Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Margrét Helga Ögmundsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Margrét Helga Ögmundsdóttir er rannsóknasérfræðingur við læknadeild Háskóla Íslands og snúa rannsóknir hennar að frumu- og sameindalíffræði krabbameina.

Margét Helga hefur rannsakað byggingu og starfsemi prótína sem gegna lykilhlutverki í genastjórnun í litfrumum og sortuæxlum, auk greiningar á hlutverki tiltekinna gena í krabbameinum. Hún hefur einnig kannað erfðabreytileika sem tengjast krabbameinum og skoðað áhrif þeirra á hegðun og virkni krabbameinsfruma.

Nýlega hefur Margrét hafið rannsóknir á sjálfsáti í frumum og hlutverki ákveðinna prótína í því samhengi. Sjálfsát er ferli sem Margrét hefur kallað sorphirðu- og endurvinnsluferli frumunnar. Mikilvægi þessa rannsóknasviðs á alþjóðavísu endurspeglast í því að Nóbelsverðlaunin í læknisfræði 2016 voru veitt fyrir rannsóknir á sjálfsáti.

Margrét Helga Ögmundsdóttir hefur nýlega hafið rannsóknir á sjálfsáti í frumum og hlutverki ákveðinna prótína í því samhengi.

Margrét Helga hefur unnið ötullega að miðlun upplýsinga um krabbameinsrannsóknir til almennings, meðal annars sem stjórnarmaður og stjórnarformaður Samtaka um krabbameinsrannsóknir á Íslandi (SKÍ). Hún hefur einnig tekið virkan þátt í starfsemi og stefnumótun Lífvísindaseturs Háskóla Íslands.

Margrét Helga er fædd 1981, hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2001 og BS-prófi í lífefnafræði frá Háskóla Íslands árið 2005. Þá þegar hafði hún unnið að ýmsum rannsóknaverkefnum, meðal annars við Université Paris-Sud, Harvardháskóla og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Að loknu BS-námi vann hún um tíma hjá sprotafyrirtækinu Nimblegen á Íslandi. Árið 2006 hóf Margrét doktorsnám við Oxfordháskóla í Bretlandi sem hún lauk árið 2010. Hún hlaut ýmis námsverðlaun á tíma sínum í Oxford, auk þess að vera í keppnisliði skólans í róðri. Á rannsóknaferli sínum hefur Margrét hlotið fjölda styrkja og fengið margar viðurkenningar, þar á meðal Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2016. Hún er meðhöfundur um 20 alþjóðlegra ritrýndra vísindagreina, meðal annars í tímaritunum Science, Nature og Cell.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

6.1.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Margrét Helga Ögmundsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 6. janúar 2018. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74966.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 6. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Margrét Helga Ögmundsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74966

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Margrét Helga Ögmundsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 6. jan. 2018. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74966>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Margrét Helga Ögmundsdóttir rannsakað?
Margrét Helga Ögmundsdóttir er rannsóknasérfræðingur við læknadeild Háskóla Íslands og snúa rannsóknir hennar að frumu- og sameindalíffræði krabbameina.

Margét Helga hefur rannsakað byggingu og starfsemi prótína sem gegna lykilhlutverki í genastjórnun í litfrumum og sortuæxlum, auk greiningar á hlutverki tiltekinna gena í krabbameinum. Hún hefur einnig kannað erfðabreytileika sem tengjast krabbameinum og skoðað áhrif þeirra á hegðun og virkni krabbameinsfruma.

Nýlega hefur Margrét hafið rannsóknir á sjálfsáti í frumum og hlutverki ákveðinna prótína í því samhengi. Sjálfsát er ferli sem Margrét hefur kallað sorphirðu- og endurvinnsluferli frumunnar. Mikilvægi þessa rannsóknasviðs á alþjóðavísu endurspeglast í því að Nóbelsverðlaunin í læknisfræði 2016 voru veitt fyrir rannsóknir á sjálfsáti.

Margrét Helga Ögmundsdóttir hefur nýlega hafið rannsóknir á sjálfsáti í frumum og hlutverki ákveðinna prótína í því samhengi.

Margrét Helga hefur unnið ötullega að miðlun upplýsinga um krabbameinsrannsóknir til almennings, meðal annars sem stjórnarmaður og stjórnarformaður Samtaka um krabbameinsrannsóknir á Íslandi (SKÍ). Hún hefur einnig tekið virkan þátt í starfsemi og stefnumótun Lífvísindaseturs Háskóla Íslands.

Margrét Helga er fædd 1981, hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2001 og BS-prófi í lífefnafræði frá Háskóla Íslands árið 2005. Þá þegar hafði hún unnið að ýmsum rannsóknaverkefnum, meðal annars við Université Paris-Sud, Harvardháskóla og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Að loknu BS-námi vann hún um tíma hjá sprotafyrirtækinu Nimblegen á Íslandi. Árið 2006 hóf Margrét doktorsnám við Oxfordháskóla í Bretlandi sem hún lauk árið 2010. Hún hlaut ýmis námsverðlaun á tíma sínum í Oxford, auk þess að vera í keppnisliði skólans í róðri. Á rannsóknaferli sínum hefur Margrét hlotið fjölda styrkja og fengið margar viðurkenningar, þar á meðal Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2016. Hún er meðhöfundur um 20 alþjóðlegra ritrýndra vísindagreina, meðal annars í tímaritunum Science, Nature og Cell.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...