Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:24 • Sest 14:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:18 • Síðdegis: 21:34 í Reykjavík

Hvað gerist þegar kvika kemur upp úr gosrás?

Sigurður Reynir Gíslason

Þegar kvika (bráðið berg) rís úr gosrás og tvístrast í gjósku er hún upphaflega meira en 800°C heit og fer hratt, um 600 metra á sekúndu.[1] Gjóskan rís síðan með gosmekkinum, sem í upphafi er gerður af gjóskunni, sem er 90-99% af massa makkarins og afgangurinn úr eldfjallagastegundum eins og vatni, koltvíoxíði, brennisteinstvíoxíði, saltsýru, flúrsýru og brennisteinsvetni.[2] Einnig er töluvert af málmum í gasfasa við þetta hitastig.

Mökkur úr gosinu í Eyjafjallajökli, myndin er tekin 17. apríl 2010.

Styrkur einstakra gastegunda og málma fer eftir efnasamsetningu kvikunnar og hve lengi hún hefur dvalið í jarðskorpunni á leið sinni til yfirborðs. Basalt er oftast snautt af gasi (0,2-0,5%) en kísilrík kvika eins og ríólít, er vatnsrík, allt að 5%. Styrkur vatns og margra gastegunda í kviku má tengja við kísilstyrk hennar en styrk brennisteinsgastegunda við járnstyrk kvikunnar.[3]

Þegar mökkurinn þenst út dregur hann til sín andrúmsloft og kólnar þegar hann rís í allt að tíu kílómetra hæð og stundum enn hærra. Í tíu kílómetra hæð er hitastig um -50°C, gjóskan storknar þar að fullu, gastegundir þéttast og örþunn himna málm- sýru- og næringarsalta sest utan á gjóskuna. Himnan er örþunn að meðaltali, allt niður í hálfan nanómetra á þykkt.[4] En nanómetri er einungis einn milljónasti úr millimetra.

Himnan er auðleysanleg í vatni. Sýrur, sölt, þungmálmar og næringarefni leysast því úr læðingi um leið og gjóskukorn lenda í vötnum eða sjó, eða þegar fyrst rignir á gjóskuna eftir að hún er fallin til jarðar. Leysing yfirborðshimnunnar getur hvort tveggja skaðað eða bætt umhverfið en um það er fjallað nánar í svari við spurningunni Hvaða áhrif hefur eldfjallaaska á lífríkið?

Tilvísanir:
  1. ^ Delmelle P., Wadsworth F.B., Maters E.C., AyrisP.M. (2018). High Temperature Uptake of Volcanic Gases on Ash in Eruption Plumes. Reviews in Mineralogy and Geochemistry (í prentun).
  2. ^ Sparks R.S.J., Bursik M.I., Carey S.N., Gilbert J.S., Glaze L.S., Sigurdsson H., Woods A.W. (1997) Volcanic Plumes. John Wiley & Sons, London.
  3. ^ Óskarsson N. (2013). Eldfjallagas. Í; Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar. Ritstjórar Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason, bls. 130-144. Viðlagatrygging og Háskólaútgáfan: Reykjavík.
  4. ^ Gislason S. R., T. Hassenkam, S. Nedel, N. Bovet, E. S. Eiriksdottir, H. A. Alfredsson, C. P. Hem, Z. I. Balogh, K. Dideriksen, N. Oskarsson, B. Sigfusson, G. Larsen, and S. L. S. Stipp (2011a). Characterization of Eyjafjallajökull volcanic ash particles and a protocol for rapid risk assessment. PNAS 108, 7307-7312.

Mynd:
  • SRG.

Laufey Sunna spurði einnig sérstaklega um hitastig kvikunnar.

Höfundur

Sigurður Reynir Gíslason

vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

12.4.2018

Spyrjandi

Laufey Sunna Guðlaugsdóttir

Tilvísun

Sigurður Reynir Gíslason. „Hvað gerist þegar kvika kemur upp úr gosrás?“ Vísindavefurinn, 12. apríl 2018. Sótt 8. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=75606.

Sigurður Reynir Gíslason. (2018, 12. apríl). Hvað gerist þegar kvika kemur upp úr gosrás? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75606

Sigurður Reynir Gíslason. „Hvað gerist þegar kvika kemur upp úr gosrás?“ Vísindavefurinn. 12. apr. 2018. Vefsíða. 8. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75606>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist þegar kvika kemur upp úr gosrás?

Þegar kvika (bráðið berg) rís úr gosrás og tvístrast í gjósku er hún upphaflega meira en 800°C heit og fer hratt, um 600 metra á sekúndu.[1] Gjóskan rís síðan með gosmekkinum, sem í upphafi er gerður af gjóskunni, sem er 90-99% af massa makkarins og afgangurinn úr eldfjallagastegundum eins og vatni, koltvíoxíði, brennisteinstvíoxíði, saltsýru, flúrsýru og brennisteinsvetni.[2] Einnig er töluvert af málmum í gasfasa við þetta hitastig.

Mökkur úr gosinu í Eyjafjallajökli, myndin er tekin 17. apríl 2010.

Styrkur einstakra gastegunda og málma fer eftir efnasamsetningu kvikunnar og hve lengi hún hefur dvalið í jarðskorpunni á leið sinni til yfirborðs. Basalt er oftast snautt af gasi (0,2-0,5%) en kísilrík kvika eins og ríólít, er vatnsrík, allt að 5%. Styrkur vatns og margra gastegunda í kviku má tengja við kísilstyrk hennar en styrk brennisteinsgastegunda við járnstyrk kvikunnar.[3]

Þegar mökkurinn þenst út dregur hann til sín andrúmsloft og kólnar þegar hann rís í allt að tíu kílómetra hæð og stundum enn hærra. Í tíu kílómetra hæð er hitastig um -50°C, gjóskan storknar þar að fullu, gastegundir þéttast og örþunn himna málm- sýru- og næringarsalta sest utan á gjóskuna. Himnan er örþunn að meðaltali, allt niður í hálfan nanómetra á þykkt.[4] En nanómetri er einungis einn milljónasti úr millimetra.

Himnan er auðleysanleg í vatni. Sýrur, sölt, þungmálmar og næringarefni leysast því úr læðingi um leið og gjóskukorn lenda í vötnum eða sjó, eða þegar fyrst rignir á gjóskuna eftir að hún er fallin til jarðar. Leysing yfirborðshimnunnar getur hvort tveggja skaðað eða bætt umhverfið en um það er fjallað nánar í svari við spurningunni Hvaða áhrif hefur eldfjallaaska á lífríkið?

Tilvísanir:
  1. ^ Delmelle P., Wadsworth F.B., Maters E.C., AyrisP.M. (2018). High Temperature Uptake of Volcanic Gases on Ash in Eruption Plumes. Reviews in Mineralogy and Geochemistry (í prentun).
  2. ^ Sparks R.S.J., Bursik M.I., Carey S.N., Gilbert J.S., Glaze L.S., Sigurdsson H., Woods A.W. (1997) Volcanic Plumes. John Wiley & Sons, London.
  3. ^ Óskarsson N. (2013). Eldfjallagas. Í; Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar. Ritstjórar Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason, bls. 130-144. Viðlagatrygging og Háskólaútgáfan: Reykjavík.
  4. ^ Gislason S. R., T. Hassenkam, S. Nedel, N. Bovet, E. S. Eiriksdottir, H. A. Alfredsson, C. P. Hem, Z. I. Balogh, K. Dideriksen, N. Oskarsson, B. Sigfusson, G. Larsen, and S. L. S. Stipp (2011a). Characterization of Eyjafjallajökull volcanic ash particles and a protocol for rapid risk assessment. PNAS 108, 7307-7312.

Mynd:
  • SRG.

Laufey Sunna spurði einnig sérstaklega um hitastig kvikunnar.

...