Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Jón Torfi Jónasson er prófessor emeritus í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur fengist við rannsóknir á lestri og fjölmörgum þáttum menntunar og skólastarfs.
Rannsóknarsvið Jóns Torfa var í upphafi skynjun og lestur en síðar sneri hann sér að skrifum um skólastarf og menntun. Fyrst beindi hann sjónum sínum að notkun tölva í skólastarfi og fjarkennslu, síðan að þróun framhaldsskólans og rýndi þá sérstaklega í umfang og ástæður brottfalls nemenda. Hann hefur einnig fjallað um háskólamál og var meðal annars beðinn um að skrifa rit um áskoranir háskóla fyrir evrópsku samtökin, Observatory Magna Charta Universitatum á 20 ára afmæli þeirra árið 2008.
Jón Torfi Jónasson hefur fengist við rannsóknir á lestri og fjölmörgum þáttum menntunar og skólastarfs.
Jón Torfi hefur skrifað um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla (bæði bók- og starfsnám), háskóla, fullorðinsfræðslu og símenntun, einkum hvað einkennir þróun þessara þátta menntunar í ljósi sögunnar, meðal annars í samanburði ólíkra skólakerfa. Árið 1985 var hann fenginn til að spá fyrir um þróun menntunar 25 ár fram í tímann og beinir enn sjónum sínum að því viðfangsefni, meðal annars hvernig kerfið ætti að bregðast við, og hefur bent á margvíslega (kerfis-) tregðu sem dregur úr eðlilegum breytingum í menntamálum.
Jón Torfi lauk BSc-prófi í eðlisfræði frá Edinborgarháskóla 1972, eftir að hafa lokið einu ári í sagnfræði, heimspeki og stjórnmálafræði við sama skóla. Hann lauk síðan MSc-prófi í tilraunasálfræði 1973 frá háskólanum í Sussex með áherslu á hugfræði (e. cognitive psychology) og doktorsprófi í sama fagi frá háskólanum í Reading á Englandi árið 1980.
Hann kenndi sálarfræði náms og hugsunar, aðferðafræði og síðan fjölmargar greinar menntavísinda frá 1977, fyrst sem stundakennari, síðan sem lektor, dósent og prófessor frá 1993. Hann var deildarforseti Félagsvísindadeildar HÍ 1995-2001 og forseti Menntavísindasviðs HÍ 2008-2013. Hann hefur gegnt formennsku í fjölmörgum nefndum á vegum Háskóla Íslands og menntamálaráðuneytis.
Mynd:
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Torfi Jónasson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 5. janúar 2018, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74997.
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 5. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Torfi Jónasson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74997
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Torfi Jónasson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 5. jan. 2018. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74997>.