Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2172 svör fundust
Hvað er nöf þegar komið er fram á ystu nöf?
Nöf í þeirri merkingu sem spurt er um merkir annars vegar ‘klettasnös’ en hins vegar ‘endi á bjálka’. Snös er bjargbrún, klettanibba og þegar þangað er komið er betra að vara sig til þess að falla ekki fram af. Sama er að segja um þann sem situr á bjálka. Hann þarf að gæta sín að fara ekki fram af. Nöf merkir m...
Hvernig myndast kynfrumur?
Upphaflega spurningin var eftirfarandi:Hvernig skapar líkami okkar sáðfrumur? Kynfrumur þroskast í kynkirtlum frá upphafi kynþroska og halda áfram að þroskast fram að tíðahvörfum hjá konum en nokkurn veginn út ævina hjá körlum. Tilurð kynfruma má þó rekja allt til fyrstu vikna fósturþroska rétt eftir hreiðrun f...
Hvað eru Schönberg-Chandrasekhar-mörk?
Schönberg-Chandrasekhar-mörk eru ákveðin mörk á massa helínkjarnans í sólstjörnu. Eftir að þeim er náð breytist stjarnan í rauðan risa. Sólstjarna í meginröð lýsir vegna þess að vetni breytist í helín við kjarnasamruna í miðju stjörnunnar. Þannig verður smám saman til gífurlega heitur helínhnöttur í miðju ...
Þegar skipt er um hnélið og settur gerviliður, hvað stjórnar þá hreyfingu hans?
Þegar „skipt er um hnélið" þá eru „settar nýjar fóðringar". Þannig stjórnast hreyfingar hnésins áfram af manni sjálfum eins og áður. Nánar tiltekið felst þetta í því að hnéliðurinn er opnaður með skurði yfir framanvert hnéð og innanvert við hnéskelina. Hnéskelinni er síðan velt til hliðar og þá blasa við þrír ...
Hvað er sjóbirtingur?
Sjóbirtingur er urriði (Salmo trutta) sem líkt og laxinn dvelst fyrstu ár ævi sinnar í fersku vatni en gengur síðan til sjávar. Venjulega eru slíkir urriðar orðnir 2-5 ára gamlir þegar þeir yfirgefa uppeldisstöðvar sínar og fara á haf út. Það gerist langoftast á vorin. Sjóbirtingar eru algengastir við vestu...
Hvað er langt til Mars?
Mars og jörðin eru bæði á braut kringum sólina svo að það getur verið misjafnlega langt hverju sinni á milli þessara reikistjarna. Pláneturnar fara á mismunandi hraða svo að á einum tíma geta þær verið sömu megin við sólina en hvor sínu megin á öðrum tíma. Þegar pláneturnar eru næst hvor annari eru um það bil 78.0...
Hvað merkir hver röndóttur og hvaðan kemur það?
Orðasambandið hver röndóttur er notað sem vægt blótsyrði. Þau tvö dæmi sem fundust í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru úr bókum eftir Halldór Laxness. „Ja, hvur röndóttur“ sagði presturinn í Paradísarheimt og sama er að segja um biskupinn í Kristnihaldinu: „Ja hver röndóttur; það má ekki minna kosta. Áður fyrr ...
Hvenær má gelda ketti?
Högnar merkja óðöl sín oft með hlandi sem er afar lyktarsterkt eins og flestir vita. Óðal ógeldra fressa er iðulega mun stærra en geldra og eyða þeir miklum tíma í að fara um það og hverfa þá gjarnan í marga daga í senn. Jafnframt verja þeir svæðið sitt af mikilli hörku gagnvart öðrum köttum. Til þess að högnar ve...
Gáta: Hvernig kemst bóndinn yfir ána?
Á litlum bæ í Skagafirði bjó bóndi nokkur ásamt konu sinni og börnum. Bærinn stóð í litlum dal sem var einangraður frá umheiminum af á sem rann í gegnum dalsmynnið. Á ánni starfaði hins vegar ferjumaður sem ferjaði fólk yfir ána í litlum tveggja manna bát. Í bænum hinumegin við ána var haldinn markaður hálfsmá...
Er það satt að ísbirnir éti stundum dýr sem eru þrisvar sinnum stærri en þeir sjálfir?
Rannsóknir á fæðuvali ísbjarna (Ursus maritimus) hafa sýnt að selir eru helsta fæða þeirra. Hringanóri (Phoca hispida) skipar þar stærstan sess en á sumum svæðum er kampselur (Erignathus barbatus) næst mikilvægasta fæðan. Aðrar selategundir sem ísbirnir veiða eru vöðuselur (Pagophilus groenlandicus) og blöðruselur...
Ert þú útlenskur?
Allir eru auðvitað útlenskir í einhvers augum. Þegar starfsmenn Vísindavefsins fara utan verða þeir væntanlega útlendingar í viðkomandi landi. Hér á Íslandi teljast þeir samt líklega íslenskir. Reyndar má nefna að allmargir menn af erlendu bergi brotnu hafa skrifað fyrir Vísindavefinn, þótt þeir teljist ekki fasti...
Hvert er gengi krónunnar?
Þegar þetta er skrifað, þann 3. apríl 2008, er gengisvísitalan 150,3 stig samkvæmt upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands. Sumum finnst betra að fylgjast með genginu með því að skoða hvað þarf að borga margar íslenskar krónur fyrir ákveðinn erlendan gjaldeyri, til dæmis bandaríkjadollar eða evru. Í dag þarf að bor...
Af hverju stinga geitungar?
Geitungar, líkt og margar aðrar dýrategundir, eru búnir vopnum sem þeir beita bæði til fæðuöflunar og varnar. Þessi vopnabúnaður getur verið af ýmsum toga svo sem broddar eða eiturframleiðsla. Hjá geitungum eru það eingöngu kvendýrin sem geta stungið, það er drottningar og þernur, enda er broddurinn að uppruna til...
Hvað eru vébönd?
Nafnorðið vé hefur fleiri en eina merkingu. Það var notað í eldra máli um bústað, heiðinn helgistað, helgidóm og í skáldamáli um gunnfána, stríðsfána. Með orðinu vébönd er átt við bönd kringum helgan stað þar sem dómari átti sitt sæti og réttur var haldinn. Í Egils sögu er véböndum á Gulaþingi í Noregi lýst þannig...
Hvers vegna má ekki setja málmhluti í örbylgjuofn? - Myndband
Málmar og örbylgjur geta farið ágætlega saman. Þannig eru bylgjurnar í örbylgjuofninum leiddar frá bylgjugjafanum í málmstokki sem kallaður er bylgjuleiðari og sjálft bylgjuhólfið sem maturinn er hitaður í er málmkassi. Bylgjurnar speglast af málmfletinum og fara aðra umferð um hólfið. Speglunin gerist á þann hátt...