Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 481 svör fundust
Er hægt að keppa í fegurð og eru fegurðarsamkeppnir og módelfitness íþróttagreinar?
Þessari spurningu væri hægt að svara á einfaldan hátt: Hvorki fegurðarsamkeppni né módelfitness eru í raun keppnisíþróttir á Íslandi. Þær eru ekki skilgreindar af Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands sem íþróttir og samkvæmt þeim mælikvarða er þá ekki hægt að keppa í fegurð sem sé hún íþrótt. Hins vegar er flest...
Er rangt að skjóta og drepa önnur spendýr?
Skotveiðar á spendýrum, öðrum en þeim sem við flokkum sem meindýr, hafa að mörgu leyti sérstaka stöðu í hugum fólks. Slíkar veiðar eru vissulega umdeildari heldur en stangveiði og skotveiðar á fuglum. En í hugum margra er það að skjóta villt spendýr síst verra heldur en að rækta dýr í litlum búrum og slátra, eins ...
Hvað heita nýjustu frumefnin í lotukerfinu?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað heita sex nýjustu frumefnin í lotukerfinu, bæði á íslensku og ensku (113, 114, 115, 116, 117 og 118)? Í dag eru frumefnin í lotukerfinu 118 talsins. Af þeim hafa frumefni með sætistölurnar 1-94 öll fundist í náttúrunni en í mismiklu magni. Frumefni 95-118 hafa hins...
Hvað getið þið sagt mér um útburð barna í heiðni á Íslandi?
Þrátt fyrir skort á ritheimildum frá heiðnum tíma á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum er sú skoðun ríkjandi meðal fræðimanna að útburður á börnum hafi verið stundaður í norrænum samfélögum í heiðni. Heimildir um útburðinn sem fræðimenn styðjast við eru Íslendingabók og Íslendingasögur og -þættir, það er Harðar sag...
Hver var Claude Lévi-Strauss og hvaða áhrif hafði hann á mannfræðina?
Mannfræðingurinn Claude Lévi-Strauss (1908-2009) var einn af áhrifamestu kenningasmiðum síðustu aldar. Hann lagði í upphafi stund á lögfræði og heimspeki við Sorbonneháskóla, en í kjölfar vettvangsferðar á slóðir Brasilíuindjána hneigðist hugur hans æ meir að mannfræði. Skömmu eftir að hann sneri aftur til Frakkla...
Hvernig eru bóluefni þróuð og þá sérstaklega bóluefni við COVID-19?
Fyrr á öldum var bólusótt (e. smallpox) mjög skæður sjúkdómur sem drap 10-20% allra þar sem bólusóttarfarsótt geisaði. Kúabóla (e. vaccinia) er hins vegar meinlaus kvilli sem veldur vörtum á spenum kúa og höndum mjaltakvenna en í lok 18. aldar tók breski læknirinn og vísindamaðurinn Edward Jenner (1749-1823) eftir...
Eru til íslensk orð, gömul eða ný, sem innihalda bókstafinn w?
Fjöldi orða hefur verið ritaður með bókstafnum w í hinni löngu sögu ritaðrar íslensku. Varðveittir eru textar á íslensku, öðru nafni norrænu, með latínuletri frá því á 12. öld. Táknið w var ekki algengt í elstu handritunum en því bregður þó fyrir, meðal annars í Grágásarhandriti frá lokum 12. aldar þar sem orðm...
Af hverju gerir NATO ekkert stórtækt varðandi stríðið milli Ísraels og Palestínu?
Á alþjóðavettvangi er engin alheimsstjórn sem setur sameiginlegar reglur og fylgir þeim eftir. Alþjóðakerfið er sjálfshjálparkerfi sem byggir á samstarfi fullvalda ríkja. Sameinuðu þjóðirnar eru stærsti sameiginlegi vettvangur fullvalda ríkja til að leita lausna á vandamálum heimsins með friðsamlegum hætti. ...
Hvers vegna er borgaður skattur af ellilífeyri?
Greiðslur Tryggingastofnunar á ellilífeyri eru skattlagðar eins og hverjar aðrar launatekjur. Vegna þess hve lágur ellilífeyrir er, lægri en skattleysismörk, þarf þó ekki að greiða skatt af ellilífeyri nema viðkomandi sé jafnframt með aðrar tekjur þannig að samanlagt séu tekjurnar hærri en skattleysismörk. Þetta e...
Af hverju er öskudagur haldinn hátíðlegur?
Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Öskudagur hefur lengi verið mikilvægur í katólska kirkjuárinu og nafn hans er dregið af því að þá er sums staðar ösku dreift yfir höfuð kirkjugesta, og til þess notaður jafn...
Hverjir eru helstu mengunarvaldar hafsins og hvaða áhrif hafa þeir á lífverur sjávar?
Orðatiltækið „lengi tekur sjórinn við“ er vel þekkt en það var almenn trú manna að hafið, þetta gríðarlega flæmi sem þekur um 70% af yfirborði jarðar, gæti endalaust tekið við úrgangi okkar mannfólksins. Nú þegar mannkynið er komið yfir 6,3 milljarða og óhugnanlegt magn af úrgangi og spilliefnum berst á hverjum de...
Hvernig var vísinda- og fræðaiðkun háttað í Evrópu á miðöldum?
Á miðöldum mátti finna mikil menntasetur víða um lönd kristinna manna og múslima. Má þar til dæmis nefna Bagdad á 9. öld, en fræðimenn frá öllum löndum streymdu þangað til að gerast hluti af því samfélagi sem myndaðist í kringum „hús viskunnar“ (ar. Bayt al-Hikmah). Í Konstantínópel á 11. öld myndaðist einnig fræ...
Hvernig flokkast skjaldbökur?
Til þess að fá glögga mynd af flokkun skjaldbaka er gott að byrja á því að skoða yfirlitsmynd af flokkun landhryggdýra. Flokkar ýmissa núlifandi og útdauðra landhryggdýra. Skjaldbökur tilheyra skriðdýrum, en skriðdýr eru einn fimm hópa hryggdýra eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað e...
Hver er Daniel Kahneman og hvert er hans framlag til fræðanna?
Daniel Kahneman fæddist í Tel Aviv árið 1934. Foreldrar hans voru litháískir gyðingar, búsettir í París. Kahneman ólst up í Frakklandi. Bernska hans þar einkenndist af „fólki og orðum“ frekar en íþróttum eða útivist eins og honum sagðist síðar frá.1 Eftir heimsstyrjöldina flutti hann til Palestínu en þar nam hann ...
Hvað getið þið sagt mér um Pýþagóras og framlag hans til fræðanna?
Margar sögur hafa verið sagðar af gríska stærðfræðingnum Pýþagóras (um 572 - 497 f.Kr.) en tilvist hans er sveipað móðu fyrnskunnar og óvíst um sanngildi sagnanna. Hann var fæddur á Samos, ey utan við vesturströnd Litlu-Asíu sem tilheyrir nú Tyrklandi, en settist að í Króton, grískri borg á Suður-Ítalíu um 530 f.K...