Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 815 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um Wolfgang Amadeus Mozart, í grófum dráttum?

Wolfgang Amadeus Mozart (1756–1791) er frægasta undrabarn sögunnar og einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður sem uppi hefur verið. Óperur hans, sinfóníur, konsertar og kórverk eru lykilverk klassíska skeiðsins (þess tímabils tónlistarsögunnar sem varði frá um 1740–1820) og hann er almennt talinn einn mesti tónlistar...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er Genfarsáttmálinn?

Inngangur Genfarsáttmálinn eða Genfarsamningarnir öðru nafni eru í raun fjórir alþjóðasamningar sem samþykktir voru árið 1949 með tveimur frekari viðbótum árið 1977. Þetta eru alþjóðleg mannúðarlög sem hafa það að markmiði að vernda þá sem ekki taka beinan þátt í ófriði fyrir afleiðingum átakanna. Er hér aðalleg...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er verkfall og hver er saga verkfallsréttar í heiminum?

Hér er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum: Hvenær fóru Íslendingar fyrst í verkfall? Og hvenær fóru opinberir starfsmenn fyrst í verkfall? Hvenær urðu verkföll fyrst lögleg og með hvaða hætti? Hvað er verkfall? Hver er munurinn á verkfalli og verkbanni? Verkfall eða vinnustöðvun verður þega...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er Haugsnesbardagi, getið þig sagt mér frá honum?

Næstum allt sem vitað er um Haugsnesbardaga er í Sturlunga sögu, í þeim hluta hennar sem talið er að hafi upphaflega verið saminn sem Þórðar saga kakala en síðan tekinn inn í safnritið Sturlungu. Bardaginn var háður 19. apríl 1246 við Djúpadalsá í Skagafirði þar sem hún rennur að austan niður í Skagafjörð. Bardagi...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers vegna fóru Monet og Renoir að mála í impressjónískum stíl?

Mikil gróska var í málaralist í Frakklandi um miðja nítjándu öld. Hin árlega sýning Le Salon í París var helsti sölumarkaðurinn fyrir listaverk. Forsenda þess að ná frægð og frama sem listamaður var að koma myndum að á þessari sýningu. Það er til marks um mikilvægi sýningarinnar að þeir listamenn sem var neitað um...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er mesti hraði sem manneskja hefur náð á hvernig farartæki sem er?

Mesti hraði sem mannað farartæki hefur náð er tæplega 40.000 kílómetrar á klukkustund (km/klst). Það gerðist á sjöunda og áttunda áratugnum þegar stjórnför Apolló-geimflauganna voru á leið til jarðar. Mestum hraða náði stjórnfar frá Apolló 10 eða um 39.740 km/klst. Sennilegt er að rússneskar geimflaugar hafa ein...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað eru fiðrildahrif og óreiðukenning?

Til þess að skilja fyrirbæri náttúrunnar reyna eðlisfræðingar að gera líkön af þeim. Venjulega er líkanið safn stærðfræðilegra jafna sem vonast er til að lýsi vissum eiginleikum kerfisins nokkurn veginn. Eðlisfræðingar kalla jöfnur sem lýsa hreyfingu kerfis eða þróun þess í tíma oft hreyfijöfnur. Líkönin eru misgó...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig leit snareðla út og hvenær var hún uppi?

Leifar snareðlu (Velociraptor) hafa fundist í jarðlögum frá efri hluta krítartímabils í Rússlandi, Mongólíu og Kína. Aldur þeirra er talinn vera 80-85 milljónir ára. Fyrstu leifarnar fann H.F. Osborn í Mongólíu árið 1924, en nú eru þekktar leifar að minnsta kosti 12 dýra. Snareðla tilheyrir skriðdýraættbálknum...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er vitað um ferjumanninn Karon í grískri goðafræði?

Samkvæmt grískri goðafræði var Karon ferjumaður sem flutti sálir látinna yfir fljótið Akkeron til undirheima, stundum sá hann um að ferja hina dauðu yfir fljótið Stýx. Til forna tíðkaðist það að setja pening undir tungurót látinna til að þeir gætu greitt Karoni ferjutoll. Þeir sem höfðu ekki fengið tilhlýðilega...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er rangt að tala um að opna eða loka hurð?

Í málsfarsbanka Íslenskrar málstöðvar segir þetta um orðin dyr og hurð:Orðið dyr merkir op eða inngangur, t.d. inn í hús, herbergi eða bíl. Hurð er hins vegar einhvers konar fleki sem nota má til að loka opinu, innganginum.Við þetta er síðan bætt athugasemd um æskilegt málfar:Því er eðlilegt að tala um að opna og ...

category-iconHugvísindi

Af hverju hættu Íslendingar að nota rúnir og byrjuðu að nota bókstafina eins og þeir eru núna?

Kristin trú varð til í Rómaveldi fyrir tæpum 2000 árum. Í vesturhluta ríkisins var töluð latína en gríska í austurhlutanum. Rómverjar höfðu lært að skrifa af Grikkjum en löguðu stafina til og breyttu hljóðgildi sumra; þeir notuðu það sem nú er kallað latneskt letur. Kaþólsk kirkja þróaðist í þessu víðlenda ríki á ...

category-iconHugvísindi

Er satt að danski fangavörðurinn Sigvardt Bruun hafi á 18. öld nauðgað 60 föngum í Reykjavík og myrt þá?

Víst var Sigvardt Bruun til en að hann hafi nauðgað og myrt 60 fanga er vafasamara. Bruun var ráðinn fangavörður við tukthúsið á Arnarhóli 1785 og 1786 tók hann við starfi ráðsmanns þar. Þessum störfum sinnti Bruun á miklum harðindaárum. Móðuharðindi ríktu í kjölfar eldgosanna 1783 og jarðskjálftahrina gekk yfir S...

category-iconTrúarbrögð

Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Selenu?

Selena var mánagyðja Grikkja til forna og nafnið þýðir einfaldlega tungl á grísku. Samkvæmt goðsögum Grikkja átti hún tvö systkini, bróðurinn Helíos sem var sólguðinn og systurina Eos, gyðju morgunroðans. Foreldrar þeirra voru Þeia og Hýpeiron en Selena hefur þó einnig verið eignuð öðrum, til að mynda hinum ástlei...

category-iconHugvísindi

Hvenær ríktu Rómverjar?

Samkvæmt venju er stofnun Rómar talin hafa átt sér stað 21. apríl árið 753 f.Kr. Í fyrstu var Róm ekki nema lítið þorp við ána Tíber. Er fram liðu tímar óx borgin og Rómverjar seildust til áhrifa utan borgarinnar. Róm varð lýðveldi árið 510 eða 509 f.Kr. Á lýðveldistímanum varð Rómaveldi að stórveldi. Rómverjar ná...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur kona á einhvern hátt orðið ólétt þótt hún sé hrein mey?

Áður en spurningunni er svarað beint er vert að huga aðeins að orðanotkun. Orðasamböndin 'hrein mey' og 'hreinn sveinn' hafa löngum verið notuð um einstaklinga sem eru orðnir kynþroska en hafa ekki haft samfarir. Þessi orðanotkun hefur sætt gagnrýni enda felst í henni að kynlíf sé eitthvað óhreint og skítugt. Með ...

Fleiri niðurstöður