Charlotte og Ludwig-Fritz. Haber og Charlotte skildu árið 1927. Fritz lést 29. janúar 1934, í Basel í Sviss eftir alvarleg veikindi, 65 ára að aldri.

Í dag hafa Nóbelsverðlaunin í efnafræði verið veitt 109 sinnum og eru verðlaunahafarnir orðnir 178. Sænska akademían mun opinbera þann 3. október 2018 hver næsti verðlaunahafi í efnafræði verður.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

10.9.2018

Spyrjandi

Ragna

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Fyrir hvað voru Nóbelsverðlaunin í efnafræði veitt árið 1918?“ Vísindavefurinn, 10. september 2018. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75107.

Emelía Eiríksdóttir. (2018, 10. september). Fyrir hvað voru Nóbelsverðlaunin í efnafræði veitt árið 1918? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75107

Emelía Eiríksdóttir. „Fyrir hvað voru Nóbelsverðlaunin í efnafræði veitt árið 1918?“ Vísindavefurinn. 10. sep. 2018. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75107>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Fyrir hvað voru Nóbelsverðlaunin í efnafræði veitt árið 1918?
Nóbelsverðlaunin eru líklega þekktustu verðlaun heims á eftir Óskarsverðlaununum. Nóbelsverðlaununum var fyrst úthlutað árið 1901. Sænska akademían sá þá um úthlutun í eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og bókmenntum en norska Stórþingið veitti friðarverðlaun Nóbels. Hagfræðiverðlaun hafa verið veitt frá því 1969. Verðlaununum fylgir mikill heiður enda eru þau veitt þeim sem þykja hafa stuðlað að gífurlegum hagsbótum fyrir mannkynið. Verðlaunaféð er verulegt og árið 2017 fékk til að mynda hvert svið 9 milljónir sænskra króna sem jafngilti 115 milljónum íslenskra króna.

Nóbelsverðlaunin í efnafræði eru veitt fyrir mikilvægustu uppgötvunina eða umbæturnar á sviðinu. Árið 1918 féllu verðlaunin í skaut Fritz Habers fyrir efnasmíði á ammóníaki úr frumefnum þess, afhending verðlaunanna fór þó ekki fram fyrr en ári síðar.

Árið 1918 fékk þýski efnafræðingurinn Fritz Habers Nóbelsverðlaunin í efnafræði. Hann fékk þau fyrir efnasmíði á ammóníaki úr frumefnum þess. Myndin er frá árinu 1905 og sýnir Haber á rannsóknarstofu sinni.

Í framleiðsluferli Habers á ammóníaki er köfnunarefnisgas (N2) látið hvarfast við vetnisgas (H2) með hjálp málmhvata við hátt hitastig (400-500°C) og þrýsting (150-250 loftþyngdir). Efnajafnan fyrir ferlið er eftirfarandi: \[N_{2} + H_{2} \rightarrow NH_{3}\]

Köfnunarefnið sem er notað í framleiðslunni er fengið beint úr andrúmsloftinu en vetnisgasið er vanalega unnið úr metani.

Haber og aðstoðarmaður hans, Robert Le Rossignol, framleiddu fyrst ammóníak með aðferð Habers á rannsóknarstofu árið 1909. Sama ár keypti þýska efnafyrirtækið BAFS framleiðsluferli Habers og hóf umbætur á því til að framleiða ammóníak í verulegu magni til nota í iðnaði. Frumefnið osmín var upphaflegi hvatinn í ferlinu en vegna hörguls á osmíni var því fljótt skipt út fyrir járnhvata, sem var auk þess mun ódýrari.

Eftir uppgötvun Habers var hægt að framleiða ammóníak í miklu magni en framleiðsla þess hafði verið erfið fram að því. Þessar breytingar ýttu undir framþróun í landbúnaði því ammóníak var hægt að nota við framleiðslu á tilbúnum áburði, en þar er köfnunarefni eitt af þremur mikilvægustu næringarefnunum. Í fyrri heimsstyrjöldinni nýttu Þjóðverjar sér þessa nýjung þó á annan hátt og framleiddu sprengiefni til að nota í stríðinu. Haber kom einnig beint við sögu í fyrri heimstyrjöldinni þegar hann framleiddi klórgas (Cl2) fyrir Þjóðverja og stýrði því þegar gasinu var dreift yfir bandamenn í Ypres í Belgíu árið 1915, sem olli dauða og þjáningu mörg þúsund manns.

Haber kom beint við sögu í fyrri heimstyrjöldinni þegar hann framleiddi klórgas (Cl2) fyrir Þjóðverja og stýrði því þegar gasinu var dreift yfir bandamenn í Ypres í Belgíu árið 1915. Myndin sýnir rústir Ypres að lokinni fyrri heimsstyrjöld.

Haber hugkvæmdist ýmislegt fleira sem viðkom efnafræði og eðlisfræði og hlaut fjölda viðurkenninga sem ekki verða taldar upp hér. Hann var einnig einkar vel að sér í stjórnmálum, sögu, hagfræði og iðnaði.

Haber fæddist 9. desember 1868 í Breslau í Þýskalandi. Foreldrar hans voru Siegfried Haber kaupmaður og Paula Haber, sem lést þremur vikum eftir erfiða fæðingu Fritz. Faðir Habers giftist aftur og eignaðist þrjár dætur. Haber gékk í grunnskóla í Breslau en lærði efnafræði 1886 til 1891 í ýmsum háskólum. Á þessum árum kynntist hann Clara Immerwahr sem síðar varð eiginkona hans. Haber og Clara eignuðust soninn Hermann árið 1902. Clara var með doktorsgráðu í efnafræði og barðist nokkuð fyrir réttindum kvenna. Í kjölfar klórgasárásinnar í Ypres árið 1915 framdi hún sjálfsmorð.

Fyrri kona Fritz Haber var Clara Immerwahr en hún framdi sjálfsmorð í kjölfar klórgasárásinnar í Ypres árið 1915. Myndin er tekin um það bil 1890.

Tveimur árum síðar giftist Haber seinni konu sinni, Charlotte Nathan, og eiguðust þau tvö börn: Eva-Charlotte og Ludwig-Fritz. Haber og Charlotte skildu árið 1927. Fritz lést 29. janúar 1934, í Basel í Sviss eftir alvarleg veikindi, 65 ára að aldri.

Í dag hafa Nóbelsverðlaunin í efnafræði verið veitt 109 sinnum og eru verðlaunahafarnir orðnir 178. Sænska akademían mun opinbera þann 3. október 2018 hver næsti verðlaunahafi í efnafræði verður.

Heimildir:

Myndir:

...