Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8015 svör fundust
Hvaða völd og skyldur hefur Seðlabankinn við eftirlit á millibankamarkaði fyrir gjaldeyri?
Spurningin var upphaflega: Í nýlegu svari á Vísindavefnum Hvaða aðilar stýra gengi íslensku krónunnar? kemur m.a. fram að gengi krónunnar ráðist á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem: "[t]ilboð[..] eru birt á sameiginlegum gagnaveitum þar sem aðeins viðskiptavakar og Seðlabankinn sjá tilboðin." Hvaða völd...
Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Kvaran rannsakað?
Guðrún Kvaran er málfræðingur og prófessor emeritus. Hún starfaði um áratuga skeið við Orðabók Háskólans sem síðar varð svið innan Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hún varð forstöðumaður Orðabókarinnar árið 2000 og sama ár prófessor við hugvísindadeild Háskóla Íslands. Við háskólann kenndi Guðrún ein...
Hvernig urðu ættarnöfn til og af hverju?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Nú spurði dóttir mín mig hvernig ættarnöfn urðu til og af hverju? Elsta ættarnafnið, sem vitað er til að hafi verið notað hérlendis, er Vídalín. Það tók Arngrímur Jónsson lærði (1568–1648) upp á 17. öld og notaði það við stöku tækifæri. Barnabörn hans völdu það síðan sem...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Torfi Jónasson rannsakað?
Jón Torfi Jónasson er prófessor emeritus í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur fengist við rannsóknir á lestri og fjölmörgum þáttum menntunar og skólastarfs. Rannsóknarsvið Jóns Torfa var í upphafi skynjun og lestur en síðar sneri hann sér að skrifum um skólastarf og m...
Hvað hefur vísindamaðurinn Margrét Helga Ögmundsdóttir rannsakað?
Margrét Helga Ögmundsdóttir er rannsóknasérfræðingur við læknadeild Háskóla Íslands og snúa rannsóknir hennar að frumu- og sameindalíffræði krabbameina. Margét Helga hefur rannsakað byggingu og starfsemi prótína sem gegna lykilhlutverki í genastjórnun í litfrumum og sortuæxlum, auk greiningar á hlutverki tilte...
Hvað verður um frumur sem deyja?
Upprunalega var spurningin svona:Ég er leikskólakennari og fékk þessa spurningu frá einum 5 ára "Hvað verður um frumur sem deyja?"Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er frumudauði? Stöðug endurnýjun á sér stað á frumum í mannslíkamanum; frumur skipta sér til þess að viðhalda starfsemi í vefjum á meðan aðrar ...
Er Suðurskautslandið stærsta eyðimörk heims?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju er Suðurskautslandið talið vera eyðimörk? Og er það í rauninni stærsta eyðimörk heims? Sandur, sól og steikjandi hiti kann að vera það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar eyðimerkur ber á góma. En í rauninni þarf ekkert af þessu að einkenna eyðimerkursvæði – þau g...
Hvaða rannsóknir hefur Svanhildur Óskarsdóttir stundað?
Svanhildur Óskarsdóttir er handritafræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Svanhildur hefur komið víða við í rannsóknum sínum en rauði þráðurinn er sá margvíslegi vitnisburður sem handrit veita okkur um íslenska menningar- og bókmenntasögu fyrri alda. Í doktorsritgerð sinni (2000) fjallaði hún um ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Orri Vésteinsson rannsakað?
Orri Vésteinsson er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann fæst einkum við rannsóknir á fornleifafræði Norður Atlantshafs – Íslands og Grænlands – á víkingaöld og miðöldum. Orri hefur stjórnað uppgröftum víða um land, sérílagi á Norðausturlandi, til d...
Hvað gerist þegar kvika kemur upp úr gosrás?
Þegar kvika (bráðið berg) rís úr gosrás og tvístrast í gjósku er hún upphaflega meira en 800°C heit og fer hratt, um 600 metra á sekúndu.[1] Gjóskan rís síðan með gosmekkinum, sem í upphafi er gerður af gjóskunni, sem er 90-99% af massa makkarins og afgangurinn úr eldfjallagastegundum eins og vatni, koltvíoxíði, b...
Hvaða rannsóknir hefur Atli Harðarson stundað?
Atli Harðarson (f. 1960) lauk BA-prófi í bókmenntafræði og heimspeki við Háskóla Íslands 1982 og MA-prófi í heimspeki frá Brown-háskólanum í Bandaríkjunum 1984. Eftir það starfaði hann sem kennari og síðar stjórnandi við framhaldsskóla til ársins 2014 þegar hann hóf störf sem lektor við Menntavísindasvið Háskóla Í...
Hvað hefur vísindamaðurinn Steinunn Gestsdóttir rannsakað?
Steinunn Gestsdóttir er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og aðstoðarrektor kennslumála og þróunar við skólann. Sérsvið hennar er þroskasálfræði og hefur hún rannsakað þróun sjálfstjórnunar og hvernig hún tengist þroskaframvindu barna og ungmenna. Eitt það mikilvægasta sem börn þurfa að ná tökum á til að...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigríður Sigurjónsdóttir rannsakað?
Sigríður Sigurjónsdóttir er prófessor í íslenskri málfræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að máltöku íslenskra barna og hún hefur skrifað fjölda ritrýndra greina í alþjóðleg fræðirit um ýmis atriði í þróun íslensks barnamáls, auk þess sem hún hefur rannsakað ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Hreiðar Þór Valtýsson rannsakað?
Hreiðar Þór Valtýsson er fiskifræðingur, lektor og brautarstjóri við sjávarútvegsfræðibraut Háskólans á Akureyri (HA). Hreiðar og félagar hans í sjávarútvegsfræðinni við HA (nemendur hafa líka verið virkir þátttakendur) hafa lagt mikla áherslu á miðlun og menntun tengda sjávarútvegi á öllum skólastigum. Ástæðun...
Hvað hefur vísindamaðurinn Pálmi V. Jónsson rannsakað?
Pálmi V. Jónsson er prófessor og yfirlæknir öldrunarlækningadeildar Landspítalans. Hann beitti sér fyrir stofnun Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum og hefur verið formaður hennar frá 1999. Þar starfa nú 11 doktorsnemar auk annarra nema og nokkurra sérfræðinga. Pálmi er einn upphafsmann...