Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1559 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hver er uppruni listarinnar?

Þessari stóru spurningu er ekki auðsvarað í stuttu máli, ef reynt er að skoða málið frá fleiri en einni hlið eins og því hæfir. Frá sögulegu sjónarmiði verður upphaf listarinnar ekki tímasett eins og hver annar merkisatburður, svo sem fundur Vínlands, eða tilkoma einhverrar tækninýjungar, svo sem atómsprengjunnar...

category-iconSálfræði

Hvað er hlátur og af hverju hlæjum við?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Af hverju hlæjum við og hvað er það sem veldur því að okkur finnst sumt fyndið en annað ekki? (Ólafur Sindri Helgason og Ævar Ólafsson)Hvers vegna hlæjum við? (Rögnvaldur Magnússon)Hvað er hlátur? (Ómar Ómarsson)Hlátur telst bæði til sjálfráðra og ósjálfráðra viðbragða mannsi...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er fasismi?

Fasismi er heiti á alræðistefnu í stjórnmálum sem byggir á andstöðu við lýðræði og einstaklingsfrelsi. Orðið á rætur að rekja til Rómaveldis og Benito Mussólíni sem komst til valda á Ítalíu árið 1922 notaði það yfir stjórnmálaflokk sinn. Fljótlega var einnig farið að tala um fasisma til þess að lýsa svipuðum hreyf...

category-iconLæknisfræði

Hvernig lýsir sjúkdómurinn lupus sér?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóm sem kallast Lupus eða Rheumatoid Arthritis? Hér er í raun verið að spyrja um tvo sjúkdóma, annars vegar lupus (Systemic Lupus Erythematosus) sem oft er kallaður rauðir úlfar á íslensku og hins vegar iktsýki eða liðagigt (Rheumatoid Arthritis)....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er Dauðahafið svona salt?

Í mjög stuttu máli er ástæðan fyrir því hversu salt Dauðahafið er sú að ekki ríkir jafnvægi á milli innstreymis og „útstreymis“ uppleystra efna. Skoðum þetta aðeins nánar. Sólarlag við Dauðahafið. Skotinn James Hutton (1726-1797) hefur verið nefndur „faðir nútíma jarðfræði“ og telja sumir merkasta framlag h...

category-iconFornfræði

Hvaða áhrif höfðu kenningar Platons á aðra heimspekinga, vísindamenn og fólk almennt?

Platon er einn áhrifamesti hugsuður sögunnar og kenningar hans hafa haft gífurleg áhrif á fjölda heimspekinga, vísindamanna, listamanna og annarra, jafnvel á kristnina og íslamska hugsun. Heimspekingurinn Alfred North Whitehead sagði eitt sinn að saga vestrænnar heimspeki væri ekkert annað en röð neðanmálsgreina v...

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær maður exem?

Áður hefur verið fjallað um exem og einkenni þess í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er exem og hver eru einkenni þess? en þar segir meðal annars að exem sé langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegundin og er einnig algengas...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Kom Kristófer Kólumbus til Íslands?

Í janúar 1495 skrifaði Kólumbus konungshjónunum á Spáni þeim Ferdínand og Ísabellu bréf í þeim tilgangi að réttlæta og verja gerðir sínar sem landstjóri í spænsku nýlendunum vestanhafs en margt var honum mótdrægt í því starfi. Einnig höfðu andstæðingar hans heima í Madríd gagnrýnt hann og rægt. Bréfið notaði hann ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru til margar tegundir af spendýrum í heiminum?

Það fer eftir heimildum í hversu margar tegundir lífríki jarðar er flokkað. Fræðimenn nota mismunandi aðferðir eða forsendur við flokkunina, það sem sumir telja undirtegund telja aðrir vera sérstaka tegund og svo framvegi. Þetta svar er byggt á upplýsingum frá alþjóðlegum náttúruverndarsamtökum sem kallast Inte...

category-iconHugvísindi

Hvað eru fornleifar?

Fornleifar eru það sem hefur orðið eftir frá gamalli tíð. Flest af því sem við höfum með höndum eyðist í tímans rás. Sumu er alls ekki ætlað að endast; við neytum matar og brennum kerti, föt endast sjaldan meira en í nokkur ár en aðrir hlutir geta enst í áratugi og jafnvel aldir, til dæmis hús og bækur. Hlutir...

category-iconHeimspeki

Hver er munurinn á vísindalegri kenningu og viðurkenndri vísindalegri staðreynd?

Í stuttu máli má segja að vísindalegar kenningar séu staðhæfingar sem eru settar fram af vísindamönnum til að lýsa eða skýra eitthvert fyrirbæri í veröldinni. Slíkar kenningar eru síðan prófaðar, til dæmis með því að gera tilraunir eða athuganir á því sem um er að ræða. Mjög einfalt dæmi um vísindalega kenningu er...

category-iconHagfræði

Hvað kostar tonn af kolefnisígildum?

Hagfræðingar, sem ritað hafa um loftslagsmál, hafa lengi verið á einu máli um nauðsyn þess að taka upp „gegnsætt og sambærilegt kolefnisgjald um allan heim“.[1] Sanngjarnt gjald ræðst af tjóninu sem losunin veldur. Tjónið leggst á alla heimsbyggðina – og fyrst og fremst á aðra en þá sem valda því. Þess vegna taka ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Á plánetan Plútó systurplánetu/-hnött?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr búa í Brasilíu og hver þeirra eru í útrýmingarhættu?

Ómögulegt er að telja upp eða fjalla um öll þau dýr sem lifa í Brasilíu í einu svari þar sem það myndi sjálfsagt fylla mörg bindi af bókum, svo mikill er fjöldinn þar. Hér verður því aðeins gerð grein fyrir fjölda tegunda í hinum ýmsu flokkum, en athyglinni síðan beint að dýrum í mikilli útrýmingarhættu. Hvergi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um tannhvali?

Tannhvalir (Odontoceti) eru annar tveggja undirættbálka núlifandi hvala, en hinn er skíðishvalir (Mysticeti). Til tannhvala teljast tæplega 80 tegundir, en þess ber þó að geta að flokkunarfræðingar eru ekki sammála um nákvæman fjölda tegunda. Tannhvalir eru talsvert útbreiddari en skíðishvalir, en þeir finnast í ö...

Fleiri niðurstöður